Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 4
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HITI BREYTIST LÍTIÐ Í dag kemur lægð upp að suðvesturströndinni, þá hvessir af suðvestri og lægðinni fylgir vaxandi úrkoma. Horfur eru á töluverðri rigningu S- og V-til sídegis um tíma. Á morgun lægir heldur og léttir til síðdegis eða annað kvöld. 10° 3 m/s 10° 10 m/s 13° 6 m/s 12° 11 m/s 5-13 m/s en lægir og léttir til er líður á daginn. 3- 8 m/s, hvassast á annesjum NV-til. Gildistími korta er um hádegi 27° 32° 27° 21° 19° 24° 14° 26° 26° 25° 19° 28° 27° 34° 23° 23° 26° 20° 11° 2 m/s 12° 6 m/s 17° 3 m/s 14° 2 m/s 13° 3 m/s 13° 6 m/s 7° 5 m/s 14° 14° 10° 10° 11° 12° 14° 13° 13° 12° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN SAMGÖNGUR Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur að kaup íslenskra stjórn- valda á flugmiðum á grundvelli rammasamninga við Icelandair feli ekki í sér ríkisaðstoð í skilningi EES-samningsins. ESA hefur haft málið til athugunar í kjölfar kvört- unar sem barst stofnuninni árið 2012 frá Iceland Express sem varð síðar hluti af WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi Wow air, segir að málið hafi lítið með Wow air að gera. „Hins vegar er allt í lagi að benda á að íslenska ríkið hefur ekki boðið út þessi innkaup. Þau fara því fram utan samninga þrátt fyrir að kæru- nefnd útboðsmála hafi staðfest að útboðsskylda sé til staðar,“ segir hún. Gera megi ráð fyrir að það sé nærri milljarður sem fari í farmiða- kaup ríkisins og þau séu nær öll við Icelandair. „Ef þessum viðskiptum væri beint til WOW air myndi það spara ríkinu hundruð milljóna,“ segir Svanhvít. ESA segir að stofnanir og fyrir- tæki í meirihlutaeigu ríkisins hafi keypt á grundvelli rammasamn- inganna flugmiða af Icelandair þegar þess var þörf. Ekki verði annað séð en að rammasamning- ar íslenska ríkisins við Icelandair hafi verið eðlilegir viðskiptagern- ingar á markaðsforsendum sem fólu ekki í sér ívilnun til handa Icelandair. Þar af leiðandi hafi umræddir samningar ekki falið í sér ríkisaðstoð. - jme ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að kaup ríkisins á flugmiðum hjá Icelandair feli ekki í sér ríkisaðstoð: Telur að ríkið kaupi farmiða fyrir milljarð EKKI STYRKUR Eftirlitsstofnun EFTA telur að ríkinu sé heimilt að kaupa flug- miða af Icelandair. Kaupin flokkist ekki sem styrkur. STJÓRNMÁL „Við höfum sjálfsagt flest talið að þar sem við búum í rótgrónu lýðræðisríki þá væri kosningalöggjöfin í góðu lagi. Ábendingar ÖSE gefa hins vegar til kynna að það þurfi að laga ýmislegt,“ segir Guðmundur Stein- grímsson sem á sæti í Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofn- unar Evrópu. Guðmundur segir mikilvægt að hlusta á þessar ábendingar. Fulltrúar frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE komu hingað til lands til að fylgj- ast með alþingiskosningunum 2009 og gerðu athugasemdir við fram- kvæmd kosninganna. Fulltrúar ÖSE komu aftur í fyrra og ítrek- uðu fyrri athugasemdir. Stjórnvöld hafa ekki enn gert nauðsynlegar stjórnarskrár- eða lagabreytingar til að koma til móts við athugsemdirnar. Í svari Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðs- sonar, VG, um hvað stjórnvöld hafi aðhafst kemur fram að tvær nefndir hafi verið skipaðar. Ann- ars vegar stjórnarskrárnefnd þar sem sæti eiga fulltrúar allra flokka. Ýmis ákvæði stjórnar- skrárinnar fjalla um framkvæmd kosninga og til að koma til móts við athugasemdir ÖSE þarf að breyta stjórnarskránni. Þá hefur forseti Alþingis skipað nefnd fulltrúa innanríkisráðuneyt- isins, landskjörstjórnar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og á hún að endurskoða ýmis ákvæði laga sem snúa að framkvæmd kosninga. Ein helsta athugasemd ÖSE varðar jöfnun atkvæðisréttar en til að jafna hann þarf að breyta stjórnarskrá. Innanríkisráðherra segir að gert sé ráð fyrir að stjórn- arskrárnefnd taki þetta atriði til skoðunar. „Miðað við hvernig fór fyrir stjórnarskrármálinu á síðasta kjörtímabili þá er maður ekki sér- lega bjartsýnn á að þessu verði breytt. Það náðist þó að gera þær breytingar að það er hægt að breyta stjórnarskránni á kjörtíma- bilinu með þjóðaratkvæði,“ segir Guðmundur. Aðrar athugasemd- ir ÖSE varða meðal annars eftir- lit með kosningum, endurskoðun á rétti framboða til aðgengis að RÚV, utankjörfundaratkvæða- greiðslur og ýmislegt fleira. „Sem lýðræðisríki eigum við að fara í það af krafti að laga það sem þarf að laga,“ segir Guðmundur. johanna@frettabladid.is Athugasemdir ÖSE enn til skoðunar Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofa ÖSE hefur í tvígang gert athugasemdir við framkvæmd kosninga hér á landi. Alvarlegasta athugasemdin varðar jöfnun at- kvæðisréttar. Innanríkisráðherra segir að stjórnarskrárnefnd eigi að skoða málið. FYLGST MEÐ Fulltrúar ÖSE fylgjast með á kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI Marel þarf að greiða 3,3 milljónir króna í sekt til Fjár- málaeftirlitsins (FME) vegna brota á lögum um verðbréfavið- skipti. Ástæðan er sú að Marel til- kynnti ekki tafarlaust um for- stjóraskipti þegar ljóst varð að Theo Hoen hætti sem forstjóri Marels og Árni Oddur Þórðarson tæki við. Í frétt á vef FME segir að fyr- irtækið hafi gripið til ráðstafana til að stuðla að því að atvik sem þetta eigi sér ekki stað á ný. - jhh Hefur gripið til ráðstafana: Marel greiðir 3,3 milljóna sekt HJÁ MAREL Árni Oddur Þórðarson, for- stjóri fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 980 fóstureyðingar voru framkvæmdar á Ís- landi árið 2012. Þar af voru 735 fóstureyðingar framkvæmdar fyrir níundu viku. TRÚMÁL Sóknarprestur í Selja- kirkju verður kosinn þann 16. ágúst næstkomandi. Þrír umsækj- endur sóttu um stöðuna. Það eru þeir Ólafur Jóhann Borgþórsson, núverandi prestur í kirkjunni, Fritz Már Berndsen Jörgensson guðfræðingur og séra Hans Mark- ús Hafsteinsson Isaksen. Hjördís Stefánsdóttir, formaður kjörstjórn- ar, segir að kosningarnar verði auglýstar næstu daga. Kosning- arnar munu fara fram í safnaðar- heimili kirkjunnar. Utankjörfund- aratkvæðagreiðsla mun hefjast 5. ágúst. Kosningarnar eru haldnar að frumkvæði sóknarbarna í Selja- sókn en tæplega helmingur þeirra krafðist kosninganna. -jhh Þrír sóttu um stöðu prests: Sóknarprestur kosinn í ágúst SELJAKIRKJA Prestkosningar fara fram í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN VIÐSKIPTI Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Hún tekur einnig sæti í framkvæmdastjórn bank- ans. - hg Nýr framkvæmdastjóri: Elín ráðin til að stýra VÍB TIL VÍB Elín tekur við starfinu af Stef- áni Sigurðssyni sem nýlega var ráðinn forstjóri Vodafone. MYND/VÍB SVÍÞJÓÐ Húseigandi í Botkyrka sunnan við Stokkhólm í Svíþjóð var óánægður með endurbætur á baðherberginu í húsi sínu. Hann rændi þess vegna og misþyrmdi iðnaðarmanninum og fékk aðstoð annars manns til þess. Húseigandinn og aðstoðarmaður- inn hafa nú verið dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir gróft ofbeldi og mannrán. Báðir neita sakargiftum. Framburður iðnaðarmannsins þótti hins vegar trúverðugur auk þess sem blóð fannst á vettvangi í húsi árásarmannsins. - ibs Óánægja með baðherbergið: Misþyrmdi iðnaðarmanni Á vegum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, er starfrækt sérstök stofnun sem fylgist með kosningum og gerir úttekt á framkvæmd þeirra og lagaumhverfi. Á sjötta tug ríkja í Evrópu og Norður-Ameríku eiga aðild að ÖSE. Fyrst eftir að ÖSE var stofnað 1975 var kosningaeftirliti einkum beint að kosningum í löndum þar sem grunur eða vissa um kosningasvindl var til staðar. Undanfarin ár hefur ÖSE fylgst með kosningum í ríkjum þar sem ekki leikur grunur á kosningasvindli. Í þeim löndum er lögð áhersla á að gera úttekt á kosningakerfinu í heild og kortleggja þau. Settar eru fram athugsemdir um atriði sem betur mega fara á grundvelli reglna um góða kosningaframkvæmd sem Feneyjanefndin setti fram 2002 og annarra al- þjóðlegra samþykkta. Úttekt á kosningakerfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.