Fréttablaðið - 11.08.2014, Page 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
MATARBLOGG-
ARINN
Helena Gunnarsdóttir
heldur úti matar-
blogginu Eldhúsperl-
ur þar sem má finna
allar hennar uppá-
halds uppskriftir.
MYNDIR/DANÍEL
Helena Gunnarsdóttir hefur haft áhuga á matargerð síðan hún man eftir sér. „Þegar ég var smástelpa stóð ég uppi á stól í eldhúsinu
hjá mömmu og fylgdist með því sem var verið að
gera og fékk oft að vera með puttana í matargerð-
inni og prófa. Í dag finnst mér flestallt í eldhúsinu
skemmtilegt. Svona annað en uppvaskið,“ segir hún
brosandi.
Helenu finnst eiginlega ómögulegt að svara því
hver uppáhaldsmaturinn hennar er þar sem hún er
alltaf að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu. „Það sem
verður oftast fyrir valinu þegar mig langar í eitt-
hvað sparilegt og gott er grillaður lambahryggur
hjá mömmu og pabba. Það er eitthvað ólýsanlega
gott við hann sem ég næ aldrei að gera jafn vel og
þau.“
Henni finnst gaman að búa til góðan morgun-
mat eða brunch og býður fólki gjarnan í svoleiðis
matarboð. „Núna finnst mér langskemmtilegast að
búa til súpur, ofnrétti og annan rólegan mat sem
þarfnast ekki mikillar nákvæmni. Matur sem nánast
eldar sig sjálfur er alveg málið þessa dagana.“
Hægt er að fylgjast með Helenu á blogginu henn-
ar, eldhusperlur.com.
Nutella-brúnka
125 g smjör, brætt og aðeins kælt
1 ½ dl púðursykur
1 krukka Nutella (400 g)
1 msk. hreint kakó
2 tsk. vanilluextrakt
2 egg
1 ½ dl hveiti
½ tsk. sjávarsalt
3 msk. hakkaðar heslihnetur
Aðferð: Hrærið saman bræddu smjöri, púðursykri,
nutella, kakó, vanillu og eggjum þar til alveg slétt.
Hrærið hveitinu og saltinu lauslega saman við
þannig að það rétt kemur saman við deigið. Hellið
í form og stráið hökkuðum heslihnetum yfir. Bakið
við 170°C með blæstri í 17-20 mínútur. Látið kólna
í að minnsta kosti klukkustund og skerið þá í bita.
Gaman er að bera kökurnar fram á spjóti með
jarðarberjum í lautarferðinni.
Vefjur með kjúklinga- og piparostasalati
4 heilhveitivefjur
Lambhagasalat
2 eldaðar kjúklingabringur
½ rauð paprika
½ græn paprika
20 vínber um það bil
½ piparostur
1 ½ dl grísk jógúrt
3 msk. majónes
1 tsk. karrý
1 msk. sætt mangó-chutney
Aðferð: Skerið kjúklinginn, paprikurnar, vínberin
og piparostinn í litla bita. Hrærið jógúrt, majónesi,
karrý og mangó-chutney saman og blandið saman
við allt saman. Leggið salat á hverja vefju og svo
um fjórar vænar matskeiðar af kjúklingasalatinu
ofan á og vefjið upp.
Eggja- og beikonbollar
6 egg
12 sneiðar beikon
6 tsk. sýrður rjómi
Svartur pipar
Góð handfylli rifinn ostur
Saxaður graslaukur
Aðferð: Hitið ofninn í 200 gráður. Þekið sex möff-
insform með beikonsneiðunum, ein fer hringinn og
önnur í botninn. Brjótið egg í formin og setjið eina
teskeið af sýrðum rjóma þar ofan á. Kryddið með
svörtum pipar og stráið smá rifnum osti yfir. Bakið
í 10-12 mínútur og stráið söxuðum graslauk yfir
áður en þið berið fram.
■ liljabjork@365.is
VEFJUR OG BRÚNKUR
Í NESTISKÖRFUNA
LAUTARFERÐ Matarbloggarinn Helena Gunnarsdóttir segir ótrúlegt hvað
hægt sé að búa til á stuttum tíma ef réttu hráefnin eru til staðar. Hún gefur hér
uppskrift að þremur dásamlegum réttum sem eru tilvaldir í nestiskörfuna.
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Verið velkomin í heimsókn!
Opið virka daga kl.10-18
30%
Í ÖLLUM STÆRÐUM
SÓFAR
Dallas
AFSLÁTTUR
af öllum sófum / sófasettum
*Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST
Basel
Verð áður 284.900 kr.
frá 199.430 kr.Verð áður 181.00 kr.
frá 127.330 kr.
Tungusófar 2+tunga
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 180.530kr. verð áður 257.900
frá 233.730kr. verð áður 333.900
frá 260.330kr. verð áður 371.900
Verðdæmi:
Torino
Hornsófar 2H2
Sófasett 3+1+1
frá 240.730kr. verð áður 343.900
frá 265.230kr. verð áður 378.900
Lyon
Verð áður 373.900 kr.
frá 261.730 kr.
Ábendingahnappinn
má finna á
www.barnaheill.is
Save the Children á Íslandi
GIRNILEGT NESTI Helena gefur uppskriftir að Nutella-brownie,
kjúklingavefjum og eggja- og beikonbollum.
EGGJA- OG BEIKONBOLLAR Þessa gómsætu bolla má snæða
úti í guðsgrænni náttúrunni sem og inni við á rigningardögum.