Fréttablaðið - 11.08.2014, Síða 12
11. ágúst 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson
ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS
FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN
AÐGANG AÐ
TÓNLISTINNI Í ÖLLUM
HERBERGJUM
Sonos er kerfi þráðlausra hátalara og hljómtækja. Það sameinar
stafræna tónlistarsafnið þitt og útvarpsstöðvar í einu appi sem þú
getur stjórnað frá hvaða síma eða spjaldtölvu sem er.
Hinsegin dögum er nýlokið. Þeir voru
haldnir í sextánda sinn, og gengu sem
fyrr út á að draga fram fjölbreytileik-
ann, fagna honum og þeim réttindum
sem áunnist hafa. Gleðigangan var stór-
kostleg að vanda og talið er að um 90
þúsund manns hafi safnast saman í mið-
borginni.
Hinsegin dagar hafa líka annað og
alvarlegra hlutverk. Að minna á þau rétt-
indi sem ekki hafa náðst og óréttlætið
sem viðgengst bæði hér á Íslandi og úti í
heimi, en ekki síður að uppræta fordóma
og fáfræði gagnvart fjölbreytileika
mannlífsins. Hinsegin dagar þjónuðu
þessu markmiði vel í ár, m.a. með mikil-
vægri fræðslu um þann fjölbreytta hóp
sem rúmast undir hinsegin regnhlífinni.
Hin nýstofnuðu samtök Intersex Ísland
hafa vakið verðskuldaða athygli. Inter-
sex fólk fellur ekki undir hefðbundna
skilgreiningu á kynjunum af líffræði-
legum ástæðum. Intersex hefur alltaf
verið til, en það er ekki fyrr en nú þegar
talsvert er liðið á 21. öldina að farið er að
tala um réttindi og stöðu intersex fólks á
opinberum vettvangi á Íslandi.
Staða intersex fólks sýnir okkur
hversu mikla áherslu við sem samfélag
leggjum á að flokka fólk eftir kyni. Kyn
barns er það fyrsta sem spurt er um
eftir fæðingu þess, nafngift er háð kyni,
opinberar skrár gera ráð fyrir tveimur
kynjum og svona mætti lengi telja. En
það er ekki nóg. Enn eru framkvæmdar
skurðaðgerðir á heilbrigðum kynfærum
nýfæddra barna til að aðlaga þau stöðl-
uðum hugmyndum um útlit typpis eða
píku. Intersex fólk krefst nú viðurkenn-
ingar á tilvist sinni og sjálfsákvörðunar-
réttar yfir eigin líkama. Það er sjálfsögð
og eðlileg krafa.
Hinsegin dagar hafa sett brýn og graf-
alvarleg mál á dagskrá, enn eina ferðina,
í bland við gleði og fagnaðarlæti. Til að
hægt sé að fagna fjölbreytileikanum er
mikilvægt að þekkja hann og skilja. Hin-
segin fólk og hinsegin dagar hafa breytt
miklu hvað það varðar. Fyrir það ber að
þakka. Takk.
Takk!
HINSEGIN
DAGAR
Sóley Tómas-
dóttir Forseti
Borgarstjórnar
➜ Til að hægt sé að fagna fjöl-
breytileikanum er mikilvægt að
þekkja hann og skilja. Hinsegin
fólk og hinsegin dagar hafa breytt
miklu hvað það varðar. Fyrir það
ber að þakka. Takk.
Skilningsríki þingmaðurinn
Það þarf ekki að koma á óvart að
rekstur Landspítalans sé aftur orðinn
þrætuepli stjórnmálamanna. Við-
fangsefnið er viðkvæmt og reksturinn
fjárfrekur. Guðlaugur Þ. Þórðarson,
varaformaður fjárlaganefndar, sagði
um helgina að allar ríkisstofnanir
þyrftu að halda sig innan fjárlaga-
rammans. Oddný Harðardóttir, fyrr-
verandi fjármálaráðherra, benti aftur
á móti réttilega á að stofnanir gegni
mismikilvægu hlutverki. Ætli for-
svarsmönnum Land-
spítalans hafi þótt
Oddný sýna rekstri
Landspítalans jafn
mikinn skilning
þegar hún sjálf
bar ábyrgð á
gerð fjárlaga?
Ekki langrækinn
Einhver fleygustu orð Geirs H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra, voru
sögð í byrjun október 2008. Gjaldeyris-
markaðir voru harðlæstir og ekkert
vestrænt ríki var reiðubúið til þess að
veita Íslendingum lán til að stækka
gjaldeyrisvaraforðann þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir. Fréttir bárust af því að
Íslendingar hefðu sótt um fjögurra
milljarða evra lán til Rússa. Geir sagði
við blaðamenn að Vesturlönd hefðu
ekki getað stutt Íslendinga á þennan
hátt. „Í slíkum aðstæðum verða menn
því að leita nýrra vina,“ sagði hann.
Geir er ekki langrækinn maður. Nú
sex árum seinna, þegar Geir verður
sendiherra, þykir langlíklegast að
hann flytji til Washington. Aftur
á mót fer Árni Þór Sigurðsson
líklegast til Rússlands.
Vinalausasta þjóðin
Þótt ekkert hafi orðið af lánveitingum
Rússa til Íslands rifjast þessir sex
ára gömlu atburðir upp núna þegar
Rússar hafa sett viðskiptaþvinganir
á Bandaríkin, Evrópusambandið
og Norðmenn, en ekki Íslendinga.
Óljóst er hvort Vladimír Pútin, forseti
Rússlands, hafi hreinlega gleymt litla
Íslandi eða hvort við fengum sér-
staka afgreiðslu vegna tengsla Ólafs
Ragnars Grímssonar, forseta Íslands,
og Pútíns. En ætli við myndum
ekki fyrst verða vinalausasta
þjóð í Evrópu ef við nýttum
okkur þá sérstöku stöðu sem
við erum komin í?
jonhakon@frettabladid.isB
arack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun
fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum
að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks
ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir
sig stóran hluta Íraks.
Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem
Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minni-
hlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið
slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams.
Hernaðaríhlutun Banda-
ríkjanna lítur því ekki lengur
út eins og þau séu að blanda
sér í innanlandsdeilurnar í
Írak og styðja al Maliki forseta
í því að berja á súnnítum, sem
Íslamskt ríki segist styðja.
Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og
greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóð-
arbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bret-
land, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin
við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins.
Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð
til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá
almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi.
Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert
endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn – og heims-
byggðin öll – hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita
Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmið-
ið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað
verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til
þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af
þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist
í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á
loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var
hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að
láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli
og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur.
Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram
nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að
deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en
það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér
yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á
Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn
hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur.
Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama
vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palest-
ínu – og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd – er verið
að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á
flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Við-
brögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og
máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða
tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur
slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu
árin.
Obama heimilar loftárásir á Íslamskt ríki:
Óljóst endatafl
í Írak
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is