Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 27

Fréttablaðið - 29.05.2014, Síða 27
IÐNMEISTARAR FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Kynningarblað Málarameistarafélagið, Meistaraskólinn, H. Árnason og Meistaradeild Samtaka iðnaðarins. Það er mikilvægt fyrir húseig-endur að huga að reglulegu viðhaldi fasteigna sinna til þess að rýra ekki verðgildi þeirra og koma í veg fyrir varanlegar skemmd- ir. Bjarni Þór Gústafsson, málara- meistari og formaður Málarameist- arafélagsins, segir mikilvægt að fá málarameistara til liðs við sig þegar þarf að mála. „Fólk þarf að kynna sér hvort sá sem fenginn er í verkið sé með öll réttindi og tryggingar sem á þarf að halda. Ef eitthvað gerist þá er verkkaupi ábyrgur ef viðkomandi málari er ekki tryggður. Með því að fá fagmann í verkið er verið að tryggja sér gæði, málarameistarinn getur leiðbeint við val á efni og litasam- setningu og hefur fagkunnáttu til að mæta öllum séróskum. Það er þó ekkert endilega ódýrara að nota ófag- lærða menn en þetta snýst ekki bara um verð. Málarameistarar eru með menntun í sínu fagi og vinna fag- mannlega og snyrtilega.“ Málarameistarar í félagatali á malarar.is Með því að fá löggiltan málarameist- ara í verkið getur fólk verið visst um að hann geri ígrundaðar kostnaðar- áætlanir og verðtilboð, noti einungis efni og málningu sem stenst íslenska veðráttu og vinni góða sprungu- og undirvinnu sem tryggir betri end- ingu. „Það er auðvelt að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hafi tilskilin réttindi en á heimasíðu Mál- arameistarafélagsins er félagatal þar sem allir okkar félagsmenn eru skráðir.“ Erfitt að sækja réttinn Bjarni Þór segir gott að hafa ákveðin atriði í huga áður en hafist er handa við að fá einhvern til að mála fyrir sig. „Eins og áður segir ætti alltaf að ganga úr skugga um að sá aðili sem skipt er við hafi tilskilin réttindi. Á hverju ári leitar fjöldi fólks til Mál- arameistarafélagsins sem orðið hefur fyrir fjárhags- og eignatjóni vegna óvandaðra vinnubragða í viðhaldi fasteigna. Samkvæmt Iðnaðarlög- um skulu löggiltar iðngreinar ávallt reknar undir forstöðu meistara en alltaf er þó nokkuð um að réttinda- lausir verktakar bjóði þjónustu sína. Erfitt getur reynst fyrir viðskiptavin- inn að sækja rétt sinn ef vandkvæði koma upp við verkið þegar réttinda- lausir menn eru annars vegar. Gott er að fá skriflegt tilboð í verk áður en hafist er handa þar sem kemur fram hvaða verkþættir eru innifaldir í samningsverðinu, hvernig greiðslum skuli háttað og hvort efniskostnaður sé innifalinn. Einnig er góð regla að gera verksamninga á milli verktaka og verkkaupa þar sem fram koma helstu atriði varðandi verkið.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Málarameistarafélagsins, malarar.is. Mikilvægt að hafa fagmenn í vinnu Fólk ætti hiklaust að hafa samband við Málarameistarafélagið þegar það ákveður að ráða til sín málara, sama hvort verkið er lítið eða stórt. Mikilvægt er að kynna sér hvort viðkomandi hafi þau réttindi sem til þarf því erfitt getur reynst að sækja rétt sinn ef réttindalausir „verktakar“ vinna verkið og eitthvað fer miður. Gott er að fá tilboð áður en verk er hafið og gera svo verksamning. Bjarni Þór Gústafsson, formaður Málarameistarafélagsins, mælir með að fólk kynni sér réttindi þeirra sem skipt er við áður en verk hefjast. MYND/STEFÁN Í Meistaraskólanum er boðið upp á réttindanám fyrir iðn-aðarmenn með sveinspróf í löggiltum iðngreinum. „Þetta er stjórnunar- og rekstrarnám sem miðar að því að gera fólk hæft til að vera með nema og kenna þeim. Einnig að það geti verið með eigin rekstur og vitað út á hvað það gengur,“ segir Áslaug Maack Pétursdóttir, skólastjóri Meistaraskólans. Mikill fjöldi námsbrauta er við skólann enda allar löggiltar iðn- greinar kenndar þar nema mat- vælaiðngreinar. „Við kennum samkvæmt námsskrá frá 1986. Starfsgreinaráð hverrar iðn- greinar ákveður hvað kennt er í þeirri iðn en námsbrautirnar eru mislangar, til dæmis taka hár- greiðslu- og snyrtifræðinemar sautján einingar en múrarar og húsasmiðir taka 68 einingar og svo er allt þar á milli. Fagtengd- ir áfangar eru kenndir á sumum brautum en öðrum ekki. Í til dæmis pípulagningum og vél- virkjun er ætlast til að fólk taki verklega áfanga sem eru tengd- ir faginu. Íslenska, stærðfræði og enska er kennd yfir línuna. Það er gerð krafa um meiri þekk- ingu í þessum greinum en gert er í sveinsprófi. Þeir sem eru með stúdentspróf eða aðra mennt- un geta fengið hana metna. Svo bíðum við eftir að fá samþykki til að fá að byrja að kenna sam- kvæmt nýrri námsskrá sem verð- ur hugsanlega eitthvað breytt,“ segir Áslaug. Hún segir Meistaraskólann hafa ef lst í gegnum tíðina og kröfurnar aukist. „Við útskrif- um alltaf yfir hundrað nemend- ur á ári. Tækniskólinn er gæða- vottaður og Meistaraskólinn er hluti af honum. Við erum allt- af að herða reglur hér innan- húss og gæðakerfið virkar allt- af betur og betur. Áður fyrr var þetta kvöldskóli en undanfar- in fjögur ár höfum við verið með svokallað dreifnám, það er fjar- kennsla með staðlotum. Fyrst fundum við fyrir mikilli óánægju með þetta fyrirkomulag en núna eru nemendur almennt ánægð- ir og ég hef meira að segja fengið bréf frá fyrrverandi nemendum sem þakka fyrir námið og tala um hvað það er hagnýtt. Í upphafi annar eru kennsluáætlanir gefn- ar út þannig að það liggur fyrir þá hvenær öll verkefnaskil, próf og f leira eru. Nám eins og þetta krefst mikils sjálfsaga en með þessu veit fólk fyrirfram hvenær á að gera hvað og getur skipulagt sig. Tilhneigingin hefur verið sú að fólk fer út á vinnumarkað- inn eftir sveinspróf og skilar sér seinna í meistarann. Þetta er hins vegar aðeins að breytast og nem- endur hér að yngjast, fólk er að átta sig á því að til þess að geta skrifað upp á ákveðin verk, aðal- lega í byggingagreinunum, þarf að hafa meistararéttindi.“ Margvíslegt nám til meistararéttinda Í Meistaraskólanum er fjöldi námsbrauta en þar er réttindanám fyrir allar löggiltar iðngreinar nema matvælaiðngreinar kennt. Námið er dreifnám en þá er kennt í fjarnámi með staðlotum. Yfir hundrað nemendur á ári útskrifast frá Meistaraskólanum. M Y N D /PJETU R Áslaug Maack Péturs- dóttir skólastjóri segir Meistaraskólann hafa eflst í gegnum tíðina og gæði námsins þar aukist.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.