Fréttablaðið - 10.07.2014, Qupperneq 10
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
SJÁVARÚTVEGUR „Öðruvísi mér
áður brá,“ segir Skjöldur Pálma-
son, framleiðslustjóri Odda á Pat-
reksfirði, en nú er svo komið að
sjómenn fá orðið skömm í hattinn
ef mikið af aflanum er stórþorskur
en ekki er langt síðan slíkt þótti
hinn mesti happafengur.
„Þeir eru farnir að krossa fing-
ur og vona að minni fiskurinn fáist
til að taka áður en sá stóri bítur á,“
segir hann.
Guðbergur Rúnarsson, hjá Sam-
tökum fiskvinnslustöðva, segir að
fyrir nokkrum árum hafi þorskur-
inn verið mun minni. „Og markað-
urinn er bara búinn að stilla sig
inn á það,“ segir hann. Stórþorsk-
urinn er því orðinn erfiður viður-
eignar, til dæmis í pakkningar- og
skömmtunarkerfum hjá dreifing-
araðilum og verslunum.
Einnig segir Guðbergur að stór
þorskur sé óhentug eining fyrir
flesta kaupendur.
Skjöldur segir enn fremur að
mokfiskirí sé á miðunum. Til að
mynda hafi átta tonn veiðst á hand-
færabát á einum sólarhring. „Það
er eins hjá línubátunum,“ segir
framleiðslustjórinn. Hann segir að
þess vegna hafi það komið útgerð-
armönnum á óvart að ekki skyldi
hafa verið úthlutað meiri þorsk-
kvóta fyrir komandi fiskveiðiár.
Stórþorskur orðinn
til stórvandræða
Þorskur er orðinn mjög stór á miðum. Markaðurinn er hins vegar orðinn vanari
minni þorski svo mikið framboð af þeim stóra er til vandræða. Sjómenn eru farnir
að krossa fingur og óska þess að tittirnir taki við sér, segir framleiðslustjóri.
SKJÖLDUR
PÁLMASON
LORENZO
ALESSIO MEÐ
EINN STÓRAN
Það kom Patreks-
firðingunum ekk-
ert á óvart þegar
ítalski landsliðs-
kokkurinn dró
einn risastóran
enda þekkja þeir
vel vandann sem
hlotist hefur af
offramboði risa-
þorsksins.
RÚSSLAND Þrefalt fleiri deyja
af völdum of stórs skammts af
fíkniefnum í Rússlandi nú miðað
við árið 2012, segir The Moscow
Times.
Hundrað þúsund manns gætu
dáið af þessum sökum í ár, að
sögn yfirmanns fíkniefnadeildar
rússnesku lögreglunnar. -ih
Eiturlyfjaneysla í Rússlandi:
Fleiri deyja
SPÁNN Par nokkurt gerði sér lítið
fyrir árla morguns í vikunni og
synti út að fleka við ströndina í
bænum Javea, norður af Alicante,
og hafði þar samfarir.
Spænski vefurinn Levante
sagði frá þessu. Athöfnin fór ekki
fram hjá bæjarbúum, en einn
þeirra tók myndir af parinu. -jse
Kynlíf í morgunsárið:
Nutust á fleka
Íslandsstofa og Samband fisk-
vinnslustöðva standa nú í miklu
markaðsverkefni til að festa
íslenskar sjávarafurðir í sessi sem
hágæðavöru í Suður-Evrópu. Hluti
af því verkefni var að fá ítalska
landsliðskokkinn Lorenzo Alessio
hingað til lands til að gera kynn-
ingarmyndbönd með íslensku hrá-
efni. Fór meistarakokkurinn í lok
síðasta mánaðar vestur á Patreks-
fjörð og eldaði ofan í starfsmenn
Odda og Þórshamars frá Tálkna-
firði. Síðan var farið með hann á
sjóstöng. Það kom Patreksfirð-
ingunum alls ekki í opna skjöldu
þegar sá ítalski dró einn risaþorsk-
inn enn. jse@frettabladid.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Guoren hitastýrð
blöndunartæki
Málm handföng.
Rósettur og hjámiðjur fylgja.
GÆÐAVA
RA
Guoren 1L Hitastýrt
baðtæki standard
kr.17.990
Guoren TLY Sturtusett
kr. 47.990
Guoren-BO Hitastýrt
tæki með niðurstút
kr.14.990
Guoren-AL Hitastýrt
tæki með uppstút
kr.14.990
Guoren 4F Hitastýrt
baðtæki Exclusive
kr.19.990
EN 1111:1997