Fréttablaðið - 29.05.2014, Side 18
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 18
Nautakjöt hefur hækkað
mikið í verði að undan-
förnu. Ástæðan er einföld,
í kjölfar skorts á mjólkur-
fitu fyrir síðustu jól með
tilheyrandi innflutningi á
írsku smjöri voru mjólkur-
bændur hvattir til að auka
mjólkurframleiðslu sína
en um leið var dregið úr
nautakjötsframleiðslunni.
Afleiðingin er einföld,
bændur urðu við þessu
kalli sem hefur leitt til
skorts á innlendu nautakjöti. Fram-
boð á nautakjöti er einfaldlega allt
of lítið miðað við eftirspurnina.
Sem dæmi má nefna að Nóatún
sem lagt hefur ríka áherslu á að í
kjötborðum þeirra sé aðeins inn-
lent kjöt, getur ekki lengur staðið
við það þegar kemur að nautakjöt-
inu.
Nú í maímánuði hækkaði verð
á nautakjöti mikið til bænda enda
slást sláturleyfishafar hart um
hvern þann skrokk sem í boði er
og yfirbjóða hver annan. Síðan
hækkar verðið frá sláturleyfishafa
til kjötiðnaðarstöðvar og þaðan til
verslunarinnar. Það eru svo neyt-
endur sem borga brúsann af öllu
þessu í gegnum hálftóma budduna.
Enn meiri hækkanir
Samkvæmt heimildum Neyt-
endasamtakanna hækkaði verð á
nautakjöti frá slátursleyfishöfum
um 20% fyrr í þessum mánuði og
hefur jafnvel heyrst um enn meiri
hækkanir.
En það er einnig fróðlegt að
skoða verðþróun á nautakjöti síð-
ustu 12 mánuði, þ.e. frá apríl 2013
til apríl 2014, samkvæmt mæl-
ingum Hagstofunnar. Þar kemur
fram að vísitala neysluverðs án
húsnæðis hefur hækkað um 1%.
Ef litið er til einstakra kjöttegunda
hækkaði kjöt að meðaltali
um 1,6%, lambakjöt um
1,5% en bæði svínakjöt
og kjúklingar hafa lækk-
að í verði á þessu tímabili, svína-
kjötið um 1,6% og kjúklingurinn
um 0,4%, Nautakjötið hefur hins
vegar hækkað um 5,9% á þessu
sama tímabili.
Í innbyrðis samkeppni
En hver verður svo hækkunin til
neytenda á nautakjöti kemur í ljós
þegar Hagstofan gefur út næstu
mælingu sína sem verður 28. maí.
Vonandi sem minnst en það er
þó ástæða til að hafa verulegar
áhyggjur. Ef miðað er við hækk-
un á tímabilinu frá apríl 2013 til
maí 2014 gæti verðhækkunin farið
í 20% eða meira á þessu tímabili.
Verum þess jafnframt minnug að
einstakar matvörur eru í innbyrðis
samkeppni sín á milli og á það ekki
síst við um kjöt. Í versta falli gæti
þetta einfaldlega leitt til almennr-
ar verðhækkunar á kjöti.
En er eðlilegt að hægt sé að valta
yfir neytendur á þennan hátt til að
tryggja þrönga hagsmuni framleið-
enda? Að sjálfsögðu ekki. Þessu er
aðeins hægt að svara á einn hátt,
að stjórnvöld heimili tollfrjáls-
an innflutning á nautakjöti. Allt
annað er óvirðing við neytendur.
Þá má ekki gleyma að takmarkað
framboð á nautakjöti hækkar ekki
aðeins verð á því heldur einnig
verðtryggð íbúðarlán heimilanna.
Heimila á toll-
frjálsan innfl utning
á nautakjöti
Það hefur vakið heimsat-
hygli hvað tónlistarlíf á
Íslandi er blómlegt og hafa
erlendir blaðamenn oft haft
á orði að fjöldi efnilegra
tónlistarmanna hér sé í
rauninni ótrúlegur miðað
við mannfjölda.
Svona menningarverð-
mæti verða ekki til af sjálfu
sér eins og dæmin sanna í
Mosfellsbæ. Hér eru öflug-
ar uppeldisstofnanir fyrir
tónlistarfólk. Listaskóli
Mosfellsbæjar fer þar fremstur,
svo lúðrasveitin, skólarnir og kór-
arnir sem setja mikinn svip á bæj-
arlífið. Afraksturinn hefur verið
framúrskarandi.
Húsnæði fyrir tónlistarfólk
En erum við þá ekki bara í góðum
málum? Að sumu leyti en ekki
öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í
Listaskólanum er ekki í boði neitt
æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til
að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu
þarf að bæta vilji sveitarfélagið
styðja við bakið á upprennandi tón-
listarfólki.
Óvissa ríkir einnig um fram-
tíðarhúsnæði Listaskólans og þar
var kennurum fækkað í kjölfar
hruns sem leitt hefur til þess að
biðlisti eftir plássi er sá lengsti á
höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn.
Vandinn er alvarlegur og uppsafn-
aður eins og húsnæðisekla skól-
anna.
Fjölbreytt íþrótta- og tómstunda-
starf er í Mosfellsbæ og er Ung-
mennafélagið Afturelding burðarás
í íþróttastarfi, hestamannafélagið
Hörður, skátarnir og fleiri félög
eru líka með öfluga starf-
semi.
Íbúahreyfingin gerir
lýðheilsusjónarmiðum
hátt undir höfði og leggur
áherslu á að bæta aðstöðu
til íþróttaiðkunar á útisvæðum
í íbúðarhverfum. Þannig mætti
fjölga hjólabrettapöllum og spark-
völlum sem eru vinsælir. Eins
mætti koma upp aðstöðu fyrir úti-
blak sem er eftirsótt íþrótt erlend-
is. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar
lítið og áhugi er á skólahreystivöll-
um.
Ýmislegt fleira má gera til
að gera Mosfellsbæ spennandi í
augum ungs fólks. Íbúahreyfingin
telur við hæfi að tómstundaávísun
gildi fyrir framhaldskólanema til
tvítugs. Með því væri hægt að gera
þeim mögulegt að stunda það tóm-
stundastarf sem þeir vilja. Bóta-
þegar ættu líka að njóta sömu
réttinda til að draga úr félags-
legri einangrun og efla bæjarlífið
í leiðinni.
Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel
gert í tómstundamálum í Mos-
fellsbæ má margt betur fara.
Mikil vægast er að vinna markvisst
að uppbyggingunni og sjá til þess
að hún gerist jafnt og þétt og í sam-
ráði við þá hópa sem þjónustuna
nota svo sem ungmennaráðið sem
Íbúahreyfingin vill gjarnan efla.
Ungt fólk og
tómstundir í Mosó
NEYTENDUR
Jóhannes
Gunnarsson
formaður Neyt-
endasamtakanna
TÓMSTUNDIR
Sigrún Pálsdóttir
oddviti Íbúahreyf-
ingarinnar í Mos-
fellsbæ
➜En er eðlilegt að
hægt sé að valta yfi r
neytendur á þennan
hátt til að tryggja
þrönga hagsmuni
framleiðenda? Að
sjálfsögðu ekki.
➜ Eftir að tónlistar-
námi lýkur í Lista-
skólanum er ekki í
boði neitt æfi ngahús-
næði fyrir ungt fólk...
*
Vegna framkvæmda eru farþegar
hvattir til að mæta tímanlega
MÆTTU FYRR
Í FRÍIÐ
Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við
biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að
mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug
hefst nú kl. 4.30.
Mætum snemma og styttum biðraðirnar.
Góða ferð!