Fréttablaðið - 10.07.2014, Blaðsíða 54
10. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
Spurt er um ár …
ÞÝSKALAND leikur til úrslita á heims-
meistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir
sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki
mótsins. Sumir kvarta yfir því að framleng-
ingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæst-
ánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar
fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á
meðal landsmanna en besti fótboltamaður í
heimi er smávaxinn Argentínumaður.
…HANNES Hólmsteinn Gissurarson er á
milli tannanna á fólki eftir að hann tekur
að sér svokallað starf á vegum ríkis-
stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokksins. Rætt er um að heimila inn-
flutning á hráu kjöti og gefa sölu á
áfengi frjálsa en litlar líkur eru
taldar á því að hugmyndirnar nái
fram að ganga. Framsóknarfólk
hefur sérstakar áhyggjur af kjöt-
innflutningi á þeim forsendum að
erlent kjöt muni á einhvern hátt reynast
landsmönnum eitrað.
…SUMARVEÐRIÐ á Íslandi mætti
að margra mati vera skárra og fólk
hópast í sólarlandaferðir til Spánar og
fleiri heitari landa. Flugleiðir eru að
mestu í eigu íslensku þjóðarinnar, rétt eins
og Landsbankinn og önnur þjóðareign: Eld-
fjallið Katla virðist vera að minna á sig við
lítinn fögnuð landsmanna en eflaust meiri
fögnuð jarðvísindamanna.
…ARNOLD Schwarzenegger fer með
aðalhlutverkið í nýrri hasarmynd, grín-
þátturinn Fóstbræður er á meðal vinsæl-
ustu dagskrárliða Stöðvar 2 og Vala Matt
byrjar með nýjan þátt á stöðinni í haust.
Neil Young kemur fram á tónleikum í Laug-
ardalshöll, Bryan Adams er væntanleg-
ur til landsins eins og hljómsveitin UB40.
Annar ritstjóra Morgunblaðsins er sjálf-
stæðismaður en hinn er skáld, borgarstjóri
Reykjavíkur er jafnaðarmaður og Fram-
sóknarflokkurinn á tvo fulltrúa í borgar-
stjórn.
…HLJÓMSVEITIN Nýdönsk sendi
nýlega frá sér lag og fær það mikla spilun á
tveimur vinsælustu útvarpsstöðvum lands-
ins: Rás 2 og Bylgjunni. Hugmyndir um lest
milli Reykjavíkur og Keflavíkur eru á allra
vörum og gætu skarast við umræðuna um
flugvöllinn í Vatnsmýri en skiptar skoðanir
eru um framtíðarstaðsetningu hans.
„Ég hef oft sagt við manninn
minn að ég ætti að reyna að
græða eitthvað á þessu,“ segir
kennarinn Sigríður Elísabet
Ragnarsdóttir hlæjandi. Hún er
sláandi lík knattspyrnukappanum
Mesut Özil en hún uppgötvaði það
fyrir algjöra slysni.
„Ég var að kenna fyrir nokkr-
um árum þegar Özil var að spila
með Real Madrid. Nokkrir strák-
ar byrjuðu að benda á mig í tím-
anum og ég spurði þá hvað væri
í gangi. Þeir þorðu ekki að segja
það við mig fyrst því þeir héldu
að ég myndi móðgast. Síðan sögðu
þeir mér að ég væri lík fótbolta-
manni sem héti Mesut Özil. Ég
hafði aldrei heyrt þetta nafn. Ég
ákvað að gúggla hann og sá strax
líkindi með okkur,“ segir Sig-
ríður, sem oftast gengur undir
nafninu Sigga Lísa. Í kjölfarið
setti Sigga Lísa mynd af Özil á
Facebook og fékk vægast sagt góð
viðbrögð.
„Það fannst öllum þetta sjúk-
lega fyndið. Mig skiptir þetta
engu máli og mér sjálfri finnst
þetta mjög fyndið. Sérstaklega
finnst mér fyndið að fólk hafi
gaman af þessu og ég tek þessu
létt,“ segir Sigga Lísa glöð í
bragði. Hún hefur snúið þessu
upp í grín.
„Ég er aðdáandi hans á Face-
book og Instagram og kalla hann
alltaf bróður minn. Á öskudag-
inn ákvað ég að vera Özil og það
sáu allir að ég var hann þótt ég
væri ekki með nafnið hans aftan á
treyjunni. Hann er samt örugglega
ekki eins stoltur af þessu og ég.“
En eru engar líkur á að Sigga
Lísa og Özil séu í raun skyld?
„Ég hef spurt mömmu og hún
segir nei. En hvað veit maður?“
Özil spilar með þýska landslið-
inu sem keppir um heimsmeist-
aratitilinn í knattspyrnu næstu
helgi. Sigga Lísa er að sjálfsögðu
stolt af „bróður“ sínum.
„Ég held með Þýskalandi af því
að bróðir minn er í liðinu.“
liljakatrin@frettabladid.is
Ég kalla hann Özil
alltaf bróður minn
Sigríður Elísabet Ragnarsdóttir er sláandi lík knattspyrnukappanum Mesut Özil.
TEKUR LÍKINDUNUM LÉTT Siggu Lísu
finnst mjög fyndið að henni sé líkt við
knattspyrnukappann. MYND/ÚR EINKASAFNI
HÖRKULEIKMAÐUR Özil spilar með
Arsenal og þýska landsliðinu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Síðan sögðu þeir mér
að ég væri lík fótbolta-
manni sem héti Mesut
Özil. Ég hafði aldrei heyrt
þetta nafn. Ég ákvað að
gúggla hann og sá strax
líkindi með okkur.
BYGGÐ Á FRÁSÖGN
LÖGREGLUMANNS Í NEW YORK
EITT STÆRSTA
ÆVINTÝRI SUMARSINS
DELIVER US FROM EVIL
DELIVER US FROM EVIL LÚXUS
EARTH TO ECHO
THE SALVATION
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
AÐ TEMJA DREKANN 2 3D ÍSL. TAL
22 JUMP STREET
VONARSTRÆTI
VONARSTRÆTI LÚXUS
KL. 5 - 8 - 10.35
KL. 8 - 10.35
KL. 3.40 - 5.45
KL.10.30
KL. 3.30 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 8 - 10.45
KL. 8 - 10.40
KL. 5
DELIVER US FROM EVIL
EARTH TO ECHO
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
TRAIN. . . DRAGON 3D ENS. TAL ÓTEXT.
22 JUMP STREET
X-MEN 3D
FAULT IN OUR STARS
VONARSTRÆTI
Miðasala á:
KL. 8 - 10.35
KL. 5.50
KL. 5.45
KL. 8
KL. 10.40
KL. 10.10
KL. 5.20 - 8* - 10.40
KL. 5.20 - 8
*GÆÐASTUND
-T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL -D.M.S., MBL
-DV S.R.S
SHORT TERM 12
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
CHICAGO SUN TIMES PORTLAND OREGONIAN
LOS ANGELES TIMES TOTAL FILM
EARTH TO ECHO 4, 6, 8
DELIVER US FROM EVIL 10
TEMJA DREKANN SINN 2D 5
22 JUMP STREET 8, 10:20
MILLIOM WAYS, DIE WEST 10:10
VONARSTRÆTI 4:30, 7:30
ÍSL TAL
www.laugarasbio.isSími: 553-20755%