Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 66

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 66
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 50 Hátíðarstemning hjá Hönnunarsjóði Það var rífandi stemning hjá Hönnunarsjóði þegar önnur úthlutun úr sjóðnum fór fram. Alls fengu þrettán verkefni styrki úr sjóðnum, samtals 17,5 milljónir króna. Bóas Kristjánsson fatahönnuður hlaut hæsta styrkinn, tvær og hálfa milljón króna, fyrir kynningu á vörumerki sínu á alþjóðavettvangi. Fjöldi fólks kom saman í húsnæði Hönnunarsjóðs við Vonar stræti og skálaði í tilefni dagsins. GLÆSILEGAR Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir. Fréttablaðið/Andri Marinó SKÁLUÐU Egill Egilsson, Auður Ösp Guðmunds- dóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. BROSMILDAR Guðný Hafsteinsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir og Katrín Valgerður Karlsdóttir. STILLTU SÉR UPP Brynhildur Pálsdóttir og Helga Haraldsdóttir. SUMARLEGAR Ástríður Magnúsdóttir, Ólöf Jakobína Ernudóttir og Guðbjörg Káradóttir. SKEMMTILEGT TEITI Margrét Bóasdóttir og Halla Helgadóttir. FLOTTIR Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Greipur Gíslason. Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og kærasti hennar, Scott Disick, eiga von á sínu þriðja barni samkvæmt heimildum tíma- ritsins Us Weekly. „Hún er aðeins komin nokkra mánuði á leið,“ segir heimildar- maður tímaritsins. Annar bætir við að barnið hafi verið planað. Kourtney og Scott eiga fyrir soninn Mason, 4 ára og dótturina Penelope, 23ja mánaða. Kourtney grínaðist einmitt með það í þætt- inum Keeping Up With the Kar- dashians árið 2012 að hún væri hætt að nota getnaðarvarnir. „Ég þarf að sjá hvernig þetta verður með tvö börn en lífið snýst um að eignast börn. Ég ætla ekki á pilluna. Ég trúi ekki á hana lengur.“ Þriðji heimildarmaður Us Weekly segir að von sé á nýjasta fjölskyldumeðlimnum í desember. - lkg Von á þriðja barninu Kourtney Kardashian og Scott Disick fj ölga sér. ÞRJÁR SYSTUR Kourtney er systir Khloe og Kim Kardashian. La Toya Jackson, systir tónlistar- mannsins heitna Michaels Jackson og söngkonunnar Janet Jackson, er búin að trúlofast kærasta sínum og viðskiptafélaga, Jeffré Phillips. „Ég var ekki snögg að segja já,“ segir La Toya í samtali við tímarit- ið People, sem birtir einnig mynd af trúlofunarhringnum. Jeffré bað La Toyu er þau voru í fríi á Havaí þar sem þau gæddu sér á uppáhaldsmat hennar, kjúk- lingasúpu. Jeffré faldi síðan trúlof- unarhringinn í eftirréttinum. „Þetta var mikið áfall. Við erum bestu vinir og höfum verið við- skiptafélagar í langan tíma,“ bætir La Toya við. - lkg La Toya trúlofuð Jackson-systirin gengur bráðum í það heilaga. ÁSTFANGIN La Toya er himinlifandi með ráðahaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.