Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 24
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Mig langaði til að vinna með framtíðarpælingu og hvernig fólk myndi klæða sig ef engar klassískar tengingar væru til við fatnað,“ útskýrir Ragna Sigríður Bjarnadóttir, nýút- skrifaður fatahönnuður frá LHÍ. „Ég sökkti mér því ofan í fram- tíðarútópíumyndir eins og Star Trek og Space Odyssey og rann- sakaði hvernig fólk túlkaði fram- tíðina í gamla daga. Ég vildi einnig að karakterinn sem ég hannaði á væri sterk kona sem gerði ekki út á kynþokkann en BA-ritgerðin mín fjallaði um tísku og femín- isma, hvernig þetta tvennt fer saman og ekki.“ Í línuna notaði Ragna náttúru- leg efni; ull, bómull, silki og leður. Hún vann efnin hins vegar þannig að þau litu út fyrir að vera gervi- efni. „Ég lét meðal annars lita fyrir mig leður á Sauðárkróki, í króm- lit, sem kom mjög vel út. Línan varð óvænt svolítið bleik sem mér fannst skemmtileg áskorun þar sem bleiki liturinn er svo kynjaður. Ég reyndi hins vegar að láta hann ekki vera væminn. Svo bjó ég til prentmunstur út frá listaverki sem ég rakst á og komst ekki að því fyrr en seinna að það listaverk er innblásið af myndinni Space Odyssey.“ Ragna bjó til öll snið sjálf og vann þau meðal annars út frá japönsku origami. Saumaskapinn sá hún einnig að mestu leyti um sjálf og segir það hafa verið tals- verða áskorun. „Það var mikil vinna en ég lærði mikið af því. Það er gaman að vita að ég get gert þetta.“ Þegar Ragna er spurð út í eigin stíl segir hún námið hafa haft þroskandi áhrif á fatasmekk hennar. „Ég horfi öðruvísi á föt í dag og hoppa ekki bara á tískubylgjur heldur kaupi mér frekar eitthvað sem endist. Mitt uppáhaldsmerki er Filippa K. Ég lýsi mínum fata- stíl sem minimalískum og svolítið skandinavískum.“ ■ heida@365.is KRÓMLITAÐ LEÐUR ÍSLENSK HÖNNUN Ragna Sigríður Bjarnadóttir sökkti sér ofan í gamlar kvikmyndir um framtíðina við vinnslu lokalínu sinnar við LHÍ. ÞROSKAÐUR STÍLL Ragna Sigríður segist horfa öðrum augum á föt eftir hönnunarnámið við LHÍ. Hún stökkvi ekki lengur á tískubylgj- ur heldur velji sér föt sem endast. ORIGAMI Jap- anskt origami var innblásturinn við sníðagerð Rögnu. MYNDIR/ANÍTA ELDJÁRN KRÓMLITAÐ Ragna lét lita fyrir sig leður hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki. BLEIKUR Ragna segir bleikan lit óvænt hafa orðið ráðandi í línunni. Það hafi verið áskor- un að útfæra hann þannig að hann yrði ekki væminn. MYND/VALLI Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 10-15. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 4 litir: rautt, svart, camel, grátt Stærð 34 - 48 (50) Verð 12.900 kr. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Smart föt, fyrir smart konur Stærðir 38-52

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.