Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 26
FÓLK|TÍSKA SVÖL Í SVÖRTU Rebekka var að útskrifast úr hárgreiðsluiðn en hárgreiðsla hefur verið áhugamál hennar frá því hún var lítil. MYND/GVA Rebekka Hinriksdóttir var í svörtum jakka með silfur-skrauti, svörtu pilsi og svörtum sokkabuxum þegar hún var við útskrift sína úr hársnyrtiiðn í Eldborgarsal Hörpu í gær. Hún er að fara að vinna á nýrri hárgreiðslu- stofu, Reykjavík Hair, en hárgreiðsl- an hefur verið áhugmál hjá henni frá því hún var barn. „Ég var í öllu svörtu í gær þótt ég sé yfirleitt í skærum litum. Stíllinn minn er klassískur og ég er yfirleitt í galla- buxum eða leggings og skyrtu við eða bara í íþróttafötum. Þegar ég fer út á lífið er ég svipað klædd en bara fínni.“ Rebekka segist fylgjast ágæt- lega með tískunni og hafa gert það frá því hún var barn. „Ég skoða bæði blöð og hvað er í búðunum. Ég kaupi mér alltaf eitthvað nýtt í hverjum mánuði og versla þá aðal- lega í Sautján en kíki líka stundum í Júník og Vero Moda. Ég versla líka svolítið í Ameríku. Veski og skór eru það sem ég kaupi mér alltaf þrátt fyrir að eiga nóg fyrir. Fyrir sumarið langar mig helst í einhvern flottan jakka,“ segir Rebekka og brosir. Henni finnst ómissandi að vera með fylgihluti og fer ekki út án þess að vera með úrið sitt og hringi. „Þegar ég er komin heim finnst mér best að fara í íþróttabuxurnar mínar og hafa það kósí.“ KLÆDDIST SVÖRTU Á ÚTSKRIFTARDAGINN ÚTSKRIFTARTÍSKA Rebekka Hinriksdóttir útskrifaðist úr hársnyrtiiðn í gær. Hún var í svörtu við útskriftina þrátt fyrir að vera yfirleitt litaglöð í fatavali. BUXUR OG KJÓLL HJÁ MARC JACOBS HAUST Hinn frægi tískuhönnuður Marc Jacobs vakti mikla athygli þegar hann kynnti haust- og vetrartísku sína. Þetta var fyrsta sýning hans eftir að hann hætti að hanna fyrir Louis Vuitton. Svo virðist sem Marc Jacobs vilji sjá konur í síðum kyrtlum yfir buxur, sagði tískusérfræðingur hjá Vogue, en slíkur fatn- aður var fyrirferðarmikill á sýningunni. Litir voru haustlegir og sniðin einföld, eins og sjá má á myndunum. Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22 Save the Children á Íslandi *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 20 12 – h öf uð bo rg ar sv æ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.