Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.06.2014, Blaðsíða 34
2. júní 2014 MÁNUDAGURskoðun hAllDóR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FréttaStjóri: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is ritStjórnarFulltrúi: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is ViðSkipti: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is menning: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Dægurmál: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VíSir: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is ljóSmynDir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FramleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is útlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is útgáFuFélag: 365 miðlar ehf. StjórnarFormaður: Ingibjörg S. Pálmadóttir ForStjóri og útgáFuStjóri: Ari Edwald ritStjórar: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fRÁ DeGi til DAGs Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vax- andi á undanförnum árum. Mannkyn- inu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir mikl- ar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkja- gerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverk- fræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið í því að skipa þverfaglegan starfs- hóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhús- næði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þátt- um, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í hús- næðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjör- aðstæður geta skapast innandyra á stöð- um eins og baðherbergjum, þvottaher- bergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndun- ar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rann- sókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerð- ar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og laga- umhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfagleg- um grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar. Raki, mygla – meinsemd, meðul UMhveRfi Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra T vennt stendur upp úr sem alvarlegt umhugsunarefni eftir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Annars vegar er það hin litla kjörsókn. Hún er enn minni en fyrir fjórum árum og í Reykjavík minnkar hún um meira en tíu prósentustig. Þetta er til marks um áframhaldandi áhugaleysi og óþol almennings gagnvart pólitík. Í síðustu kosningum unnu Bezti flokkurinn og önnur ný framboð góða sigra. Í þetta sinn nær Björt framtíð fótfestu sums staðar, en aðeins broti af fylgi Bezta flokksins í Reykjavík. Niðurstaða Pírata er mun lakari en búizt var við. Jafnvel fólkið með nýju listana og nýju hugmyndirnar nær ekki að vekja áhuga stórs hluta kjósenda. Flokkarnir hljóta allir að þurfa að velta rækilega fyrir sér hvernig þeir nái betur til fólks, ekki sízt þeirra yngri. Hins vegar hlýtur fólk að staldra við þá staðreynd að Fram- sóknarflokkurinn meira en þrefaldaði fylgi sitt á nokkrum dögum í höfuðborginni og náði inn tveimur borgarfulltrúum með því að ala á ótta við útlendinga. Það er tilbúningur að moskumálið hafi fyrst og fremst snúizt um lóðaúthlutun; það sannaðist í umræðum á Stöð 2 þegar oddviti framsóknarmanna slengdi því fram að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þvinguðum hjónaböndum. Með þögninni lagði forysta Framsóknar blessun sína yfir þessa aðferð til að krækja í fylgi og ekki verður annað séð en að Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins sé hæstánægður með bæði aðferðina og útkomuna. Af því verður ekki dregin önnur ályktun en sú en að Framsóknarflokkurinn sé í leit sinni að fylgi kominn skrefinu lengra í átt að þeim þjóðernissinnaða lýð- skrumsflokki, sem ýmsir hafa talið að hann væri að verða. Þótt slík stefna skili fylgi, er spurning hvort henni fylgja áhrif til lengri tíma. Í mörgum nágrannalöndunum hafa flokkar af þessu tagi þótt nánast ósnertanlegir og aðrir forðazt að vinna með þeim. Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins velti því til dæmis upp hvað þögn forsætisráðherrans um moskuútspilið þýddi fyrir stjórnarsamstarfið. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir frjálslyndari sjálfstæðismenn. Sjálfstæðisflokkurinn vann víða góða sigra en hans versta útkoma frá upphafi í Reykjavík dregur niður fylgið á landsvísu. Innbyrðis átök í flokknum skýra þá útkomu að miklu leyti. Fylgið tók augljóslega dýfu eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gleymdi kosn- ingaloforðum sínum og ákvað að fylgja Framsóknarflokknum í því að ætla að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fleira þvældist fyrir flokknum í borginni; úrslit prófkjörs sem ekki endurspegluðu breiddina í flokknum og kosningabarátta þar sem sömu mistök voru gerð; að fela stefnumálin og fólkið sem helzt höfðaði til kjósenda á miðjunni. Á lokasprettinum lýstu gamlir leiðtogar flokksins í Reykjavík frati á baráttu hans og stefnu en tóku upp hanzkann fyrir Framsókn og fyrrverandi borgarstjóri útmálaði aðdáun sína á flokki Marine Le Pen í Frakklandi. Það er ekki hægt að útiloka að hægra megin við miðju stjórn- málanna dragi sumir þá ályktun af kosningunum að til að vekja áhuga kjósenda sé bezt að höfða til lægstu hvata þeirra og ótta við hið óþekkta. Þá er íslenzk pólitík komin á hættulega braut. Umhugsunarverð úrslit sveitarstjórnarkosninga: Áhugaleysi og lýðskrum Gamli og nýi Dagur Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar, var frægur fyrir að svara í löngu og loðnu máli þegar hann var spurður að einhverju. Í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær viðurkenndi hann að í kosningabaráttunni hefði honum verið bent á að hann væri farinn að tala í frösum. Hann hefði því sett sér það markmið að breyta þessu. Menn veittu því athygli að eftir því sem leið á kosn- ingabaráttuna var Dagur orðinn fremur stuttorður og gagnorður. Í sjónvarps- þætti korter í kosningar talaði hann sjálfur um að þar væri nýi Dagur að svara en ekki gamli Dagur. ekki stjórntækur Umræddur Dagur var landsföður- legur þegar hann kom í þáttinn Stóru málin á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar var farið yfir úrslit kosninganna og kosningabaráttan gerð upp. Afstaða Framsóknarflokksins til moskubygg- ingar í Reykjavík og innflytjenda var til umræðu. Dagur kom því skýrt og snarpt til skila að hann efaðist um að Framsóknarflokkurinn væri stjórntækur, hvort sem er í borginni eða á landsvísu. Flokkurinn yrði að skýra betur afstöðu sína í þessum málum. stjórnmálamenn axli ábyrgð Stjórnmálamenn og -fræðingar keppast við að finna skýringar á dræmri kosningaþátttöku almenn- ings. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er fyrrverandi borgarstjóri auk þess að vera gall- harður talsmaður samræðustjórn- mála. Hún var gestur í þættinum Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem þessi mál voru til umræðu. Hún sagði að nýir tímar kölluðu á breyttar aðferðir stjórnmálamanna við að ná til al- mennings. Hanna Birna sagði stjórn- málamenn verða að axla sinn hluta af ábyrgðinni á lélegri kjörsókn. johanna@frettabladid.is ➜ Mannkyninu hefur ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.