Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 28
KYNNING − AUGLÝSINGIðnmeistarar FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 20142 Ábyrgðarsjóði Meistaradeildar Samtaka iðnaðarins (MSI) er ætlað að skapa traust á milli verkkaupa og verktaka. Einnig að tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI að vinna framkvæmd af félagsmönnum sé í samræmi við skriflegan verksamning og góð fagleg vinnubrögð. Í MSI eru Félag skrúðgarðyrkjumeistara, Málarameistarafélagið, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi, Meistarafélag húsa- smiða, SART – samtök rafverktaka, Félag dúklagninga- og vegg- fóðrarameistara, Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Meistarafélag byggingarmanna á Suðurnesjum og Félag blikksmiðjueigenda. Allir félagsmenn MSI og aðilar að Ábyrgðasjóði MSI eru löggiltir iðnmeistarar. Standist vinna af einhverjum ástæðum ekki þær kröfur sem viðskiptavinur gerir til verksins getur hann lagt málið fyrir úrskurðarnefnd MSI. Þá er viðeigandi eyðublað frá SI fyllt út og lagt fram ásamt skriflegum gögnum kvörtuninni til stuðnings. Eftirfarandi reglur gilda um Ábyrgðarsjóðinn: ● Skriflegur verksamningur milli verkkaupa og verksala er skilyrði þess að verkkaupi geti vísað máli sínu til úrskurðarnefndar MSI. ● Sjóðurinn tekur ekki á málum vegna efnisgalla eða galla sem stafa af röngum upplýsingum framleiðenda. Einungis einstaklingar og hús- félög geta notið bóta úr Ábyrgðarsjóði MSI. ● Ágreiningi vegna reikningagerðar, verktíma og álíka atriða er ekki hægt að vísa til úrskurðarnefndar MSÍ. Einungis er úrskurðað um meint ófagleg vinnubrögð. ● Úrskurðarnefnd MSI tekur ekki fyrir mál gagnvart fyrirtækjum. ● Hámarks bótafjárhæð er tvær milljónir króna. Úrskurðarnefnd MSI fjallar ekki um mál þar sem samningsupphæð er lægri en 100.000 kr. né hærri en 25.000.000 kr. með vsk. ● Málskotsgjald er 15.000 kr. Til þess getur komið að sá sem tapar máli greiði útlagðan kostnað að hámarki 100.000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is Skapar traust milli verk- kaupanda og verktaka Fyrirtækið H. Árnason er al-hliða tölvuþjónustufyrir-tæki sem fagnar 20 ára af- mæli í ár. Það hefur alla tíð verið rekið af hjónunum Hirti Árna- syni og Elínu Guðmundsdóttur og lagt ríka áherslu á að þjónusta fyrirtæki þar sem aðaláherslan hefur verið á þjónustu og rekst- ur tölvukerfa. Hjörtur segir fyrirtækið búa yfir mikilli sérþekkingu á net- stýrikerfum og uppsetningu þeirra á netþjónum og borðtölvum við- skiptavina. „Auk þjónustu okkar seljum við einnig vélbúnað og hugbúnaðarlausnir til viðskipta- vina okkar. Nýjasta viðbótin þar er sala og uppsetning á Office 365 ský- lausnum frá Microsoft sem hefur verið vel tekið.“ Sjálfur er Hjörtur rafeindavirkja- meistari frá Iðnskólanum í Reykja- vík og hefur starfað við tölvuvið- gerðir og rekstur tölvukerfa í yfir 30 ár. Hjá fyrirtækinu starfa að með- altali þrír til fjórir starfsmenn og er einn þeirra rafeindavirki með sveinspróf í iðngreininni. Hann segir að viðgerðir á við- kvæmum tölvuíhlutum á móður- borðum, spennugjöfum, tölvu- skjáum og öðrum íhlutum krefj- ist þekkingar og að réttur fagaðili þurfi að vinna þær. „Á sama tíma þarf tölvufyrirtækið að hafa fag- aðila á sviði tölvutækninnar með yfirgripsmikla þekkingu á hug- búnaðarsviði, uppsetningar á net- stýrikerfum og stýrikerfum al- mennt. Fyrirtæki okkar er vel statt að þessu leyti.“ Hjörtur lauk einnig f jög- urra ára háskólanámi í kerfis- og tölvunarfræði frá HR. „Kerf- is- og tölvunarfræðingar vinna meira á hugbúnaðarsviðinu en það sem við sjáum um er að allt annað utanum hald kerfisein- inga sé í lagi áður en tölvunar- fræðingarnir mæta á staðinn. Það má ekki gleyma því að öll viðgerðarvinna á vélbúnaði sem krefst sérþekkingar er lögvernd- uð með iðnnáminu og leita þarf til fagaðila í greininni.“ Viðskiptavinir fyrirtækisins eru úr öllum geirum viðskipta- lífsins, iðnfyrirtæki, lögfræði- stofur, endurskoðendur og fyrir- tæki í matvælaiðnaði. „Nálægð- in við viðskiptavini er mikilvæg. Lítið fyrirtæki eins og okkar nýtur ágætrar sérstöðu að þessu leyti og tel ég að við séum í mun nánari tengslum við viðskipta- vininn en stóru fyrirtækjastofn- anirnar í tölvugeiranum að þessu leyti.“ Allar nánari upplýsingar um f yrirtækið má finna á w w w. harna son.is. Alhliða tölvuþjónusta Tölvuþjónustufyrirtækið H. Árnason sinnir fjölbreyttum hópi fyrirtækja úr öllum geirum viðskiptalífsins. Aðaláherslan hefur verið á þjónustu og rekstur tölvukerfa. Hjónin Elín Guðmundsdóttir og Hjörtur Árnason hafa rekið H. Árnason í 20 ár. MYND/GVA Meistaradeild Samtaka iðn-aðarins (MSI) var stofn-uð árið 2009 en tilgang- urinn með stofnun hennar var að skapa öflugan þverfaglegan um- ræðuvettvang og auka samstarf félagsmanna í byggingargrein- um innan samtakanna. Upphaf- lega komu fimm meistarafélög í byggingariðnaði að stofnun henn- ar en í dag inniheldur hún ellefu meistarafélög sem samanstanda af um 600 iðnmeisturum og fyrir- tækjum. Friðrik Á. Ólafsson, for- stöðumaður byggingarsviðs Sam- taka iðnaðarins (SI), segir einnig hafa vakað fyrir stofnendum að búa til samnefnara allra meist- arafélaga sem eru aðilar að SI og tengjast byggingariðnaði. „SI eru stór og fjölmenn samtök og með stofnun Meistaradeildarinnar vildu menn búa til vettvang þar sem eingöngu væru til umfjöll- unar málefni sem tengjast bygg- ingariðnaði og engu öðru. Þar er að finna öll meistarafélög í bygg- ingariðnaði á landinu, alls ellefu félög, utan eins félags sem ekki er enn búið að ganga í SI eins og staðan er í dag.“ Ýmsar breytingar hafa átt sér stað að sögn Friðriks á þeim fimm árum sem liðin eru. „Öll v inna iðnmeistara og f yrir- tækja er orðin mun markviss- ari en áður. Mikil áhersla hefur til dæmis verið lögð á gerð verk- samninga milli verkkaupa og verktaka. Slíkir samningar eru hagsmunamál fyrir báða aðila og skipta miklu máli. Einnig má nefna Ábyrgðarsjóð MSI en ef verkkaupi er ósáttur við fag- leg skil á verki getur hann leit- að þangað ef gerður hefur verið skriflegur samningur milli aðila. Sérstök úrskurðarnefnd vinnur úr þeim málum, ef upp koma, en úrskurðanefndin er skipuð í sam- vinnu við Húseigendafélagið og Neytendasamtökin.“ Starfsemi meistaradeildarinn- ar snýr einnig að því að samhæfa vinnubrögð og reglur iðnmeist- ara. „Við aðstoðum líka félags- menn við að uppfylla lög og regl- ur, sbr. mannvirkjalög og bygg- ingarreglugerðir. Við leiðbeinum félagsmönnum líka við að tileinka sér notkun gæðakerfa en í mann- virkjalögum segir að allir starf- andi iðnmeistarar sem skrifa upp á nýframkvæmdir skuli hafa til- einkað sér notkun gæðakerfa 1. janúar 2015. Öll starfsemi meist- aradeildarinnar er því til mikilla hagsbóta fyrir löggilta iðnmeist- ara og ekki síður verkkaupa sem skipta við félagsmenn meistara- deildar SI.“ Mikið framfaraskref Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi iðnmeistara í byggingariðnaði eftir að Meistaradeild Samtaka iðnaðarins var sett á fót á vormánuðum 2009. „Mikil áhersla hefur til dæmis verið lögð á gerð verksamninga milli verkkaupa og verktaka,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs Samtaka iðnaðarins. MYND/VILHELM Ljósberi til í mörgum litum www.djuls.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.