Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 2
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 LANDBÚNAÐUR „Þetta er með allra lélegasta móti,“ segir Einar H. Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, um netaveiðina á laxi í Þjórsá það sem af er sumri. Að sögn Einars er fjöldi veiddra laxa nú aðeins um þriðjungur þess sem hann var á sama tíma í fyrra. „Á móti kemur reyndar að þetta er talsvert af vænum fiski,“ segir hann. Í fyrra var meðalvigt Þjórsár- laxanna á Urriðafossi tæplega fimm pund. Nú segir Einar að meðalþyngdin sé nær sjö eða jafn- vel átta pundum. „Ég er að fá þó nokkuð af boltafiski upp í fimm- tán, sextán pund,“ segir hann. Lax sem kominn er yfir tíu pund hefur yfirleitt verið tvö ár í sjó. Fiskur sem verið hefur eitt ár í sjó, smálaxinn, skilar sér oft síðar. Margfalt minna hefur verið af honum nú en í fyrra. „En það er lax að koma á hverjum degi,“ segir Einar sem útlokar ekki að eitthvað rætist úr sumarveiðinni áður en upp er staðið. Einar reyndi fyrir sér í fyrra með útflutning á ferskum Þjórsár- laxi með flugi til Englands. Hann segir það ekki hafa gengið nógu vel. „Það er ekki nægjanlega hátt verð ytra miðað við fyrirhöfnina og kostnaðinn. Og einmitt þegar það er svo mikil eftirspurn hér innanlands eins og er í dag er frá- leitt að það borgi sig,“ segir Einar sem aðspurður kveðst engar skýr- ingar hafa á þessari niðursveiflu. „Það eru bara sveiflur upp og niður eins og í öðru. Það hefur eng- inn skýringar á misjöfnu árferði í laxinum. Ef ég hefði þær væri ég ríkur því þá væri ég búinn að selja þær skýringar út um allan heim.“ En það eru ekki bara dræm- ar laxagöngur sem eru að stríða bændum við Þjórsá. Einar segir heyskapartíðina á Suðvestur- landi hafa verið gríðarlega erfiða, menn hafi náð litlum heyjum enn sem komið er og tún séu við það að verða úr sér sprottin. „Það er eigin lega það sem maður er sár- astur yfir. Það eru bara sífelldar rigningar.“ gar@frettabladid.is Laxveiði netabænda í Þjórsá mjög dræm Einar H. Haraldsson, bóndi á Urriðafossi, segir netaveiði á laxi aðeins þriðjung þess sem hún var á sama tíma í fyrra. Á móti komi þó að meðalþyngdin er mun meiri nú. Hann kveðst engar skýringar hafa á þessari miklu sveiflu frekar en aðrir. EINAR H. HARALDSSON Bjart var yfir laxveiðinni hjá bóndanum á Urriðafossi þegar Fréttablaðið heimsótti hann um miðjan júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég er að fá þó nokkuð af boltafiski upp í fimmtán, sextán pund. Einar H. Haraldsson, bóndi á Urriðafossi STJÓRNMÁL Nefnd um endurskoðun á lögum um fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fjárfestingum á Íslandi hefur skilað tillögum til innanríkisráðu- neytisins. „Nefndin er búin að skila hugmyndum að breytingum sem er verið að fara yfir hér og því er ekki lokið,“ segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkis- ráðuneytisins. Ríkisstjórnin samþykkti endurskoðun laganna í byrjun september í fyrra að til- lögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra. „Markmið endurskoðunar yrði meðal annars að tryggja að skýr lög og reglur gildi á þessu sviði. Mikilvægt er að treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og tryggja að ákvarðanir tengdar þeim byggist á skýrum almenn- um reglum en ekki á undanþáguákvæð- um eða ívilnunum,“ sagði um starf nefnd- arinnar á vef ráðuneytisins. Tillögur nefndarinnar hafa ekki verið gerðar opinberar. „Menn vilja ekki láta tillögurnar uppi alveg í bili,“ segir Jóhannes sem kveður næsta feril máls- ins sér ekki alveg ljósan en að það skýrist væntanlega fyrir helgi. - gar Breytingar á lögum um fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum komnar úr nefnd: Innanríkisráðuneytið skoðar tillögurnar HANNA BIRNA KRISTJÁNS- DÓTTIR Ríkisstjórnin samþykkti fyrir tíu mánuðum tillögu innan- ríkisráðherra um að endur- skoða lög um fjárfestingar útlendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN BANASLYS Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar, sem lést í rússíbana- slysi í skemmtigarðinum Terra Mítica, hefur sent frá sér yfirlýs- ingu. Í yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að Andri Freyr hafi setið aftast í rússíbananum Inferno með vini sínum og yngri systur. Í lok ferðar, í fimmtán metra hæð, gáfu sig öll öryggistæki fyrir sætið og féll hann úr tækinu. Í tækinu var norskur læknir sem veitti fyrstu hjálp ásamt starfsfólki garðsins. Beðið var eftir sjúkrabíl í 20-25 mínútur og lést Andri Freyr í bíln- um á meðan hann var enn inni á svæðinu. Fjölskyldan biður fjölmiðla um að gæta þess hvernig fréttir eru settar fram þar sem það hjálpi ekki systkinum og aðstandendum að lesa rangar fréttir af málinu. Að lokum vill fjölskyldan koma þakklæti til allra sem hafa sýnt samhug og þeirra sem hafa greitt götu þeirra, sér í lagi starfsfólks WOW air og fulltrúa hjá félagi hús- eigenda á Spáni. - ebg Fjölskylda piltsins sem lést í rússíbanaslysi sendi frá sér yfirlýsingu: Biður fjölmiðla um að gæta sín RÚSSÍBANI Andri Freyr Sveinsson féll úr rússíbananum Inferno í skemmtigarðinum Terra Mítica. MYND/HRÖNN HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar eru næsthamingjusamasta Evrópu- þjóðin samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survay. Ham- ingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun. Dóra Guðrún Guðmundsdótt- ir, sviðsstjóri hjá landlæknis- embættinu, segir að eftir hrun hafi dregið úr hamingju margra Íslendinga vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af því að ná ekki endum saman. Hamingja barna og unglinga hafi þó aukist, meðal annars vegna fleiri samverustunda með foreldrum. - ih Ný rannsókn á hamingju: Aftur orðin hamingjusöm SAMFÉLAGSMÁL Tæplega eitt þúsund erindi bárust Leigjenda- aðstoðinni fyrstu sex mánuði ársins en það er 35 prósenta aukning frá síðasta ári. Ekki aðeins leigjendur nýta sér þjónustuna en þó í miklum meirihluta, eða 957 tilvikum. Aðrir hafa einnig samband, á borð við fjölmiðla, fyrirtæki og opinbera aðila. Fleiri konur en karlar höfðu samband eða í 589 tilvikum. Mest er spurt um ástand og við- hald eignar en álitaefnin eru þó af öllu tagi. - nej Meirihluti erinda frá konum: Fleiri leigjendur báðu um hjálp REYKJAVÍK Þrjú skemmtiferðaskip komu að höfn á Skarfabakka í fyrra- dag. Öll skipin eru mjög stór og voru farþegarnir samtals sjö þúsund sem stigu í land á Skarfabakka. Valentínus Ólafsson, hafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, segir að þessi fjöldi farþega sé með því meira sem hefur komið í höfn með skemmtiferðaskipum á einum degi. Alls eru skipulagðar 89 heimsóknir skemmtiferðaskipa til lands- ins yfir helsta ferðamannatímann og rúmlega hundrað þúsund ferða- mönnum til landsins með skemmtiferðaskipum, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári. - ebg Um sjö þúsund farþegar til Reykjavíkur á einum degi: Ansi þétt skipað á Skarfabakka ÞRJÚ SKIP Nóg var um að vera á Skarfabakka á mánudaginn þegar þrjú skip lögðu að bryggju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jóhannes Haukur, runnu á þig tvær grímur? Nei, ég kom alveg af fjöllum. Jóhannes Haukur Hauksson, einn af fjórum eigendum Grímsstaða á Fjöllum, hyggst skoða tilboð í jörðina frá kaupendum á EES- svæðinu eftir að Nubo fékk ekki undanþágu. SPURNING DAGSINS Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 3 brennarar úr ryðfríu stáli Opið laugardaga til kl. 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.