Fréttablaðið - 29.05.2014, Qupperneq 42
29. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 30
Hafðu samband og láttu sérfræðinga
okkar aðstoða þig við að finna réttu
lausnina.
Halla Hrund Pétursdóttir, landslags-
arkitekt FILA, hjálpar þér við að
skipuleggja garðinn þinn.
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön.
Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is
20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
BÍÓFRÉTTIR
Kvikmyndin Edge of Tomorrow
var frumsýnd á Íslandi í gær, níu
dögum áður en hún verður tekin til
sýninga í Bandaríkjunum. Myndin
er byggð á japönsku skáldsögunni
All you need is kill eftir Hiroshi
Sakurazaka. Í myndinni eru hættu-
legar geimverur búnar að gera árás
á jörðina og fljótt er ljóst að mann-
kynið býr ekki yfir tækni til að
verjast þeim til lengdar.
Hermaðurinn Bill Cage er sendur
í eina orrustu en hann er reynslu-
lítill og er drepinn eftir nokkrar
mínútur. Honum til mikillar furðu
rankar hann um leið við sér degi
áður en hann er kallaður til orrust-
unnar og þarf að endurtaka leikinn.
Þessi endurtekna reynsla Bills af
þessum sama degi og þessum sama
bardaga gerir það smám saman að
verkum að hann fer að læra inn á
hvernig hann fer að því að lifa af og
ekki nóg með það heldur gefur þetta
honum tækifæri til að átta sig á veik-
leikum geimveranna.
Myndin var tekin upp nær ein-
göngu í Leavesden-stúdíóinu nálægt
London þar sem allar Harry Potter-
myndirnar voru teknar upp. Talið
er að framleiðslukostnaðurinn sé
178 milljónir dollarar, rúmir tuttugu
milljarðar króna. Fjölmiðlum vestan
hafs þykir hins vegar afar ólíklegt
að myndin geri góða hluti í miðasölu.
Box Office Mojo ber myndina saman
við aðrar myndir aðalleikarans
Tom Cruise, Valkyrie, Knight and
Day, Jack Reacher og Oblivion, sem
náðu ekki að afla meira en hundrað
milljónum dollara í Bandaríkjunum
og Kanada. Spáir vefsíðan Edge of
Tomrrow sömu örlögum þótt myndin
hafi hlotið góða dóma.
Auk Toms Cruise fara Emily
Blunt, Bill Paxton, Jeremy Piven,
Lara Pulver og Charlotte Riley með
aðalhlutverkin. Leikstjóri er Doug
Liman sem er þekktur fyrir myndir
á borð við The Bourne Identity, Mr
& Mrs. Smith og Fair Game.
liljakatrin@frettabladid.is
Heimsfrumsýnd á Íslandi
Kvikmyndin Edge of Tomorrow með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum var tekin til sýninga á Íslandi
níu dögum áður en hún er sýnd í Bandaríkjunum. Myndin er byggð á japönsku skáldsögunni All you need is kill.
AFTUR OG AFTUR Tom leikur hermanninn Bill Cage í myndinni.
Tom Cruise planaði gríðarlega veglegt
partí í London þegar tökum lauk á
Edge of Tomorrow. Talið er að veislan
hafi kostað stjörnuna um hundrað
þúsund pund, tæpar nítján milljónir
króna. Það hefði allt verið gott og
blessað nema fyrir þær sakir að Tom
komst ekki í partíið því hann tafðist á
setti. Tom bókaði sal í Millbank Tower í
London og sá til þess að nóg af mat og
drykk væri til fyrir þau fjögur hundruð
sem komu að gerð myndarinnar.
Um 350 flöskur af kampavíni voru
drukknar þetta kvöld. Næstum því
flaska á mann!
HÉLT PARTÍ EN
MÆTTI EKKI
Í myndinni er notað svokallað „time loops“ sem er vel þekkt í kvik-
myndum með vísindaskáldsöguþema. Það felst í því að ákveðinn
tími, nokkrir klukkutímar eða dagar, endurtekur sig aftur og aftur.
Aðrar myndir sem nota „time loops“:
12 Monkeys (1995)
The Butterfly Effect (2004)
Donnie Darko (2001)
Frequency (2000)
Groundhog Day (1993)
Looper (2012)
Primer (2004)
The Time Travelers (1964)
ÞEKKT FYRIRBÆRI
8,2/10
70/100
92/100
Framleiðslufyrirtækið Gold Circle og
HBO Films hafa hafið þróun á fram-
haldsmynd rómantísku gamanmynd-
arinnar My Big Fat Greek Wedding
frá árinu 2002.
Nia Vardalos og John Corbett léku
aðalhlutverkin í fyrri myndinni og
munu koma saman aftur í framhalds-
myndinni. Framhaldsmyndin heldur
áfram að fylgjast með Portokalos-
fjölskyldunni sem snýr aftur þegar
fjölskylduleyndarmál er afhjúpað
og stærra brúðkaup sameinar fjöl-
skylduna á ný.
Nia Vardalos skrifaði handrit fyrri
myndarinnar og sest aftur í hand-
ritsskrifarastólinn fyrir framhalds-
myndina.
„Nú er ég að upplifa það að vera
móðir og er tilbúin að skrifa næsta
kafla í fjölskyldusögu minni. Auð-
vitað munu einhverjir fjölskyldumeð-
limir halda því fram að ég sé blönk
og hafi bara viljað kyssa John Corbett
aftur. Annað af þessu tvennu er satt,“
segir Nia.
★ My Big Fat Greek Wedding var
upprunalega einleikur sem Nia
skrifaði og lék í. Það var byggt á sögu
hennar eigin fjölskyldu í Winnipeg
í Kanada og byggir á því þegar hún
giftist manni sem var ekki grískur.
★ Myndin varð óvæntur smellur
og fékk tilnefningu til Óskarsverð-
launanna fyrir besta handritið.
★ Myndin varð tekjuhæsta
rómantíska gamanmynd allra tíma
og halaði inn 241,4 milljónum
dollara í Norður-Ameríku, rúmum 27
milljörðum króna.
FEITARA GRÍSKT
BRÚÐKAUP
Framhaldsmynd í bígerð
SJARMERANDI Nia og John unnu
hjörtu heimsbyggðarinnar.
Leikkonan Annette Bening er
56 ára í dag
Helstu myndir: American Beauty, Being
Julia, The Kids Are All Right, The Siege.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Sérstakar söngsýningar á teiknimynd-
inni Frozen verða haldnar aftur um
næstu helgi í Egilshöll og Kringlunni
en sýningarnar vöktu mikla lukku um
síðustu helgi. Á sýningunum verður
sem sagt sungið með lögunum úr
teiknimyndinni sem hefur farið sigur-
för um heiminn og er orðin fimmta
tekjuhæsta mynd sögunnar.
SUNGIÐ MEÐ FROSIN
Töfralandið
Oz: Dórótea
snýr aftur
teiknimynd
A Million Ways to
Die in the West,
gamanmynd
AÐALHLUTVERK: Liam Neeson,
Charlize Theron og Seth McFarlan
50/100
FRUMSÝNINGARSLÆMIR DÓMAR
Stikla úr kvikmyndinni Lost River var
sýnd í Cannes í síðustu viku. Myndin
er frumraun Ryans Gosling í leikstjóra-
stólnum en eins og kunnugt er sá Val-
dís Óskarsdóttir um að
klippa hana. Myndin
féll ekki í kramið
hjá gagnrýnendum
í Cannes og hafa
margir þeirra bent
á að Gosling ætti
frekar að einbeita sér
að leik en leik-
stjórn.
6,7/10
25/100
15/100