Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 17
Þegar fætur eru lokaðir ofan í skóm allan daginn þá kemur oft óæskileg lykt af skónum og fótunum. „Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvægt að hugsa vel um fæturna og einnig skóna. Scholl skó- og fótaspreyin halda fótum þínum og skónum ferskum allan daginn,“ segir Magðalena S. Kristjánsdóttir, vörumerkja stjóri hjá Halldóri Jóns- syni ehf. sem flytur inn Scholl-fóta- vörurnar. Svitakirtlar eru fleiri á fótunum en nokkurs staðar annars staðar í líkam- anum. Sviti er fullkomlega eðlilegur og nauðsynlegur til að halda húðinni mjúkri og sveigjanlegri og stjórna hitastigi fótanna. „Margir halda að sviti sé orsök þess að slæm lykt myndast á fótum og í skóm, en svo er ekki. Lyktin myndast þegar bakteríur fá að vaxa í skóm vegna hita og raka. Því er mikilvægt að leyfa fótunum að anda reglulega, klæðast sokkum úr nátt- úrulegum efnum og velja sér skó sem leyfa fótunum að anda.“ Scholl-vörurnar eru á 20% afslætti í apótekum út allan júní. FERSKIR FÆTUR HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Skó- og fótaspreyin frá Scholl sem koma í veg fyrir óæskilega lykt af skóm og fótum og halda þeim ferskum alla daga. GÓÐAR VÖRUR FRÁ SCHOLL Magðalena S. Kristjáns- dóttir hjá Halldóri Jóns- syni ehf. segir skó- og fótaspreyin frá Scholl halda fótunum og skónum ferskum allan daginn. MYND/VALLI SCHOLL SKÓSPREY – FERSKIR OG LYKTAR LAUSIR SKÓR Í 24 KLUKKKU- STUNDIR Skósprey sem eyðir óæskilegri lykt í skóm. Hentar fyrir allar tegundir af skóm og skilur ekki eftir leifar. Regluleg notkun hjálpar til við að vernda skó. Ferskir og lyktarlausir skór í 24 klukkustundir. SCHOLL-FÓTASPREY – FERSKIR, ÞURRIR OG ILMANDI FÆTUR Fótasprey sem eyðir óæskilegri lykt og heldur fótunum þurrum. Reglu- leg notkun kemur í veg fyrir að lykt komi aftur. Ferskir, þurrir og ilmandi fætur allan daginn. YLJA Í HLJÓMAHÖLLINNI Hljómsveitin Ylja heldur tónleika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ annað kvöld kl. 21. Einnig koma fram Snorri Helgason og hljómsveit ásamt tónlistar- manninum Lindy Vopnfjörð sem kemur frá Kan- ada. Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir eru í framvarðarsveit hljómsveitarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.