Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 42

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 42
KYNNING − AUGLÝSINGReiðhjól & öryggi FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 20144 HJÁLMURINN ÞARF AÐ VERA RÉTT STILLTUR Það skiptir miklu máli að reiðhjóla- hjálmar passi og að þeir séu rétt festir á höfuðið til að þeir gegni hlutverki sínu. Þegar hjálmurinn er stilltur þarf að setja hann beint niður á höfuðið. Hjálmurinn má ekki halla aftur á höfðinu þá er ekki hægt að stilla hann rétt. Byrjað er á því að stilla aftara bandið en það á að vera slétt. Aftara band hjálmsins á að koma aftan við eyrað og fremra bandið framan við eyrað og mynda V utan um það. Aftara bandið tengist því fremra með spennu en spennan á að sitja beint fyrir neðan kjálka- liðinn. Bandið undir hökunni á að falla það þétt að, að einungis er hægt að koma einum fingri á milli. Það á ekki að herðast að. Betra er að hafa spennuna aðeins til hliðar til að koma í veg fyrir að hún klemmist í húðina þegar henni er lokað. Að lokum þarf að kanna hvort hjálmurinn sitji ekki örugglega þétt að höfðinu. Það er prófað með því að taka utan um hjálminn og hreyfa höfuð þess sem hjálmurinn er á fram og aftur og til hliðar. Hjálmurinn má ekki færast til nema um nokkra millimetra. Ef hann er lausari en það, þarf að fara yfir allar stillingar að nýju. Einnig þarf að hafa í huga að líftími hjálma er um það bil fimm ár frá framleiðsludegi. ÖLL HJÓLREIÐAMÓT Á EINUM STAÐ Hjólreiðamönnum fjölgar ört hér á landi. Samhliða því fjölgar þeim sem taka þátt í alls kyns hjólreiðamótum og eru þau all- nokkur fram undan. Vefurinn hjolamot.is var hann- aður til að færa alla starfsemi í kringum mótshald í íslenskum keppnishjólreiðum á einn stað. Vefurinn samhæfir keppnisdag- skrá allra félaga sem eru aðilar að ÍSÍ og heldur utan um keppnir, úrslit, keppendur og aðra töl- fræði tengda keppnum á Íslandi. Einnig er að finna á vefnum fréttir um keppnir og keppnis- hald, óháð hjólreiðafélögum eða einstaklingum. ÖRUGGUR AKSTUR RAFHJÓLA OG VESPA Rafvespur eru hannaðar fyrir allt að 25 km hraða og flokkaðar sem reiðhjól samkvæmt umferðar- lögum en þyngd þeirra getur verið allt að 60 kg. Höggþungi við árekstur getur því orðið mikill þegar við þyngd rafvespunnar bætist þyngd öku- manns. Bannað er að reiða farþega á rafvespu þótt sæti sé fyrir farþega. Þó má sá sem orðinn er 15 ára reiða barn yngra en sjö ára í sérstöku öryggis- sæti. Rafvespur og rafknúin reiðhjól eru nánast hljóðlaus. Nota skal hljóðmerki til að vara aðra við. Ökumenn eiga alltaf að vera með hjálm. Bannað er að vera á akbraut en heimilt að vera á gangstétt, gangstígum, hjóla- og reið- stígum. Gangandi vegfarendur hafa forgang á stígum samkvæmt umferðarlögum. Mjög varasamt er að aka rafvespum og raf- knúnum reiðhjólum í hálku. Rafvespur eru ekki leikföng og geta valdið alvarlegum slysum og tjóni. Heimild: www.sjova.is 24” Alissa vnr. 912952 39.999 28” Areal vnr. 889780 79.999 28” Arena vnr. 889781 79.999 24” Rocky vnr. 912953 39.999 A llt v ö ru úr va lið e r fá an le g t í S m ár al in d , S ke ifu nn i, K rin g lu nn i o g H o lta g ö rð um . M in na ú rv al í ö ð ru m v er sl un um . *F rí he im se nd in g g ild ir á hö fu ð b o rg ar sv æ ð in u þ eg ar p an ta ð e r í v ef ve rs lu n. ** F rí yfi rf er ð o g á st an d sk o ð un á re ið hj ó lu m e in u si nn i i nn an á rs fr á ka up um h já v ið ur ke nn d um fa g að ila . 29” Grip vnr. 912954 99.999 FLOTTIR HJ ÁLMAR Í FULLORÐIN S- OG BARNASTÆ RÐUM Hjálmur 6.999 EXTRA LÉT T „HARDTAIL“ HÁGÆÐA ÁLSTELL 26” Phantom vnr. 889784 59.999 GÆÐAHJÓL Á GÓÐU VERÐI CROSS hjólin eru nútímalega hönnuð og framleidd í Evrópu undir ströngu gæðaeftirliti. FRÍ YFIRFERÐ & ÁSTANDSSKOÐUN** ÞJÓNUSTA & GÆÐI FRÍ HEIMSEND ING* 26” Montana vnr. 889779 49.999 MUNDU EFT IR HJÁLMINUM ! SLÖNGUR Á GÓÐU VERÐI 899kr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.