Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 70

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 70
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar „Ég var þvílíkt stressuð til að byrja með en fannst svo ekkert mál að spjalla við hann. Ég mun aldrei gleyma því þegar hann stoppaði mig, sneri sér við, benti á mig og sagði „good acting“. Ekki leiðinlegt að fá svona hrós frá Bretaprinsinum!“ segir Steinunn Halla McQueen, íslenskur leik- listarnemi í Stratford-Upon-Avon, fæðingarbæ Shakespeares, en hún sýndi verk eftir skáldið ódauðlega fyrir framan Karl Bretaprins í vikunni. „Við settum saman útdrætti úr Henry IV. Við vorum fjór- tán saman að setja þetta upp ásamt leikstjóranum Chris White sem hefur unnið mikið með The Royal Shakespeare Company. Við vorum stór hópur og lékum mismunandi hlutverk. Ég lék Lady Percy og einnig nokkur minni hlutverk,“ útskýrir Steinunn. „Þetta byrjaði með því að það var verið að fara að setja upp stutta sýningu í The House Of Parliament í samvinnu við The Royal Shakespeare Company. Þetta var í tilefni 450 ára afmæli Shake- speares. Við sýnd- u m s v o fyrir fullum sal af breskum þingmönnum. Það var mögnuð upplifun og sýningin gekk svo vel að The Royal Shakespeare Company vildi að við sýndum oftar,“ segir Steinunn, en stuttu síðar fékk hópurinn tölvupóst um að meðlimir konungsfjölskyldunn- ar vildu sjá sýninguna. „Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. Þetta var alveg mögnuð reynsla og hann var vinalegur. Hann spjallaði heillengi við mig og Kate, vinkonu mína sem tók líka þátt í uppsetn- ingunni, um skólann okkar og sýn- inguna.“ Steinunn Halla er 21 árs gömul og er að klára fyrsta árið sitt í skólanum um þessar mundir. „Ég tók mér árshlé frá skóla eftir að ég útskrifaðist úr menntaskóla og flutti til Englands, aðallega til að finna mér vinnu og bæta mig í ensku áður en ég fór í áheyrnar- prufur fyrir skóla hérna úti.“ Steinunn stefnir á frekara nám í leiklist. „Ég er á biðlista hjá leik- listarskólanum East 15. Svo er aldrei að vita – mig langar að reyna fyrir mér í leiklistinni hérna úti. En ég vil líka hafa allar dyr opnar og væri alveg til í að reyna fyrir mér í leiklistinni á Íslandi. Eftir að hafa farið mikið í leikhús hérna úti og séð marga magnaða leikhópa þá er það eiginlega draumurinn – að stofna leikhóp og ferðast um allan heim.“ olof@frettabladid.is Hrósað af Bretaprins Steinunn Halla McQueen, leiklistarnemi í Englandi, sýndi Shakespeare fyrir framan Karl Bretaprins og fl eiri meðlimi konungsfj ölskyldunnar í vikunni. BAKSVIÐS Steinunn Halla (til hægri) ásamt Kate vinkonu sinni. MYND/ÚR EINKASAFNI Það var ekki fyrr en einhverju síðar sem okkur var tilkynnt að um væri að ræða Karl Bretaprins – og þá var okkur kennt að heilsa honum og ávarpa eftir reglunum. MAÐUR 1 Heyrðu. Nú erum við í þessum bransa að reka laxveiðiár. Það er soldið vont stigma í kringum þetta. Þegar fólk heyrir minnst á laxveiðiár hugsar það bara um ofdekraða karla í jakkafötum. MAÐUR 2 Rétt hjá þér kallinn minn. Við þurfum að gera eitthvað í þessu. Breyta þessari ímynd. Við þurfum einhverja hug- mynd ASAP. MAÐUR 1 Ef við bara gætum fundið ein- hvern sem myndi þiggja ókeypis boð í lax- veiðiána okkar. Það væri svo mikill heiður. Nú er ég bara að hugsa upphátt en draumur- inn væri náttúrulega að finna einhvern veru- lega valdamikinn karlmann sem bæði væri erfingi stórkostlegra auðæfa sem urðu meðal annars til vegna umdeildrar einkavæðing- ar og væri líka giftur inn í stórauðuga fjöl- skyldu sem cash-aði út milljörðum með snjöllum viðskiptum rétt fyrir hrun ásamt því að vera formaður úrsérgeng- ins stjórnmálaflokks sem stofnaður var utan um þjóðfélagslegt viðskipta- módel sem er ekki lengur til en er í dag meira að einbeita sér að hreinni sérhagsmunagæslu og hræðsluáróðri gagnvart fólki frá Mið-Austurlöndum. MAÐUR 2 Góð hugmynd. Ég get varla ímyndað mér neitt sem almenningur elskar meira. En væri ekki enn betra að henda þessum bitlingi á einhvern Stjörnunagla úr Garðarbæ sem hefur instant valdatengingu við fjármál ríkisins og skuldsett stórfyrir- tæki og er þar að auki erfðaprins einnar auðugustu og valdamestu fjölskyldu Íslands á 20. öld? Það er ekkert sem gerir fiskana jafn spaka og þegar það er alvöru kolkrabbi á bakkanum. Am I right? MAÐUR 1 Jú. Það væri draumur. Bara ef svona menn væru til. Það væri of gott til að vera satt. Það er náttúrulega ekkert sem steinliggur jafn vel hjá almenningi og þegar valdamiklir og ríkir menn fá eitt- hvað ókeypis sem ekki er á færi almenn- ings. MAÐUR 2 Já. Það myndi bæta ímyndar- vandann. MAÐUR 1 Þetta var góður hugmynda- fundur. Hvort viltu núna halda áfram að drekka rafgeymasýru eða að við ríðum apa og kveikjum í okkur? MAÐUR 2: Apann. Alltaf apann. Samtal á fundi SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas 30.000 GESTIR! STÓRKOSTLEGASTA ÁSTARSAGA ÁRATUGARINS -ENTERTAINMENT WEEKLY BYGGÐ Á METSÖLUBÓKINNI SKRIFAÐ Í STJÖRNURNAR FÁRSJÚK ÁSTARSAGA FAULT IN OUR STARS FAULT IN OUR STARS LÚXUS MILLION WAYS TO DIE . . . TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL X-MEN 3D X-MEN 3D LÚXUS X-MEN 2D VONARSTRÆTI VONARSTRÆTI LÚXUS LÁSI LÖGGUBÍLL KL. 5 - 8 - 10.40 KL. 5 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 KL. 8 - 10.45 KL. 10.45 KL. 5 KL. 5.20 - 8 - 10.30 KL. 8 KL. 3.20 FAULT IN OUR STARS TÖFRALANDIÐ OZ 2D ÍSL. TAL VONARSTRÆTI THE AMAZING SPIDERMAN 2 2D THE OTHER WOMAN HARRÝ OG HEIMIR Miðasala á: Kauptu miða á X-Men með 15.000 GESTIR! KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.45 KL. 6 - 8 - 9 - 10.40 KL. 10.30 KL. 8 KL. 6 FAULT IN OUR STARS 8, 10:40 MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 10:30 VONARSTRÆTI 5:20, 8, 10:20 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 6 L.K.G - MBL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EMPIRE VARIETY TOTAL FILM BIOGAGNRYNI VALDIMARS ROGEREBERT.COM HOLLYWOOD REPORTER NEW YORK DAILY NEWS ANGELINA JOLIE OG ELLE FANNING EKKI TRÚA ÆVINTÝRINUVINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.