Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 78

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 78
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 62 „Við sjáum um framleiðsluna hér heima ásamt vinkonu okkar, Dóru Lenu Christians, því það er sumt sem ekki er hægt að sinna frá öðru landi. Þegar tökuliðið og erlendu framleiðendurnir koma til landsins þá verðum við með þeim á setti og fylgjum þeim þar til þau fara aftur út,“ segir Unnsteinn Garðarsson, einn af stofnendum íslenska fram- leiðslufyrirtækisins New Age Ice- landic Films, en fyrirtækið sér um framleiðslu þýskra raunveruleika- þátta sem bera nafnið Offline. Ásamt Unnsteini eiga þeir Ásþór Aron Þorgrímsson og Gunnar Gunnarsson einnig hlut í fyrirtæk- inu. Stjórnandi þáttarins er Palina Rojinski en hún er þekkt í heima- landi sínu. „Hún er þekkt í Þýska- landi sem leikkona, DJ, bloggari og partídrottning eins og henni er lýst,“ bætir Unnsteinn við. Hann segist lítið mega tjá sig um þáttinn að svo stöddu. „Þetta er fyrsta serían af þessum þýska raun- veruleikaþætti, það er það eina sem við getum sagt í bili. Tökur fara fram hér á landi um miðjan júní- mánuð.“ Þeir félagar eru einnig með tækjaleigu með búnaði sem ætl- aður er til framleiðslu kvikmynda. „Við erum búnir að vera í því að koma tækjaleigunni okkar, Indie Rental í gang undanfarið. Við fjárfestum í tækja- búnaði sem er hugsað- ur meira fyrir verkefni með minna fjármagn þar sem mikill niður- skurður er til kvik- myndageirans hér- lendis. Með því að taka þetta þýska verkefni að okkur getum við fjárfest í aukn- um búnaði,“ útskýrir Unnsteinn. Fyrir skömmu vann fyrirtækið tónlistarmyndband fyrir íslensku hljómsveitina Benny Crespo’s gang. - glp Framleiða þýskan raunveruleikaþátt New Age Icelandic Films framleiðir þætti með þýskri partídrottningu. ÞEKKT Í ÞÝSKALANDI Palina Rojinski stýrir þýska raunveruleikaþættinum sem New Age Icelandic Films sér um framleiðslu á. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert sem ljósmyndari og ég var hálfpartinn með tárin í augun- um allan tímann, mér fannst þetta svo mikill heiður,“ segir ljósmynd- arinn Saga Sigurðardóttir en hún var einn tíu ljósmyndara sem fengu boð um að taka þátt í samsýningu á vegum hins virta ljósmyndafyrir- tækis Leica. Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli sínu í ár og opnaði af því tilefni nýjar höfuðstöðvar í Wetzlar í Þýskalandi í síðustu viku. „Leica hafði samband við mig síðasta haust og bauð mér að vera partur af sýningu sem kölluð er 10 x 10 en þar voru tíu ljósmynd- arar fengnir til þess að starfa með tíu Leica-meisturum. Ég starfaði til dæmis með Jeanloup Sieff en hann er franskur tísku-, landslags- og portrettljósmyndari sem starf- aði mikið á sjöunda áratugnum í París. Myndatakan mín átti því að tengjast honum,“ segir Saga, en hún fékk íslensku fyrirsæturnar Tinnu Bergsdóttir, Ingu Eiríksdóttur og Sif Ágústsdóttur til liðs við sig. „Það sem við Jeanloup eigum sameigin- legt er að við förum bæði óhefð- bundnar leiðir í myndbyggingu. Hann notaði oft gleiðar linsur og myndir inn í mynd, lék sér með sam- spil ljóss og skugga og vann einn- ig mikið með landslagið. Ég náði að sameina alla þessa þætti og notaði bæði íslenska náttúru, meðal ann- ars frá Þingvöllum og Þórshöfn, og svo stúdíómyndir af fyrirsætunum.“ Saga segir að mörg þúsund manns hafi sótt opnunarhátíðina en hún stóð yfir í þrjá daga. „Leica er virt- asta fyrirtæki í heimi í þessum bransa og fyrir mig að fá að sýna þarna með heimsþekktum ljósmynd- urum er þvílíkur heiður og á eftir að opna enn fleiri dyr fyrir mér sem ljósmyndari,“ segir Saga. Allir ljós- myndararnir sem tóku þátt í verk- efninu fengu Leica M-myndavél að gjöf með áletruðu nafni hvers og eins. Saga er nú í sumarfríi á Íslandi en er annars á kafi í verkefnum. „Ég var að skjóta herferð fyrir Smára- lind og er að undirbúa samsýn- ingu í Foam Gallery í Amsterdam nú í sumar. Svo er stefnan að halda sýningu á myndunum mínum hér á Íslandi í haust.“ kristjana@frettabladid.is Mikil viðurkenning Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir fékk boð um að taka þátt í samsýningu á vegum ljósmyndafyrirtækisins Leica en fyrirtækið er eitt það allra virtasta á sviði ljósmyndunar. Saga segir samstarfi ð koma til með að opna enn fl eiri dyr. „Æfingarnar eru búnar að ganga mjög vel og mér líst alveg ofboðs- lega vel á Latabæ,“ segir hinn fimm- tán ára Brynjar Dagur Albertsson, sigurvegari hæfileikakepninnar Ísland Got Talent sem sýnd var á Stöð 2 í vetur. Brynjar Dagur er nú kominn á samning hjá Þjóðleikhús- inu en hann fer með hlutverk í sýn- ingunni um Latabæ sem frumsýnd verður í haust. „Við sáum Brynjar eins og hálf þjóðin vinna Talentinn og þá hugsuðum við bara með okkur hvernig við gætum mögulega nælt í þennan dreng,“ segir leikstjóri Lata- bæjar, Rúnar Freyr Gíslason, um hinn hæfileikaríka Brynjar. „Nú er hann byrjaður að svitna á dansæf- ingum hjá Stellu Rósenkranz og það er klárt að fólk fær að sjá meira frá honum en það sá í Ísland Got Tal- ent.“ Brynjar Dagur segir lífið í atvinnuleikhúsinu stórskemmti- legt. „Þetta er aðeins öðru vísi en ég bjóst við, meira fjölskyldulíf og töluvert skemmtilegra. Ég gæti vel hugsað mér að starfa í leikhúsi í framtíðinni.“ Brynjar Dagur hlaut 10 milljón- ir króna í verðlaunafé þegar hann vann hæfileikakeppnina. Er hann nokkuð búinn að eyða öllum pening- unum? „Nei, alls ekki. Ég er búinn að kaupa mér nokkra hluti, Play- Station 4 og einhver föt en annars verð ég að passa mig að eyða þessu ekki öllu saman,“ segir Brynjar Dagur hress að lokum. - ka Líst rosalega vel á lífi ð í Latabæ Sigurvegari Ísland Got Talent, dansarinn Brynjar Dagur Albertsson, leikur í fyrsta sinn á sviði atvinnu- leikhúss en hann fer með hlutverk í Latabæ sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu næsta haust. HLAKKAR TIL Brynjar Dagur er spennt- ur fyrir haustinu en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur í atvinnumanna- leikhúsi. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert sem ljósmyndari og ég var hálfpartinn með tárin í augun- um allan tímann, mér fannst þetta svo mikill heiður. „Þetta er svo einfalt, ég elska hreint Nóa Síríus rjómasúkkulaði. Eftir að hafa hlaupið 200 kílómetra á átta vikum hef ég kannski borðað aðeins meira af því en ég á skilið.“ Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona UPPÁHALDSNAMMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.