Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 8
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BRUNI Gert er ráð fyrir að um fimm hundruð íbúðir rísi í Skeifunni á næstu fimmtán árum, samkvæmt aðalskipulagi til ársins 2013. Hjálmar Sveinsson, formað- ur umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjavík, segir hugsanlegt að bruninn á sunnudaginn verði til þess að flýta skipulagsvinnunni. „Ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni, að allt er rifið sem fyrir er, heldur að það sem er byggt nýtt verði prjónað inn í það sem fyrir er,“ segir Hjálmar. Í dag er helmingur lands í Skeif- unni lagt undir bílastæði og segir Hjálmar landið henta vel fyrir blandaða byggð og atvinnuhúsnæði. Þannig gæti risið glæsilegt hverfi í Skeifunni í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. „Hér er blómlegur bisness og þetta þarf að vera þannig að allir muni í einhverjum skilningi græða á þeirri uppbyggingu sem fer fram,“ segir Hjálmar. - hmp/-ebg ORKUMÁL Nokkurrar óánægju gætir meðal sveitarstjórnarmanna á landinu með hugmyndir iðnaðar- ráðherra um ný raforkulög sem tak- marka skipulagsvald sveitarfélaga. Í frumvarpinu verður með ýtar- legum hætti kveðið á um hvernig standa skuli að gerð áætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raf- orku. Ágreiningurinn snýr aðallega að c-lið níundu greinar sem segir að sveitarfélögum beri að endur- skoða aðalskipulag eigi síðar en innan fjögurra ára frá samþykktri kerfisáætlun og samræma skipulag vegna verkefna. Einnig ber sveitar- félögum að tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra verk- efna sem eru á staðfestri þriggja ára áætlun. Bergur Álfþórsson er formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Voga. Sveitarfélagið Vogar hefur staðið í ströngu vegna hugmynda um lagn- ingu háspennulína í sveitar félaginu vegna hugsanlegrar atvinnuupp- byggingar í Helguvík. „Það er morgunljóst að sérhver sveitar- stjórnarmaður getur ekki verið ánægður ef skipulagsvaldið er af honum tekið eða sett undir ein- hverjar stofnanir úti í bæ. Sveitar- félögin hljóta að stýra því hvernig þau skipuleggja eða framkvæma í sínu landi,“ segir Bergur. Ný Blöndulína hefur verið á teikniborðinu lengi og hefur for- stjóri Landsnets sagt sveitarfélögin hafa dregið lappirnar í skipulags- vinnu sinni. Guðmundur Baldvin Guðmunds- son er formaður bæjarráðs Akur- eyrar. Hann tekur í sama streng og Bergur. „Við erum aðeins byrj- aðir að horfa á þetta. Fljótt á litið er verið að færa valdið frá sveitar- félögunum, við getum horft á þetta þannig. Það er mjög mikilvægt að minni sveitarfélögin átti sig einnig á þessum breytingum. Stefán Vagn Stefánsson, formað- ur byggðaráðs Skagafjarðar, telur ríkis valdið vera komið inn á var- Það hefur verið vilji okkar að skipulags- valdið sé í höndum sveitarfélaga og það hefur ekkert breyst. Stefán Vagn Stefánsson , formaður byggðaráðs Skagafjarðar Ég tel mikilvægt að þetta verði ekki eins og gert hefur verið víða í borginni, að allt er rifið sem fyrir er. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Sveitarstjórnarmenn segjast sviptir valdi Sveitarstjórnarmenn eru hræddir um að iðnaðarráðherra sé að takmarka skipu- lagsvald sveitarfélaga þegar kemur að lagningu nýrra raflína í landi þeirra. Þeir eru óánægðir með nýtt frumvarp um raforkulög. GUÐMUNDUR BALDVIN GUÐMUNDSSON formaður bæjar- ráðs Akureyrar BERGUR ÁLFÞÓRSSON formaður bæjarráðs Voga hugaverðar brautir. „Það hefur verið vilji okkar að skipulagsvaldið sé í höndum sveitarfélaga og það hefur ekkert breyst. Mér finnst þetta við fyrstu sýn vera svolítið skrýtið og vega að skipulagsvaldinu.“ Stefán Vagn veltir vöngum um hvort þessi lagasetning geti haft fordæmisgildi gagnvart öðrum sviðum grunnkerf- isins. „Megum við eiga von á því að þetta geti haft þau áhrif að aðrir þættir er varða skipulagsvald sveit- arfélaganna séu einnig í hættu?“ sveinn@frettabladid.is Hjálmar Sveinsson segir glæsilegt hverfi geta risið í Skeifunni: Ný tækifæri til uppbyggingar BOLUNGARVÍK Valdimar Lúðvík Gíslason, íbúi í Bolungarvík og fyrrverandi bæjarfulltrúi, hefur viðurkennt að standa á bak við skemmdar verk á 105 ára gömlu, friðuðu húsi í Bolungarvík aðfara- nótt mánudags. Ástæðuna segir Valdimar vera þá að húsið sé gríðarleg slysagildra. Hann segist hafa varað við hættunni og ekkert hafi verið hlustað á hann. Því hafi hann gripið til neyðarréttar. „Þarna er gríðarleg hætta og það er ekki langt síðan lá við stórslysi. Þá var gamall maður að krækja þarna fram hjá vörubíl, eins og allir þurfa að gera því húsið stendur einn metra út í götu. Vörubíllinn bakkaði svo utan í hann,“ segir Valdimar en vill ekkert segja um hvers konar tæki hann hafi notað til að skemma húsið og segir það sitt leyndarmál. „Ég er gerandinn og ábyrgur að öllu leyti. Það var ég sem eyðilagði húsið í þeim tilgangi að verja fólk hér í Bolungarvík fyrir slysum og örkumlum og jafnvel dauða. Það var minn tilgangur.“ - skó/- ebg Segist hafa gripið til neyðarréttar þegar hann eyðilagði gamalt hús: Vildi verja íbúa Bolungarvíkur GREIP TIL NEYÐARRÉTTAR Valdimar Lúðvík Gíslason segir stjórnsýsluna ljúga til um friðun hússins. MYND/BB.IS Á laugardag kemur í ljós í HM stofunni á RÚV hver hlýtur árituðu Pelé treyjuna sem verið hefur á uppboði undanfarnar vikur á vegum Bláa naglans, til stuðnings rannsóknum á ristilkrabbameini. Viltu bjóða í Pelé? Nú er hæsta boð orðið 300.000 kr. Kynntu þér málið á Facebook síðu Bláa naglans; www.facebook.com/blainaglinn. Lokað fyrir tilboð kl. 15, 11. júlí. Tilboð sendist á blainaglinn@blainaglinn.is. Viltu bjóða í Pelé? Verð: 63,5 millj. Engimýri 132 1 0 Garðabær Lágmúla 4 www.miklaborg.is Fallegt 230 fm tveggja hæða einbýlishús Tvöfaldur bílskúr og gott bílaplan Gróinn og fallegur garður með sólstofu Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu Nánari upplýsingar veita Davíð Jónsson, sölufulltrúi david@miklaborg.is sími: 697 3080 Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Save the Children á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.