Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 64
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48
6
@Mar6cio
3. júní
Hvernig getur
þáttur sem byrjar
á því að börn fá
nýjan hvolp endað
svona? #GoT
#Game-
OfThro-
nes
Dina Meyer
@DinaMeyer
4. júní
Stundum, #Game-
OfThrones … þið gerið
mig … grrrrrr … arg …
Jiminn, í alvöru! Látið
ekki svona! #Spilliengu
:) sjáumst í næstu viku!
Awesomely
Luvvie
@Luvvie
4. júní
Það eru tveir dagar
liðnir. Af hverju er ég
enn bálreið yfir því
sem gerðist á síðustu
tveimur mínútunum í
#GameOfThrones?
Geraldine Quinn
@geraldinequinn
4. júní
Þið sem byrjuðuð
líka að tala eins og
Inigo Montoya yfir
síðasta atriðinu í
seríu fjögur þætti 8
af #GameOfThrones,
viðurkennið það.
Ser Pounce
@Ser_Pounce
3. júní
Núna veistu að
raunverulega ástæðan
fyrir því að vinir
þínir létu þig horfa á
#GameOfThrones er
því þeir héldu að það
væri sanngjarnt að þú
myndir kveljast líka.
Aðdáendum þáttanna Game of
Thrones var heldur betur brugðið yfir
síðasta þætti sem sýndur var á Stöð
2 á mánudagskvöldið. Í þættinum
barðist Hafþór Júlíus Björnsson, sem
leikur Fjallið, við The Viper og var
senan heldur betur hrottafengin.
Kassmerkið #GameOfThro-
nes fór í framhaldinu á
flug yfir þessu svakalega
atriði.
TREND Á TWITTER
Grínleikkona ársins:
Sarah Hyland
Glamour-fyrirmynd ársins:
Dame Helen Mirren
Sérstök ritstjóraverðlaun:
Taylor Schilling
Alþjóðleg sjónvarpsleikkona ársins:
Emily VanCamp
Frumkvöðull ársins:
Alexa Chung
Íþróttakona ársins:
Christine Ohuruogu
Útvarpskona ársins:
Fearne Cotton
Kvikmyndagerðarkona:
Lake Bell
DRAMATÍSKT ÚTLIT Leik- og söngkonan Paloma
Faith klæddist vígalegum kjól frá Nicholas
Oakwell Couture.
BLÓMARÓS Game of Thrones-stjarnan Natalie
Dormer var í fallegum kjól frá Matthew Williamson.
GYLLT GYÐJA Modern Family-skvísan Sarah
Hyland var í fallegum Gucci-kjól.
TÍSKUDÍVA Ofurfyrirsætan
Naomi Campbell í Alexander
McQueen.
ÆÐISLEG AMANDA Sjónvarps-
stjarnan Amanda Holden ljómaði.
HIPPALEG Sharon Osbourne í sumarlegum síðkjól.
Framúrskarandi
konur heiðraðar
Hin árlega Glamour Women of the Year-verðlaunahátíð var
haldin í London á þriðjudag. Verðlaunin hafa verið afh ent
árlega síðan árið 2003 og eru konur úr ýmsum áttum, allt frá
vísindum til skemmtanabransans, heiðraðar.
➜ Helstu sigurvegarar
SENUÞJÓFUR
Leikarinn Samuel L.
Jackson splæsti í
rándýr jakkaföt.
Uppfærsla á forritinu Instagram,
Instagram 6.0, var kynnt til
sögunnar í vikunni. Í uppfærslunni
býður Instagram upp á níu nýjar
myndabrellur þar sem notendur
geta lagfært myndir sínar og fegrað
á hátt sem ekki hefur sést áður í
forritinu.
Þá geta notendur einnig stillt
birtustig, mettun, skugga, hlý-
leika og fleira á myndum. Þá hefur
Instagram einnig auðveldað mynd-
bandaupptöku og -deilingu.
Helstu nýjungar:
Vignette: dekkir brúnir myndar-
innar
Birta: lýsir eða dekkir myndina
Hlýleiki: litum breytt í hlýja appel-
sínugula tóna eða svalari bláa tóna
Skuggar: birta myndarinnar er
stillt samkvæmt dökku svæðum
myndarinnar
Með þessum nýjungum virðast for-
svarsmenn Instagram vera að reyna
að halda notendum sínum inni
í forritinu í staðinn fyrir að taka
myndir þar og breyta þeim í öðrum
forritum á markaðinum.
Staðreyndir um Instagram:
■ Forritið var hannað af Kevin
Systrom og Mike Krieger og kom
fyrst á markað í október árið 2010
■ Í desember árið 2010 voru
notendur milljón talsins
■ Frá og með 9. september í
fyrra voru notendur rúmlega 150
milljónir
■ Instagram komst á lista Time
í fyrra yfir fimmtíu bestu forritin
fyrir Android-síma
- lkg
Ný útgáfa
af Instagram
Slagsmálasena Hafþórs Júlíusar
vekur sterk viðbrögð
LÍFIÐ