Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 18
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Nautakjöt hefur hækkað mikið í verði að undan- förnu. Ástæðan er einföld, í kjölfar skorts á mjólkur- fitu fyrir síðustu jól með tilheyrandi innflutningi á írsku smjöri voru mjólkur- bændur hvattir til að auka mjólkurframleiðslu sína en um leið var dregið úr nautakjötsframleiðslunni. Afleiðingin er einföld, bændur urðu við þessu kalli sem hefur leitt til skorts á innlendu nautakjöti. Fram- boð á nautakjöti er einfaldlega allt of lítið miðað við eftirspurnina. Sem dæmi má nefna að Nóatún sem lagt hefur ríka áherslu á að í kjötborðum þeirra sé aðeins inn- lent kjöt, getur ekki lengur staðið við það þegar kemur að nautakjöt- inu. Nú í maímánuði hækkaði verð á nautakjöti mikið til bænda enda slást sláturleyfishafar hart um hvern þann skrokk sem í boði er og yfirbjóða hver annan. Síðan hækkar verðið frá sláturleyfishafa til kjötiðnaðarstöðvar og þaðan til verslunarinnar. Það eru svo neyt- endur sem borga brúsann af öllu þessu í gegnum hálftóma budduna. Enn meiri hækkanir Samkvæmt heimildum Neyt- endasamtakanna hækkaði verð á nautakjöti frá slátursleyfishöfum um 20% fyrr í þessum mánuði og hefur jafnvel heyrst um enn meiri hækkanir. En það er einnig fróðlegt að skoða verðþróun á nautakjöti síð- ustu 12 mánuði, þ.e. frá apríl 2013 til apríl 2014, samkvæmt mæl- ingum Hagstofunnar. Þar kemur fram að vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 1%. Ef litið er til einstakra kjöttegunda hækkaði kjöt að meðaltali um 1,6%, lambakjöt um 1,5% en bæði svínakjöt og kjúklingar hafa lækk- að í verði á þessu tímabili, svína- kjötið um 1,6% og kjúklingurinn um 0,4%, Nautakjötið hefur hins vegar hækkað um 5,9% á þessu sama tímabili. Í innbyrðis samkeppni En hver verður svo hækkunin til neytenda á nautakjöti kemur í ljós þegar Hagstofan gefur út næstu mælingu sína sem verður 28. maí. Vonandi sem minnst en það er þó ástæða til að hafa verulegar áhyggjur. Ef miðað er við hækk- un á tímabilinu frá apríl 2013 til maí 2014 gæti verðhækkunin farið í 20% eða meira á þessu tímabili. Verum þess jafnframt minnug að einstakar matvörur eru í innbyrðis samkeppni sín á milli og á það ekki síst við um kjöt. Í versta falli gæti þetta einfaldlega leitt til almennr- ar verðhækkunar á kjöti. En er eðlilegt að hægt sé að valta yfir neytendur á þennan hátt til að tryggja þrönga hagsmuni framleið- enda? Að sjálfsögðu ekki. Þessu er aðeins hægt að svara á einn hátt, að stjórnvöld heimili tollfrjáls- an innflutning á nautakjöti. Allt annað er óvirðing við neytendur. Þá má ekki gleyma að takmarkað framboð á nautakjöti hækkar ekki aðeins verð á því heldur einnig verðtryggð íbúðarlán heimilanna. Heimila á toll- frjálsan innfl utning á nautakjöti Það hefur vakið heimsat- hygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverð- mæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflug- ar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kór- arnir sem setja mikinn svip á bæj- arlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. Húsnæði fyrir tónlistarfólk En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tón- listarfólki. Óvissa ríkir einnig um fram- tíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafn- aður eins og húsnæðisekla skól- anna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstunda- starf er í Mosfellsbæ og er Ung- mennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starf- semi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og spark- völlum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir úti- blak sem er eftirsótt íþrótt erlend- is. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöll- um. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tóm- stundastarf sem þeir vilja. Bóta- þegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félags- legri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mos- fellsbæ má margt betur fara. Mikil vægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í sam- ráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla. Ungt fólk og tómstundir í Mosó NEYTENDUR Jóhannes Gunnarsson formaður Neyt- endasamtakanna TÓMSTUNDIR Sigrún Pálsdóttir oddviti Íbúahreyf- ingarinnar í Mos- fellsbæ ➜En er eðlilegt að hægt sé að valta yfi r neytendur á þennan hátt til að tryggja þrönga hagsmuni framleiðenda? Að sjálfsögðu ekki. ➜ Eftir að tónlistar- námi lýkur í Lista- skólanum er ekki í boði neitt æfi ngahús- næði fyrir ungt fólk... * Vegna framkvæmda eru farþegar hvattir til að mæta tímanlega MÆTTU FYRR Í FRÍIÐ Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug hefst nú kl. 4.30. Mætum snemma og styttum biðraðirnar. Góða ferð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.