Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 29. maí 2014 | SKOÐUN | 17
Úthlutunarreglur LÍN fyrir skóla-
árið 2014-2015 voru birtar fyrir
nokkrum dögum og komu líkt og
þruma úr heiðskíru lofti fyrir þá
fjölmörgu íslensku nemendur sem
stunda nám erlendis. Niðurstaðan
er sú að nemendur erlendis mega
nú sætta sig við 10% skerðingu
á framfærslu en um leið hækk-
ar framfærsla fyrir nemendur á
Íslandi um 3,2%. Mikilvægt er að
bæta kjör nemenda á Íslandi en
þarf það að koma niður á nemend-
um erlendis?
Til að rétta skekkju
LÍN hefur gefið út að þessar
aðgerðir séu til samræmis við
framfærslu á Íslandi og ástæð-
an fyrir lækkun á framfærslu
nemenda erlendis sé til að rétta
skekkju. Með þessum breyting-
um í úthlutunarreglum er LÍN að
tengja framfærslu við neysluvið-
mið og verðbólgu hvers náms-
lands, borin er saman upphæð til
nemanda á Íslandi og nemanda
erlendis. Jú, rétt er það að nem-
andinn erlendis fær örlítið meiri
pening á mánuði en sá nemandi
þarf aukið fjármagn sem ekki
er tekið með í útreikningana t.d.
fyrir ferðalaginu heim til Íslands.
Þykir nokkuð ljóst að með þess-
um aðgerðum sé verið að sporna
við því að nemendur leiti utan til
að stunda nám, jafnvel nám sem
þeim býðst ekki á Íslandi.
Ferðalán einu sinni
Auk þess að standa frammi fyrir
takmörkuðu skólagjaldaláni frá
LÍN, sem nær yfir þrjú af sex
árum læknisfræðinámsins, þá
hefur LÍN nú skorið niður upp-
hæðina til framfærslu og ferða-
láns. Ferðalánið sem hljóðaði
áður upp á tæpar 40.000 ISK á
ári, verður nú lánað einu sinni á
hverju námsstigi. Á 6 ára náms-
ferli læknanema sem býr erlendis
er nú lánað einu sinni fyrir ferða-
láninu. Þ.e. íslenskur læknanemi
í Ungverjalandi/Slóvakíu kemst
aðra leið á milli Íslands og Ung-
verjalands/Slóvakíu einu sinni á 6
ára námsferli.
Við sem hófum nám fyrir
nokkrum árum stóðum í þeirri
trú að við fengjum ákveðinni
upphæð úthlutað á hverju ári. Nú
hefur sú upphæð verið skert um
10% án fyrirvara.
Skólaár hvers lands eru ekki
öll eins og eru nemar erlendis
oft að lenda í því að sumarleyfið
nái einungis 6 vikum. Þær vikur
gefa nemandanum ekki mik-
inn tíma til að brúa bilið sem
skerðing framfærslunnar hefur
myndað í fjármálum nemandans.
Um leið og nemendur hafa minni
pening á milli handanna til að
ferðast þá minnka líkurnar á því
að þeir sæki heim í starfsnám.
Tapaðir læknar
Ef nemandinn starfar ekki innan
íslensks heilbrigðiskerfis á
meðan á námi stendur þá segir
það sig sjálft að sá nemandi mun
síður velja íslenskt heilbrigðis-
kerfi sem vinnustað í framtíð-
inni. Allir þeir íslensku lækna-
nemar sem ekki snúa heim eru
tapaðir læknar í því verki að
byggja upp vel mannað og sterkt
heilbrigðiskerfi.
Fyrir hönd Félags íslenskra
læknanema í Ungverjalandi og
Félags íslenskra læknanema í
Slóvakíu.
Ef skoðanakannanir gefa
rétta vísbendingu á Dögun
í Reykjavík á brattann að
sækja í komandi borgar-
stjórnarkosningum í
Reykjavík. Ljóst er þó að
talsverður fjöldi íhugar
að styðja okkur og á fram-
boðsfundum þar sem við
höfum fengið tækifæri til
að kynna málstað okkar
hefur fulltrúum Dögun-
ar almennt verið mjög vel
tekið. Það á til dæmis við
um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem
skipulagsmál brenna á íbúum.
Undirritaður kom þar á framfæri
þeirri stefnu Dögunar að íbúarn-
ir eigi rétt á því að byggðin verði
fullfrágengin á borð við önnur
hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég
áherslur okkar í þessu efni.
Afstaðan
Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli
hafi verið vel sóttur jafnast fjöld-
inn ekki á við allt það fólk sem
fær Fréttablaðið inn um lúguna á
morgni hverjum.
Sl. fimmtudag kynnti blaðið
afstöðu oddvita framboðanna í
Reykjavík til skipulagsmála í Úlf-
arsfelli – allra nema Alþýðufylk-
ingarinnar og Dögunar í Reykja-
vík.
Afstaða fjölmiðla getur skipt
sköpum fyrir framboð til kosn-
inga. Ég get mér þess til, að Frétta-
blaðið réttlæti afstöðu sína með
vísan til þess að Dögun í Reykja-
vík mælist enn lágt í skoðanakönn-
unum. Þar er þó um hálfsannleik
að ræða því fréttamenn blaðsins
hafa nánast aldrei gefið lesend-
um kost á að kynnast framboð-
inu og stefnumálum þess á síðum
Fréttablaðsins! Að því er virðist
hafa fulltrúar framboðsins verið
kerfisbundið sniðgengnir í þessum
ágæta fjölmiðli.
Getur flust til
Enn eru nokkrir dagar til kosn-
inga og sagan kennir að fylgi getur
hæglega flust til á skömmum tíma.
Mér finnst mikilvægt að áherslur
og baráttumál allra framboða fái
sanngjarna og góða umfjöllun í
útbreiddustu fjölmiðlum landsins
– hvort sem um er að ræða afstöðu
til leikskólamála, lýðræðismála,
húsnæðismála, innflytjenda, flug-
vallarins, gjaldskrármála eða
annars sem á kjósendum brennur.
Kjósendur eiga rétt á því.
Ef Dögun í Reykjavík er látin
njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá
leyfi ég mér að fullyrða að allt
getur gerst. Því segi ég: Ekki
afskrifa Dögun í Reykjavík!
Ekki afskrifa Dögun
í Reykjavík
Er það réttlátt að einn tapi
svo annar græði?
LÍN
Arna Reynisdóttir Erna Markúsdóttir
læknanemi læknanemi
➜ Auk þess að standa
frammi fyrir takmörkuðu
skólagjaldaláni frá LÍN, sem
nær yfi r þrjú af sex árum
læknisfræðinámsins, þá
hefur LÍN nú skorið niður
upphæðina til framfærslu
og ferðaláns. Ferðalánið sem
hljóðaði áður upp á tæpar
40.000 ISK á ári, verður nú
lánað einu sinni á hverju
námsstigi. Á 6 ára náms-
ferli læknanema sem býr
erlendis er nú lánað einu
sinni fyrir ferðaláninu.
➜ Enn eru nokkrir
dagar til kosninga og
sagan kennir að fylgi
getur hæglega fl ust
til á skömmum tíma.
Mér fi nnst mikil-
vægt að áherslur og
baráttumál allra fram-
boða fái sanngjarna
og góða umfjöllun...
STJÓRNMÁL
Þorleifur Gunn-
laugsson
oddviti Dögunar í
Reykjavík
NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is
Mercedes-Benz A 220 CDI
Árg. 2013, ekinn 8 þús. km,
dísil, 170 hö., sjálfskiptur, Urban
pakki (sportsæti, 17“ álfelgur,
tvöfalt púst), bakkmyndavél,
bluetooth, hiti í sætum ofl.
Verð: 5.290.000 kr.
Mercedes-Benz B 180 CDI
Árg. 2014, ekinn 1.500 km,
dísil, 109 hö., sjálfskiptur, bakk-
myndavél, rafmagn og minni
í bílstjórasæti, bluetooth, 16“
álfelgur ofl.
Verð: 5.490.000 kr.
Mercedes-Benz E 300 CDI
Árg. 2010, ekinn 154 þús. km,
dísil, 232 hö., sjálfskiptur, fjar-
lægðarskynjarar, loftpúðafjöðrun,
Elegance útfærsla, forhituð miðstöð,
bluetooth, leður ofl.
Verð: 5.990.000 kr.
Mercedes-Benz C 220 CDI
Árg. 2013, ekinn 16 þús. km,
dísil, 170 hö., sjálfskiptur, sérlitað
lakk, hiti í sætum, bluetooth,
leður ofl.
Verð: 6.990.000 kr.
Veldu notaðan
Mercedes-Benz
Mercedes-Benz E 250
CDI 4MATIC
Árg. 2013, ekinn 11 þús. km,
dísil, 205 hö., sjálfskiptur,
Led og Xenon ljós, minni
og rafmagn í sætum,
panorama sólþak, Elegance
útfærsla, leður, bluetooth ofl.
Verð: 11.490.000 kr.
Mercedes-Benz ML 350
BLUETEC 4MATIC
Árg. 2012, ekinn 12 þús. km,
dísil, 259 hö., sjálfskiptur,
Intelligent light system (framljós
aðlagast bílum fyrir framan),
íslandskort, dráttarbeisli, lykla-
laust aðgengi, Xenon og led ljós,
minni og rafmagn í sætum ofl.
Verð: 13.490.000 kr.
Opið virka daga kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
SELD
UR