Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 32

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 32
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 32TÍMAMÓT „Tangóheimurinn er opinn öllum, bæði einstaklingum og pörum,“ segir Rut Ríkey Tryggvadóttir, einn skipuleggjenda fyrstu alþjóð- legu Sólstöðu tangó-hátíðarinnar á Íslandi sem fram fer dagana 5.-8. júní. Hátíðin er haldin á Northen Light Inn í Svartsengi í Grinda- vík á vegum Tangó- ævintýrafélagsins í samstarfi við Helen „La Vikinga“ Hall- dórsdóttur, tangó- kennara og tangóskó- hönnuð. „Við erum dugleg að brydda upp á nýjungum á hverju tangóballi og erum með nýtt þema hverju sinni. Stór partur af tangónum er að klæða sig upp og draga sig út úr hversdags- leikanum,“ segir Rut Ríkey. Nafn hátíðarinnar vísar í bjartar nætur á Íslandi og bendir Rut á að Sólstöðutangóhátíðin sé einnig ákveð- in landkynning fyrir erlenda aðila sem koma hingað til að dansa og njóta landsins og náttúrunnar í leiðinni. „Fólk sem kynnist tangódansinum ferðast gjarnan til að hitta aðra og því finnst okkur gaman að geta blandað þessu saman að vera með Sólstöðu- hátíðina til að kynna Ísland og laða erlenda dansara að.“ Tónlistarfólk- ið Juanjo Passo bandoneonleikari og Hedda Heiskanen fiðluleikari munu opna hátíðina með sérstökum tónlist- arflutningi úti í hrauninu í Grindavík undir miðnætti í kvöld ásamt sópran- söngkonunni Svanlaugu Jóhannsdótt- ur. Í kvöld, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld verða svokölluð Milongur eða tangóböll en hátíðarball- ið verður haldið á laugardagskvöldið í Salthúsinu í Grindavík. Hægt er að skoða dagskrána á heimasíðu Tangó- ævintýrafélagsins, tangoadventure. com. marinmanda@frettabladid.is Fyrsta Sólstöðutangóhátíðin Tangóævintýrafélagið heldur tangódanshátíð með þekktum erlendum gestakennurum. RUT RÍKEY TRYGGVADÓTTIR TANGÓ FYRIR ALLA Þegar fólk dansar tangó gleymir það stað og stund. „Þetta gekk alveg glæsilega,“ segir Guðmundur Sigurðs- son, formaður félagsins Íslenskir eldsmiðir, sem var stofnað fyrir fimm árum. Íslenskir eldsmiðir héldu eld smíðahátíð og eldsmíðamót í samstarfi við Safnasvæðið á Akranesi í Smiðjunni á Akra- nesi um síðustu helgi. Boðið var upp á byrjenda námskeið í eldsmíði, fyrirlestra og sýningar á handverki. „Það var reytingur af fólki allan tímann. Það rigndi svo- lítið en fólk lét það ekki stoppa sig,“ segir Guðmundur um aðsóknina. Einn af fyrirlesurunum var bandarískur eldsmið- ur sem fór yfir damaskus-aðferðina. „Þetta er svipuð aðferð og er notuð við gerð samúræja sverða. Hann fór yfir hvernig maður kveikir saman mismunandi stál í munsturstál til að gera svoleiðis sverð eða hnífa. Það var nú ekki búið til neitt samúræja sverð en það var búinn til hnífur með damaskus- munstri,“ segir Guðmundur. „Stálið er mis-kolvetnaríkt. Þegar það er sett í sýru vinnur hún mismunandi á stálinu og þannig kemur munstrið fram.“ Á hátíðinni voru einnig smíðuð hnífsblöð eða eldstál úr járni sem hafði verið bakað í átta klukkustundir í hólki sem var fylltur með kolum og beinamjöli. Aðferðin hefur mikið verið notuð við að búa til þjalir. Einnig bjó Daníel Kristjáns- son frá Þingeyri til hníf úr togaravír. Alls tóku tólf eldsmiðir þátt í Íslandsmeistaramótinu en á annan tug manna sótti námskeið fyrir byrjendur sem var haldið á fimmtudags- og föstudagsmorgni. Beate Storme, norsk listakona og bóndi sem býr í Krist- nesi í Eyjafirði, bar sigur úr býtum. „Þetta er í annað skipti sem við keppum á Íslandsmeistaramóti. Hún var í barneignum síðast, þannig að við sluppum,“ segir Guðmundur og hlær en Beate er mjög fær á sínu sviði. „Hún hefur unnið meira við þetta en við hinir.“ freyr@frettabladid.is Kenndi Íslendingum smíði samúræjasverða Íslandsmótið í eldsmíði var haldið í annað sinn í Görðum á Akranesi um síðustu helgi. Bandarískur eldsmiður kenndi Íslendingum allt um damaskus-aðferðina. AÐ STÖRFUM Bandaríski fyrirlesarinn kenndi Íslendingum hvernig á að beita damaskus- aðferðinni. MYND/ÞÓRARINN JÓNSSON HNÍFUR ÚR TOGARAVÍR Hnífurinn sem Daníel Kristjánsson bjó til úr togaravír. MYND/ÞÓRARINN JÓNSSON Robert Kennedy, öldungadeildarþing- maður og bróðir hins myrta forseta Johns F. Kennedy, var skotinn á Ambassador-hótelinu í Los Angeles þennan dag árið 1968, eða fyrir 46 árum. Hann lést daginn eftir. Skotárásin átti sér stað stuttu eftir að Kennedy hélt þrumandi sigurræðu yfir stuðningsmönnum sínum en hann hafði þá unnið áfangasigur í forkosningum í Kaliforníuríki. Kennedy var á leið út um bakdyr á hótelinu þegar hinn 22 ára palestínski Sirhan Sirhan vatt sér upp að honum með upprúllað kosninga plakat þar sem hann faldi byssu sína. Hann var aðeins í nokkurra skrefa fjarlægð þegar hann skaut nokkrum skotum að Kennedy, sem var 42 ára. Sirhan var yfir- bugaður en þá höfðu fimm manns særst. Sirhan játaði verknaðinn við réttarhöld og var dæmdur til dauða. Dómurinn var aftur- kallaður árið 1972 og hefur Sirhan setið í fangelsi síðan. ÞETTA GERÐIST: 5. JÚNÍ 1968 Robert Kennedy myrtur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR ÓLAFSSON frá Grænumýri á Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi þriðjudagsins 3. júní. Ólafur Ásgeirsson Eirný Ásgeirsdóttir Ingibjörg Ásgeirsdóttir Magnús Ásgeirsson Sigríður Jóna Jónsdóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR BENEDIKT BENEDIKTSSON Blöndubakka 7, Reykjavík, lést laugardaginn 31. maí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Starfsfólk líknardeildar fær sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Útförin mun fara fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. júní klukkan 15.00. Jóhanna Pétursdóttir og fjölskylda Guðlaug Erla Gunnarsdóttir Birgir Óli Einarsson Gunnar Oddgeir Birgisson Þórunn Hvönn Birgisdóttir Þökkum öllum sem sendu okkur hlýjar kveðjur vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR THORLACIUS. Örnólfur Thorlacius Rannveig Tryggvadóttir Kristín Rannveig Thorlacius Kristín Bjarnadóttir Hallveig Thorlacius Ragnar Arnalds Kristján Thorlacius Ásdís Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GERÐUR HJALTALÍN Efstasundi 24, 104 Reykjavík, lést mánudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Langholtskirkju, föstudaginn 6. júní, kl. 15.00. Vilberg Sigtryggsson Stefán Vilbergsson Salka Rún Sigurðardóttir María Vilbergsdóttir Þorgeir Sigurðsson Sigurbjörg Vilbergsdóttir Skúli Hilmarsson og barnabörn. Dóttir okkar, systir, mágkona og móðursystir, SOLVEIG THORLACIUS lést sunnudaginn 1. júní á líknardeild LHS. Hún verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 13. júní kl. 13.00. Ásdís Kristinsdóttir Kristján Thorlacius Áslaug Thorlacius Finnur Arnar Sigrún Thorlacius Pálmi Jónasson Sigríður Thorlacius Hera, Salvör, Ásdís, Kristján, Auður, Hallgerður, Helga, Kristín og Áslaug. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra SVAVARS GUÐNA GUÐNASONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á taugalækningadeild B2 og þeirra sem í minningu hans hafa styrkt börnin hans. Brynhildur Dögg Guðmundsdóttir Karen Dögg, Alexander Guðni og Elvar Breki Guðni B. Svavarsson Kristín G. Ólafsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson Elvira Viktorsdóttir Elín H. Guðnadóttir Stefán Einarsson María B. Guðnadóttir Elín Ósk Guðmundsdóttir Kristján Karl Kolbeinsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.