Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 16
2. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 16 ➜ Fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar var ofmetið að meðaltali um ríflega 3 prósentustig. Fylgi Pírata var einnig ofmetið í öllum könnunum. VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! KOSNINGAR Talsvert meiri munur var á úrslitum borgarstjórnar- kosninganna í Reykjavík og skoð- anakönnunum en í alþingiskosn- ingunum fyrir ári. Þetta fullyrðir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Fjögur fyrirtæki birtu kannanir síðustu tvo dagana fyrir kosning- arnar. Fylgi Sjálfstæðisflokks var að meðaltali vanmetið um 3,9 pró- sentustig og Framsóknarflokks um 3,6 prósentustig. Fylgi Samfylkingar og Bjartrar framtíðar var ofmetið að meðaltali um ríflega 3 prósentustig. Fylgi Pírata var einnig ofmetið í öllum könnunum. Grétar telur skekkjuna orsakast af því að ungt fólk hafi ekki skilað sér á kjörstað. „Kjósendur Pírata og Bjartrar framtíðar eru almennt yngri en kjósendur Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks.“ Grétar bætir við: „Skili unga fólkið sér ekki á kjörstað er hætta á skekkju í kö n nu nu m samanborið við niðurstöðu kosn- inga.“ Mestur munur var á könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands og niðurstöðunum í Reykjavík. Að meðaltali 3,9 prósent. Munur á niðurstöðum annarra kannana, þar á meðal Fréttablaðsins og Stöðvar 2, var um 2,5 prósent. Grétar segir ekki við könnun- arfyrirtækin að sakast. „Skoð- anakannanir kanna viðhorf þversniðs kjósenda. Ef stór- ir kjósendahópar greiða ekki atkvæði er hætta á að kannan- ir gefi ranga mynd.“ Kjörsókn í Reykjavík var 63 prósent og hefur ekki verið minni í áratugi. ingvar@frettabladid.is Dræm kjör- sókn skekkir niðurstöður Stjórnmálafræðiprófessor segir meiri mun á niður- stöðum kannana og kjörfylgi í Reykjavík en áður. Dræm kjörsókn ungs fólks sé líklegasta skýringin. GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON Sveitarstjórnarkosningar SKOÐANAKANNANIR % REYKJAVÍK „Það reyndu bara allir að leysa þetta mál, öll kjörstjórn- in og allir sem voru í Ráðhúsinu. Við vorum búin að fara í gegnum marga tugi kjördeilda þegar vill- an kom í ljós,“ segir Tómas Hrafn Sveinsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík, en innsláttarvilla úr einni kjördeild var ástæða þess að ekki var hægt að birta lokatölur í Reykjavíkurkjördæmi fyrr en klukkan að ganga átta í gærmorg- un. Tómas segir að talningin hafi í raun og veru gengið vel fyrir sig, henni hafi verið lokið klukk- an þrjú og stefnt hafi verið að því að birta lokatölur um klukk- an hálf fjögur. Tölurnar stemmdu hins vegar ekki, 40 atkvæðum var ofaukið og því þurfti að fara í gegnum öll gögn upp á nýtt. Aldrei var hins vegar um nein eiginleg atkvæði að ræða en ein kjördeildin hafði hreinlega slegið inn vitlausa tölu. Útsendingin klúðraðist einnig þegar Tómas reyndi öðru sinni að lesa upp atkvæðin úr Ráðhúsinu en þá þurfti hann þrjár tilraun- ir til að greina frá því hvernig atkvæðin féllu. „Það sem gerð- ist var að ég fékk vitlaust blað í hendurnar og byrjaði að lesa, en þá vantaði inn auðu seðlana. Þá fór allt í steik hjá RÚV og þeir klipptu á mig áður en ég náði að klára þó svo að ég væri með allt klárt. Ég þurfti því að koma aftur inn í þriðja skipti,“ segir Tómas, sem segist þó hafa náð að halda ró sinni þrátt fyrir alla dramatík- ina. „Svona reikningsskekkjur og innsláttarvillur geta alltaf komið upp, því miður. Það tók bara lang- an tíma að finna villuna í þetta skipti og svoleiðis er það bara.“ Athygli vakti einnig hversu miklar sveiflur voru í talningu atkvæða í Ráðhúsinu en Tómas segir einung- is tilviljun hafa ráðið því hvern- ig atkvæðin röðuðust. „Við velj- um bara kassa af handahófi og teljum. Talningin var því gerð nákvæmlega eins og áður hefur verið gert í þessum kosningum.“ kristjana@frettabladid.is Týndu atkvæðin í Ráðhúsinu ekki til Fótur og fit varð uppi í talningu atkvæða úr borgarstjórnarkosningunum þegar í ljós kom að 40 atkvæðum var ofaukið. Mikil leit hófst að týndu atkvæðunum en síðar kom í ljós að einungis var um innsláttarvillu frá einni kjördeildinni að ræða. ATKVÆÐIN KEYRÐ Í HÚS Töluvert verk var að koma atkvæðunum af kjörstöðum og niður í Ráðhús. Það reyndist þó enn meira verk að telja atkvæðin. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÁIR Á KJÖR- STAÐ Kjör- sókn hefur ekki verið verri í sveitar- stjórnarkosn- ingum hér á landi síðan 1950. 36,6 37,3 31,2 35,5 31,9 MMR Capacent Gallup/Ríkisútvarpið Fréttablaðið/Stöð 2 Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands/Morgunblaðið Kjörfylgi í Reykjavík Framsóknarfl okkur Sjálfstæðisfl okkur Björt framtíð 6,7 6,9 9,2 5,5 10,7 21,4 22,6 22,2 20,9 25,7 18,2 19,9 15,617,9 18,6 Samfylkingin Vinstri græn Píratar 7,9 6,1 10 5,8 8,3 6,3 9,2 7 5,9 7,5

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.