Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 16
29. maí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS M arkaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði frá því í síðustu viku að verð á nautakjöti frá afurðastöðvum hefði hækkað um 20 prósent. Sú hækkun mun að sjálfsögðu skila sér út í verð- ið til neytenda, hafi hún ekki gert það nú þegar. Ástæðan fyrir verðhækkuninni er ónógt framboð á íslenzku nautakjöti. Meira að segja Nóatún, sem auglýsir að í kjöt- borðum fyrirtækisins sé aðeins boðið upp á íslenzkt kjöt, hefur þurft að flytja inn nýsjálenzkt og danskt nautakjöt til að anna eftirspurn. Skorturinn er meðal annars tilkominn af því að bændur setja kvígur fremur á til að framleiða mjólk en að ala þær til slátrunar. Svo fer eftirspurnin vaxandi, ekki sízt vegna gríðarlegrar fjölg- unar ferðamanna sem vilja fá sína steik og sinn hamborgara í fríinu. Hægt væri að komast hjá þessari verðhækkun með því að ríkið lækkaði tolla á innfluttu nautakjöti nægilega mikið til að það yrði samkeppnisfært í verði við innlenda kjötið. Samtök verzlunar og þjónustu hafa raunar farið fram á það við atvinnuvegaráðuneytið að tollar á nautakjöti verði felldir niður. Þá væri nægt framboð af kjöti á hóflegu verði og ekki þyrfti að „yfirbjóða þessa fáu gripi sem eru til úti í sveitum“ eins og Finnur Árnason, forstjóri Haga, orðaði það í Frétta- blaðinu fyrr í vikunni. Atvinnuvegaráðuneytið segir hins vegar að sjálfsögðu nei við beiðni Samtaka verzlunar og þjónustu. Það var algjörlega fyrirsjáanlegt, enda nákvæmlega samkvæmt því mynztri sem orðið hefur til á undanförnum misserum: Ef innlendur fram- leiðandi biður um innflutningskvóta á lágum tollum af því að hann vantar hráefni er orðið við því hratt og örugglega. Ef verzlunin í landinu biður um sambærilegar heimildir til að stuðla að lægra vöruverði og fleiri kostum neytenda tekur kerfið sér örlítinn umhugsunarfrest og segir svo nei. Önnur staðalviðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins, þegar farið er fram á tollkvóta til að mæta eftirspurn af því að inn- lendir framleiðendur anna henni ekki, er að halda því fram að það sé til nógur kvóti á lægri tollum. Tilkynning um slíkt var send út eftir umfjöllun Markaðarins. Meinið er bara, eins og Finnur Árnason benti á í Fréttablaðinu, að þótt ekki sé lagður hefðbundinn ofurtollur á innflutta nautakjötið eru tollarnir nógu háir til að það sé ekki samkeppnishæft við innlenda kjötið. Með þessu stuðla stjórnvöld alveg meðvitað og með opin augun að því að hækka matarreikning heimilanna – eða standa að minnsta kosti hjá og gera ekki neitt til að hindra það, þótt það væri þeim í lófa lagið. Enn og aftur er neytendum sem sagt sendur reikningurinn fyrir úrelt og óhagkvæmt landbúnaðarkerfi sem mætir ekki þörfum markaðarins. Eru allir sáttir við að halda bara áfram að borga? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is ➜ Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leik- skóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við sjálf- stæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbú- anna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barna- fjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumark- aði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upp- lýsingum um árangur og útkomu skól- anna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumark- aði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatna- gerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Kjósum valfrelsi STJÓRNMÁL Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðis- manna í Reykjavík Útlent nautakjöt fær ekki að keppa við innlent: Tilbúinn skortur hækkar verð Peningarnir frá frúnni í Hamborg Vefmiðillinn Eyjan fékk frambjóð- endur í Reykjavík til að forgangsraða þeim málefnum sem þeir vilja leggja áherslu á, á komandi kjörtímabili. Hall- dór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins, er eini frambjóðandinn sem leggur höfuðáherslu á að lækka útsvar borgarbúa. Því næst vill hann fjölga leiguíbúðum, auka stuðning við aldr- aða og hækka frístundastyrk barna. Lækkað útsvar þýðir, eins og allir vita, minni tekjur borgarinnar. Þau verk- efni sem Halldór vill ráðast í munu aftur á móti kosta töluverðar fjár- hæðir og því er spurning hvort Frúin í Hamborg sé aufúsugestur í ráð- húsinu. Borgin mun sannarlega þurfa á peningatrjám að halda ef stefna Halldórs gengur eftir. Frá Degi til Dags Það er mikill meðbyr með Degi B. Egg- ertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, í Reykjavík. Stór meirihluti aðspurðra í skoðanakönnunum segist styðja Dag sem borgarstjóra og framboð hans hlýtur mestan stuðning borgarbúa. Það gæti verið að óminnugir hafi gleymt síðasta kjörtímabili en þá sat Dagur sem borgarstjóri í hundrað daga. Fari svo að Dagur verði borgar- stjóri að nýju er hann eini maðurinn sem gegnt hefur borgarstjóra- stöðu í Reykjavík tvisvar. Dags vegna má vona að næsta seta verði lengri en sú síðasta. Flugvöllinn inn, moskuna út Ný könnun MMR sýnir að moskuútspil Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, virðist hafa virkað. Framboðið hefur rokið upp og mælist nú með mann inni í borgarstjórn. Niðurstöðurnar eru í takt við þróun stjórnmála í Evrópu en flokkar sem tala gegn fjölmenn- ingu hafa verið að sækja verulega í sig veðrið. Vinstri græn sem hafa alltaf stutt byggingu mosku á Íslandi hafa misst fylgi sitt og hanga nú í sínum eina manni, Sóleyju Tómasdóttur, eins og lífið liggi við. Markmið flokksins var að ná að minnsta kosti tveimur konum inn en nú hefur framboð VG ítrekað mælst fyrir neðan kjörfylgi. Eitthvað er ekki að virka. snaeros@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.