Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 1
KOSNINGAR Formlegar viðræður um myndun meirihluta fjögurra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefjast í dag. Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar, og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, áttu fund í gær og ákváðu að gang- ast fyrir meirihlutaviðræðum ásamt Vinstri grænum og Pírötum. Þessir flokkar hafa níu menn af fimmtán í borgarstjórn. Gengið er út frá því að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri ef samkomulag næst, en fram kom í umræðum odd- vita flokkanna á RÚV í gærkvöldi að S. Björn Blöndal sæktist ekki eftir borgarstjórastólnum. „Ég vil að allir fulltrúar vinni að sameiginlegri sýn og ég hef trú á að þessir fjórir flokkar finni hana,“ segir Dagur. Vonbrigði Bjartrar framtíðar Björn tekur undir orð Dags um vænlegt samstarf flokkanna fjög- urra þótt hann geti ekki leynt von- brigðum sínum með kosningaúrslit- in. Björt framtíð fékk eingöngu tvo borgarfulltrúa, en Besti flokkurinn fékk sex í síðustu kosningum. Sviptingar urðu í nokkrum stærstu sveitarfélögunum í kosning- unum á laugardag. Meirihluti Sam- fylkingar og VG í Hafnarfirði féll en í gær voru engar formlegar viðræð- ur hafnar um meirihlutasamstarf. Þar er Björt framtíð í lykilstöðu með tvo fulltrúa, en Sjálfstæðis- flokkurinn stærstur í bæjarstjórn með fimm menn. Sviptingar í stórum bæjum Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks velli. Sjálfstæðismenn hafa þó þreifað á samstarfi við aðra flokka, þótt framsóknarmenn vilji halda áfram í meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti L- listans en fulltrúar hans hafa hafið viðræður við Framsóknarflokk og Samfylkingu um meirihlutasam- starf. Í Reykjanesbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og hófust við- ræður um myndun meirihluta Frjáls afls, Beinnar leiðar og Sam- fylkingar í gær. Samfylkingin vann á og er stærsti flokkurinn í Reykjavík en tapaði fylgi víða annars staðar, þannig að fulltrúum flokksins í sveitarstjórn- um fækkar um sjö. Sjálfstæðisflokkurinn styrkti víða stöðu sína og fjölgar sveitar- stjórnarfulltrúum hans úr 117 í 120. Flokkurinn fékk nærri þrjá fjórðu atkvæða í Vestmannaeyjum, vann hreinan meirihluta í Mosfellsbæ og á Akranesi og hélt meirihluta í Árborg, Garðabæ og á Seltjarnar- nesi. Í Reykjavík fékk flokkurinn hins vegar sína verstu kosningu frá upphafi. VG tapaði víða fylgi og fækk- ar fulltrúum flokksins úr fjórtán í níu. Framsóknarflokkurinn vann sinn stærsta sigur í Reykjavík frá 1974 og bætir víða við sig, fer úr 45 mönnum í 49. Björt framtíð, sem býður nú fram til sveitarstjórnar í fyrsta sinn, fær ellefu fulltrúa kjörna á landinu. Píratar náðu hins vegar eingöngu inn manni í Reykjavík. - sjá síður 4 til 16 FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 18 Þ egar fætur eru lokaðir ofan í skóm allan daginn þá kemur oft óæskileg lykt af skónum og fótunum. „Til að koma í veg fyrir þetta er mikilvægt að hugsa vel um fæturna og einnig skóna. Scholl skó- og fótaspreyin halda fótum þínum og skónum ferskum allan daginn,“ segir Magðalena S. Kristjánsdóttir, vörumerkja stjóri hjá Halldóri Jóns-syni ehf. sem flytur inn Scholl-fóta-vörurnar FERSKIR FÆTUR HALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR Skó- og fótaspreyin frá Scholl sem koma í veg fyrir óæskilega lykt af skóm og fótum og halda þeim ferskum alla daga. GÓÐAR VÖRUR FRÁ SCHOLL Magðalena S. Kristjáns-dóttir hjá Halldóri Jóns-syni ehf. segir skó- og fótaspreyin frá Scholl halda fótunum og skónum ferskum allan daginn. MYND/VALLI SCHOLL-FÓTASPREY – FERSKIR, ÞURRIR OG ILMANDI FÆTUR Fótasprey sem eyðir óæskilegri lykt og heldur fótunum þurrum. Reglu-leg notkun kemur í veg fyrir að lykt komi aftur. Ferskir, þurrir og il d YLJA Í HLJÓMAHÖLLINNIHljómsveitin Ylja heldur tónleika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ annað kvöld kl. 21. Einnig koma fram Snorri Helgason og hljómsveit ásamt tónlistar- manninum Lindy Vopnfjörð sem kemur frá Kan- ada. Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir eru í framvarðarsveit hljómsveitarinnar.FASTEIGNIR.IS 2. JÚNÍ 2014 22. TBL. Glæsilegar nýjar íbúðir * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 Elín Viðarsdó r Lögg. fasteignasali Efstasund - 49,9m Leiðhamrar - 49,9m Skip möguleg á minni eign í sama hver (með bílskúr) 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 2. júní 2014 128. tölublað 14. árgangur Ég vil að allir full- trúar vinni saman að sameiginlegri sýn og ég hef trú á að þessir fjórir flokkar finni hana. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík SKOÐUN Guðmundur Andri skrifar um sigur Framsóknar í Reykjavík og mannréttindi. 19 LÍFIÐ Söngkonan Ásdís María Viðars- dóttir skemmtir með Snoop Dogg í júní. 30 SPORT Átján ára kylfingur bætti vallarmetið á Strandavelli á Hellu í gær. 27 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka HEFJA VIÐRÆÐUR Í DAG Oddvitar flokkanna fjögurra sem hyggjast mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hittust í fyrsta sinn eftir kosningarnar í sjónvarpsumræð- um á Stöð 2 í gærkvöldi. Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir ræddu saman á léttu nótunum áður en sest var niður í mynd- verinu að skeggræða kosningaúrslitin. Formlegar meirihlutaviðræður hefjast í dag. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM Fjórir flokkar ræða samstarf í Reykjavík Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata hafnar í Reykjavík. Nýir meirihlutar á Akureyri, í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Stjórnarflokkarnir vinna víða á. Björt framtíð með ellefu fulltrúa í sveitarstjórnum. Bolungarvík 7° NA 3 Akureyri 12° SA 4 Egilsstaðir 16° SSA 2 Kirkjubæjarkl. 11° SA 2 Reykjavík 11° SV 4 Hlýjast austast Í dag má búast við hægri suðlægri eða breytilegri átt. Nokkuð bjart NA- og A-til, annars skýjað og stöku skúrir. 4 Ótrúlegur bati Ævar Sveinn Sveinsson féll niður af fimm hæða húsi og lenti á báðum fótum á steinsteyptri stétt í vinnuslysi í febrúar. Hann hefur náð ótrúlegum bata og gengur nú óstuddur. 2 Meirihlutinn heldur í Garðabæ D-listinn vann stórsigur í Garðabæ en bæjarstjórinn náði ekki inn. 4 Konur í meirihluta Konur skipa í fyrsta skipti meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri. 6 Ný stjórn í Reykjanesbæ Tuttugu ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ er lokið. 10. STJÓRNMÁL Boðað hefur verið til fundar 11. júní næstkomandi þar sem vinna á að stofnun nýs stjórnmálaflokks undir heitinu Viðreisn. Stofnun flokksins hefur staðið til í nokkurn tíma, en um er að ræða frjálslyndan flokk á vegum Benedikts Jóhannes- sonar stærðfræðings og fleiri. Flokkurinn hefur meðal ann- ars á dagskrá að ljúka aðildar- viðræðum við ESB og greiða atkvæði um aðildarsamning. - bá Nýr stjórnmálaflokkur: Undirbúnings- fundur í júní

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.