Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 18

Fréttablaðið - 10.07.2014, Page 18
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18 NOREGUR Þrettán prósent Norðmanna hafa á ferðum sínum erlendis séð lítil norsk börn í fylgd með ölvuðum foreldrum sínum síðastliðið ár. Þetta eru niðurstöður könnunar norska tryggingafélagsins Euro- peiske Reiseforsikring. Flestir, eða 27 pró- sent, höfðu séð slík tilfelli í Tyrklandi, að því er segir á fréttavef Aftenposten. Haft er eftir presti við sjómannakirkj- una í Alanya, Jens Bjørnsgård, að fjöldi svokallaðra félagslegra tilfella hafi aukist undanfarin ár. Stundum leiti einstakling- arnir sjálfir til kirkjunnar en oft sé komið með þá þangað. Þeir verði oft ánægðir með að fá aðstoð og segist ekki skilja hvernig hlutirnir hafi getað farið svona úrskeiðis. Í fyrra hafi tilfellin verið 50 til 60, flest vegna geðrænna vandamála eða neyslu vímuefna. Aðeins fjögur til átta prósent Norð- manna höfðu séð ölvaða norska foreldra með börn á Ítalíu, í Þýskalandi og Frakk- landi. Upplýsingafulltrúi ferðaskrifstof- unnar Star Tour, Elisabeth Larsen-Von- stett, telur að drykkjan verði meira áberandi á stöðum þangað sem farið er í skipulagðar ferðir. - ibs Könnun tryggingafélags í Noregi á drykkju norskra foreldra með börn í utanlandsferðum: Foreldrar ölvaðir með börnin í sumarfríi Á SÓLARSTRÖND Tyrkland er meðal vinsælustu sumarleyfisstaða norskra barnafjöl- skyldna. NORDICPHOTOS/GETTY THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS SVÍÞJÓÐ Þegar nemendurnir í grunnskólanum Norrevångsskolan í Karlshamn í Svíþjóð sluppu við heimanám hækkuðu einkunnir þeirra umtalsvert, að því er sænsk- ir fjölmiðlar greina frá. Skólastjórinn gerði í fyrra til- raun meðal nemenda í 7. til 9. bekk sem gekk út á að sleppa alveg heimalexíum. Nemendum var boð- inn morgunverður í skólanum og þeir höfðu möguleika á að dvelja í skólanum eftir að kennslu lauk til þess að fá sérstaka aðstoð við námið eða stunda íþróttir. Haft er eftir skólastjóranum að margt hafi ekki verið sem skyldi, fjarvistir hafi verið miklar, árang- ur lélegur og færri kosið að læra tungumál. Breytingar hafi verið nauðsynlegar. Skólastjórinn, Pat- rik Johnsson, segir að nemendur læri tíu sinnum meira á frjálsum námstíma heldur en þegar þeir fái heimalexíur. Hann segir einkunnir aldrei hafa verið hærri. Það sem gleður skólastjórann mest er að nemendur hafa á orði að þeim líði betur í skólanum. Auk þess sé minna skemmt í skólanum. Það er mat skólastjórans að þegar heimanámi sé sleppt aukist kröf- urnar á kennara um árangursrík- ari kennslu. Þess vegna hafi árang- urinn af breytingunum orðið svona góður. Hann bendir meðal annars á að mikilvægt sé að skilja á milli vinnu og frítíma. Nemendur hafi orðið miklu einbeittari í skólanum. - ibs Árangursrík tilraun meðal 7. til 9. bekkinga í sænskum grunnskóla: Einkunnir hækkuðu þegar heimanáminu var sleppt HEIMANÁM Nemendum leið betur í skólanum þegar þeir sluppu við heima- lexíurnar. NORDICPHOTOS/GETTY SAMFÉLAGSMÁL Samtökin Barna- heill söfnuðu nýverið notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga sem ekki hafa kost á að kaupa sér reiðhjól. Fjöldamörg hjól voru í framhaldinu afhent hjá Félags- þjónustunni í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Enn eru nokkuð mörg reiðhjól eftir og þau má nú nálgast fyrir utan húsnæði Hjálparstarfs kirkj- unnar í kjallara Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66 (gengið inn að neðanverðu). Söfnun Barnaheilla: Notuð hjól fyrir börn gefins 2 MILLJÓNIR PARA FARA Í GLASAMEÐFERÐ Á ÁRI Í ÞEIM LÖNDUM ÞAR SEM FÓLK SKILUR ENSKU 2.800 Google-leitir að ófrjósemi* á dag *Infertility 19.000 einstaklingar á Íslandi glíma við ófrjósemi 570.000 krónur vantar í söfnunina til að klára forritun á appinu IVF-Coaching „Þetta er rússíbani tilfinningalega, miklar sveiflur milli vonar og von- leysis,“ segir Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur en hún er sérhæfð í að aðstoða pör sem kljást við ófrjó- semi. Hún, ásamt Berglindi Ósk Birgisdóttur hjúkrunarfræðingi, hefur hannað smáforrit í Android- síma sem kemur til með að hjálpa pörum um allan heim í gegnum glasa meðferðir, með jafna áherslu á líffræðilegu hliðina og hina and- legu. Gyða segist hafa gengið með hugmyndina í maganum um árabil, hún hefur sjálf skoðað þau andlegu áhrif sem glasameðferð hefur á pör í áratug en vantaði einhvern með bakgrunn og þekkingu um meðferð- irnar sjálfar og önnur áhrif en til- finningaleg. „Berglind hefur hann bæði sem hjúkrunarfræðingur og sem manneskja sem hefur glímt við ófrjósemi og farið í margar með- ferðir sjálf.“ Ófrjósemi er mikið feimnismál. Gyða segist hvetja konur sem til hennar koma til þess að sækja kaffi- húsahittinga og fyrirlestra þar sem fjallað er um ófrjósemi. „En þær mæta ekki. Þær vilja ekki að ein- hver sjái þær, þá upplifa þær að ein- hver sjái skömmina þeirra.“ Það var af þessari ástæðu sem Gyða sá þörf fyrir app sem veitir pörum ákveðna aðhlynningu á meðan glasameðferð stendur yfir. „Okkur langar svo að ná til fleiri para svo fleirum geti liðið vel,“ segir Gyða. Um tvær milljónir para sem tala ensku fara í glasameðferð á ári Hámarka þungunarlíkur para sem kljást við ófrjósemi með smáforriti Sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur hafa tekið höndum saman við gerð smáforrits sem kemur til með að hjálpa milljónum para um allan heim sem ganga í gegnum glasameðferð. Smáforritið er það fyrsta sinnar gerðar í heiminum. Þær segja ófrjósemi feimnismál. DJÚP ÞRÁ Berglind Ósk Birgisdóttir og Gyða Eyjólfsdóttir segja það hafa mikil áhrif á tilfinningalíf fólks að geta ekki eignast barn. „Þetta er svo samfélagslegt og svo bara ofboðslega djúp þrá eftir barni hjá fólki,“ segir Berglind sem sjálf hefur gengið í gegnum glasameðferð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM hverju. Talan er byggð á rannsókn kvennanna sem segja ljóst að mark- aður sé fyrir app af þessu tagi en það er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Appið verður í þrem- ur hlutum og allur texti verður á ensku. Fyrsta síðan er upplýsingasíða um undirbúning og mismunandi meðferðir, lyf, vítamín og slökun- aræfingar. Annar hlutinn kallast Meðferðin mín og þar er dagatal yfir þær sex vikur sem meðferðin tekur. Daglega kemur hjálpleg meld- ing á símann með upplýsingum um hvað sé að fara að gerast, við hverju par megi búast, hvað auki líkur á þungun, hvernig megi öðlast betri líðan og ráð varðandi samskipti við maka og aðra. Þriðji hlutinn er síða sem geymir stillingaratriði. Líkurnar á að þungun verði eftir glasameðferð eru á milli 30 og 35 prósent og því þarf alla jafna að endurtaka meðferð oft með tilheyr- andi tilfinningaróti. „Fólk er oft og tíðum að fara í fjölda meðferða. Með því að nota appið vonumst við til þess að hægt sé að draga úr þeim fjölda meðferða sem fólk þarf að fara í áður en það fær gullmolann sinn í hendurnar,“ útskýrir Berglind. „Það sé sem sagt hægt að hámarka þungunarlíkurnar með þessum rannsóknarniðurstöð- um,“ bætir Gyða við. Þær hafa nú hafið söfnun á Karo- linaFund.com fyrir þeirri upphæð sem enn stendur eftir til þess að hægt sé að greiða forritaranum, en nú þegar hafa þær sjálfar lagt háa fjárhæð í verkefnið auk þess sem þær fengu styrk frá Nýsköpunar- miðstöð. Söfnunin stendur til 8. ágúst. „Við kunnum að meta allan stuðning.“ nanna@frettabladid.is Nanna Elísa Jakobsdóttir nanna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.