Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 8
2. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
KÓPAVOGUR Sjálfstæðisflokkurinn
í Kópavogi hefur bæði haft sam-
band við Bjarta framtíð og Fram-
sóknarflokkinn um mögulegt
meirihlutasamstarf í bænum.
Meirihluti sjálfstæðismanna og
framsóknarmanna í Kópavogi hélt
velli í kosningunum en innan Sjálf-
stæðisflokksins vilja menn skoða
möguleika á samstarfi við aðra
flokka en Framsóknarflokkinn.
Báðir flokkarnir bættu við sig
fylgi í Kópavogi. Sjálfstæðisflokk-
urinn bætti við sig manni en fylgi-
saukning Framsóknarflokksins
dugði þó ekki fyrir öðrum bæjar-
fulltrúa.
Ef þessir flokkar mynda meiri-
hluta eru þeir með sex af ellefu
bæjarfulltrúum í bæjarstjórn.
Birkir Jón Jónsson, Framsókn-
arflokki, ítrekaði þá afstöðu sína í
samtali við Fréttablaðið í gær að
hann væri tilbúinn í áframhald-
andi samstarf með Sjálfstæðis-
flokki.
Björt framtíð fékk tvo bæjar-
fulltrúa kjörna í Kópavogi og ef
flokkurinn myndaði meirihluta
með Sjálfstæðisflokki ættu þessir
flokkar sjö bæjarfulltrúa af ellefu.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
leiddi lista Bjartrar framtíðar. Hún
segir að margir í Kópavogi hafi
verið orðnir þreyttir á þeirri póli-
tík sem hafi verið rekin í bænum
undanfarin ár.
„Við boðuðum meiri sátt og
meira samstarf og breytta orð-
ræðu í bæjarstjórn. Þetta fékk
hljómgrunn meðal kjósenda,“ segir
Theodóra og bætir við að flokkur-
inn hafi verið heiðarlegur og ein-
lægur í kosningabaráttunni.
Þriðji möguleikinn á meirihluta-
samstarfi í Kópvogi er Samfylking,
Framsóknarflokkur, Vinstri græn
og Björt framtíð. Slíkur meirihluti
væri með sex af ellefu í bæjar-
stjórn en þykir ólíklegur kostur.
Samfylkingin tapaði manni og er
nú með tvo í bæjarstjórn.
„Niðurstaðan er vonbrigði. Björt
framtíð tók töluvert mikið fylgi frá
okkur. Undir lok kosningabarátt-
unnar fóru Framsóknarflokkurinn
og Sjálfstæðisflokkurinn í mikil
yfirboð auk þess sem þeir auglýstu
mikið,“ segir Pétur Hrafn Sigurðs-
son, en hann leiddi lista Samfylk-
ingarinnar.
Næst besti flokkurinn þurrkað-
ist nánast út og tapaði sínum full-
trúa.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
verið í meirihluta í 24 ár utan 16
mánaða tímabils á síðasta kjör-
tímabili en þá mynduðu Samfylk-
ing, Næst besti flokkurinn, listi
Kópavogsbúa og Vinstri græn
meirihluta. Sá meirihluti sprakk
með hvelli. johanna@frettabladid.is
25%
NÝTT
afsláttur
af öllum styrkleikum
og pakkningastærðum
10,6
51,0
19,1
Sveitarstjórnarkosningar
Árborg
1 2 10
0
4,9
14,9
5
5 2 1
%
MEIRIHLUTI HELDUR
1
Bolungarvík
3
4
D Sjálfstæðisfl okkurinn
M Máttur meyja og manna
4
Vesturbyggð
D Sjálfstæðisfl okkurinn
4
7
Súðavíkurhreppur
3
H Hreppslisti
42L Lýðræðislistinn
Eyja- og Miklaholts-
hreppur
3
2
H Betri byggð
F Sveitin
Snæfellsbær
J Bæjarmálasamtök
33
Æ Björt framtíð
N Nýi listinn
D Sjálfstæðisfl okkurinn
44
Strandabyggð
E Strandamenn
1
F Óháðir
1
3
J Félagshyggjufólk
3
Grundarfjarðarbær
D Sjálfstæðisfl okkurinn
33
L Samstaða
44
Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta
sínum í kosningunum í Bolungarvík.
Skagafjörður
D Sjálfstæðisfl okkurinn
V Vinstri græn
11
1
K Skagafj arðarlistinn
22
B Framsóknarfl okkur
5 4
Framsóknarflokkurinn hlaut meirihluta
með fimm fulltrúa. Á síðasta kjörtíma-
bili unnu Vinstri græn og Framsóknar-
flokkurinn saman í meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur var einn í fram-
boði í Vesturbyggð og hélt því sínum
meirihluta. Ásthildur Sturludóttir
verður áfram bæjarstjóri.
Hreppslistinn er sigurvegari kosning-
anna í Súðavíkurhreppi. Kjörsókn var
88,19%.
Fulltrúar framboðsflokkanna tveggja
í Eyja- og Miklaholtshreppi röðuðust
til skiptis í sæti í kosningum.
D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut
meirihluta atkvæða í Snæfellsbæ
eða 46,09%.
J-listi félagshyggjufólks heldur
meirihluta sínum í hreppsnefnd
Strandabyggðar.
L-listi bæjarmálafélagsins Samstöðu
hlaut meirihluta atkvæða í Grundar-
fjarðarbæ.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2014
61,6%
38,4%
100%
61,6%
38,4%
56,6%
43,9%
46,0%
37,1%
43,9%
28,9%
27,2%
52,2%
47,8%
45,9%
26,7%
15,0%
12,8%
Húnavatnshreppur
A Listi framtíðar
4 4
E Nýtt afl
3 3
A-listi Framtíðar sigraði í kosning-
unum í Húnavatnshreppi með fjórum
mönnum. Mótframboðið, Nýtt afl, fékk
þrjá menn.
38,0%
62,0%
2
Húnaþing vestra
B Framsóknarfl okkur
3
4
E Nýtt afl
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs er
fallinn í Borgarbyggð.
59,1%
40,9%
Borgarbyggð
2
B Framsóknarfl okkur
3
2
S Samfylkingin
2
2
V Vinstri græn
1
3
D Sjálfstæðisfl okkurinn
3
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs er
fallinn í Borgarbyggð.
Blönduós
L Listi fólksins
J Umbótasinnaðir
4
3
4
Listi fólksins heldur meirihluta sínum
og öllum sínum fjórum bæjarfulltrúum.
49,0%
51,0%
22,6%
27,1%
34,6%
15,6%
10,4%
6,2%
4,0
15,2
2010:
Sveitarstjórnarkosningar
Kópavogur
11,8
0,8
%
5 0 1 0 01 2 2 0
4 2 2 11 11
39,3
9,6
MEIRIHLUTI
HELDUR
16,1
3,2
Framsóknar-
fl okkur
Sjálfstæðis-
fl okkur
SamfylkinginDögun Björt
framtíð
Listi Kópa-
vogsbúa
Vinstri
græn
PíratarNæst besti
fl okkurinn
Mýrdalshreppur
D Mýrdælingar
246,3%
B Framfarasinnar
43
53,5%
92% kjörsókn var í Mýrdalshreppi, en
þar búa 489 manns. B-listi Framfara-
sinna hlaut 53% atkvæða í kosning-
unum.
ÁRBORG Sjálfstæðisflokkurinn er
með hreinan meirihluta í Árborg
og heldur sínum fimm bæjar-
fulltrúum.
„Ég tel það gæfuspor fyrir íbúa
Árborgar að hafa valið okkur
áfram við stjórn,“ segir Gunn-
ar Egilsson, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins. „Við höfum unnið vel
saman í fjögur ár. Það heldur bara
áfram.“
Framsóknarflokkur og Samfylk-
ing halda einnig sínum mönnum í
bæjarstjórn. Eina breytingin frá
fyrra kjörtímabili er að VG miss-
ir sinn mann og Björt framtíð fær
einn bæjarfulltrúa.
„Við fundum snemma í barátt-
unni að það væri ekki mikill með-
byr og ekki mikill áhugi á félags-
hyggjuhugmyndum okkar,“ segir
Andrés Rúnar Ingason, oddviti
VG, og bætir við að klofningur í
flokknum í síðustu alþingiskosn-
ingum hafi mögulega haft áhrif á
gengið.
„Okkur vantaði svolítið félagana
sem tóku þátt í framboði Regn-
bogans. Við erum samt heilshugar
ákveðin í að halda áfram og safna
liði fyrir næstu kosningar.“ - ebg
Vinstri græn missa sinn mann úr bæjarstjórn og Björt framtíð kemur inn:
Meirihlutinn hélt velli í Árborg
KOSNINGAR 32 pólskir ríkisborgar-
ar buðu sig fram í sveitarstjórnar-
kosningunum. Aldrei fyrr hafa
svo margir Pólverjar verið í fram-
boði.
Á Suðurlandi voru sjö í fram-
boði, en á Norðvesturlandi bauð
aðeins einn Pólverji sig fram.
Hver sá sem búsetu hefur haft á
Íslandi í fimm ár eða lengur hefur
rétt til þess að bjóða sig fram eða
kjósa í lýðræðislegum kosningum
til sveitarstjórnar. Á tíunda þús-
und Pólverja býr á Íslandi. - kóh
Aldrei fleiri gefið kost á sér:
32 Pólverjar í
framboði
Þreifingar á milli
flokka í Kópavogi
Sjálfstæðismenn hafa haft samband við Bjarta framtíð og fleiri flokka um hugsan-
legt meirihlutasamstarf í Kópavogi. Framsókn segist enn vilja mynda meirihluta
með Sjálfstæðisflokki. Meirihluti þessara flokka hélt velli í kosningunum.
ÁRBORG