Fréttablaðið - 11.08.2014, Síða 50
11. ágúst 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26
ÚTSALA
25-60%
afsláttur
Mörkin: 0-1 Steven Lennon (33.), 1-1 Jonathan
Glenn (44.).
ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 6 - Jökull I. Elísabetarson
6, *Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Matt Garner 6,
Jón Ingason 6 - Andri Ólafsson 6, Gunnar Þor-
steinsson 7, Ian David Jeffs 7 - Víðir Þorvarðarson
5, Jonathan Glenn 6, Þórarinn Ingi Valdimarsson 6
(85., Bjarni Gunnarsson -).
FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6 - Jón Ragnar
Jónsson 5 (74., Ingimundur Níels Óskarsson -),
Pétur Viðarsson 5, Sean Michael Reynolds 6,
Jonathan Hendrickx 6 - Hólmar Örn Rúnarsson
6, Emil Pálsson 5 (63., Sam Hewson 6), Steven
Lennon 7 - Ólafur Páll Snorrason 7, Atli Viðar
Björnsson 5, Atli Guðnason 6.
Skot (á mark): 10-13 (3-6) Horn: 2-5
Varin skot: Abel 3 - Róbert Örn 2
1-1
Hásteinsvöllur
Áhorf: 403
Garðar Ö.
Hinriksson(7)
Mörkin: 1-0 Albert Brynjar Ingason (27.), 1-1 Pape
Mamadou Faye (60.).
FYLKIR (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson
6 - Stefán Ragnar Guðlaugsson 5, Agnar Bragi
Magnússon 7, Ásgeir Eyþórsson 6, Tómas Þor-
steinsson 6 - Oddur Ingi Guðmunsson 7, Finnur
Ólafsson 6 (57. Ragnar Bragi Sveinsson 6), Andrés
Már Jóhannsson 5 (31. Daði Ólafsson 6) - Ásgeir
Örn Arnþórsson 6, Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (81.
Gunnar Örn Jónsson -), Albert Brynjar Ingason 7.
VÍKINGUR (4-3-3): *Ingvar Þór Kale 7 -
Kjartan Dige Baldursson 5, Igor Taskovic 6, Alan
Lowing 6, Ívar Örn Jónsson 6 - Kristinn Jóhannes
Magnússon 6, Arnþór Ingi Kristinsson 5 (73.
Henry Monaghan -), Aron Elís Þrándarson 5 - Dofri
Snorrason 3 (53. Michael Maynard Abnett 6), Pape
Mamadou Faye 6, Ventseslav Ivanov 3 (79. Viktor
Jónsson -).
Skot (á mark): 10-11 (5-5) Horn: 4-3
Varin skot: Bjarni Þórður 4 - Ingvar 3
1-1
Fylkisvöllur
Áhorf: 1.197
Dagfinn
Forná (7)
SPORT
BOJAN KRKIĆ
Fór frá
Barcelona
➜ Gekk til
liðs við Stoke
JEFFERSON
MONTERO
Fór frá Morelia
➜ Gekk til liðs við
Swansea
SIEM DE JONG
Fór frá Ajax
➜ Gekk til liðs við
Newcastle
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON gekk
fyrr í sumar til liðs við Swansea
City á ný eftir tveggja ára dvöl hjá
Tottenham. Gylfi lék sem láns-
maður með Swansea seinni hluta
tímabilsins 2011-12 og skoraði þá
sjö mörk í átján deildarleikjum.
Stuðningsmenn Swansea binda
miklar vonir við Gylfa sem ætti að
fá fleiri tækifæri inni á miðjunni hjá
velska liðinu, en hjá Tottenham þar
sem hann var oft notaður á vinstri
kantinum. Gylfi er útsjónarsamur,
með frábærar spyrnur og getur bæði
skorað og skapað mörk.
Fréttablaðið mun á næstu dögum birta spá sína
fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að
liðum sem láta sig dreyma um Evrópusæti.
Það var allt í kaldakoli hjá Newcastle eftir áramót
á síðasta tímabili, en liðið tapaði sjö af síðustu átta
deildarleikjum sínum. Alan Pardew situr í heitu sæti og
hann gæti fengið sparkið byrji Newcastle illa. Swansea
endaði í 12. sæti í fyrra eftir erfiða leiktíð. Garry Monk
er tekinn við Swansea til frambúðar og hann hefur
styrkt sóknarleikinn með því að fá Gylfa Þór Sigurðs-
son, Jefferson Montero og Bafétimbi Gomis til velska
liðsins. Mark Hughes gerði góða hluti með Stoke í
fyrra og hann mun halda áfram að þróa leik liðsins.
Stoke gæti gert atlögu að Evrópusæti, en til þess þarf
liðið að ná í fleiri stig á útivelli en á síðustu leiktíð.
Þrjú lið sem láta sig dreyma um Evrópusæti
ENSKA
ÚRVALS-
DEILDIN
HEFST
EFTIR
5 DAGA
SPÁ FRÉTTABLAÐSINS
Englandsmeistari ???
2. ??? 3. ???
4. ??? 5. ???
6. Á morgun 7. Á morgun
8. Stoke 9. Swansea
10. Newcastle 11.Southampton
12. Aston Villa 13. C. Palace
14. Sunderland 15. West Ham
16. Hull 17. QPR
Þessi lið falla
18. WBA 19. Leicester
20. Burnley
Stjörnuleikmaðurinn
Finna má meira
um ensku úrvals-
deildina á Vísi
visir.is
NÝJU ANDLITIN
GOLF „Það er bara alveg geggjuð
stemning í hópnum núna,“ sagði
sigurrreif Guðrún Brá Björgvins-
dóttir, kylfingur úr GK, við Frétta-
blaðið eftir sigur Keiliskvenna í
1. deild sveitakeppninnar í golfi
á Hlíðavelli í gær. GK vann GR í
úrslitum með 3.5 vinningum gegn
1.5.
„Við vissum að úrslitaleikurinn
yrði erfiður. Þetta var jafnt, en við
vorum yfir í byrjun og náðum að
halda út,“ sagði Guðrún Brá sem
spilaði síðasta leikinn í tvímenn-
ingi á móti hinni þrautreyndu
Ragnhildi Sigurðardóttur.
„Við vorum síðastar og stað-
an okkur í hag, en ég vildi vera
örugg með sigur ef eitthvað skyldi
klikka. Maður reyndi að fylgjast
með hvað var að gerast í honum
leikjunum. Við skildum jafnar, en
sigurinn var okkar sem skiptir
mestu máli. Sigur er það eina sem
skiptir máli,“ sagði Guðrún Brá.
Gott að hefna ófaranna
GK lék til úrslita gegn GKG í
sveitakeppninni í fyrra og héldu
Keiliskonur sig hafa unnið þegar
Þórdís Geirsdóttir vann Særósu
Óskarsdóttur í bráðabana. Þórdís
gerðist aftur á móti sek um að
spyrja samherja sinn ráða sem er
bannað og því tapaði GK holunni
og einvíginu.
„Já, algjörlega. Það var gott að
vinna eftir að tapa þessu í fyrra.
Við mættum í þetta mót til að
vinna það,“ sagði Guðrún Brá, en
Keiliskonur voru áminntar af GSÍ
fyrir íþróttamannslega framkomu.
Það er nú að baki og titilinn kom-
inn til GK. Til að fullkomna hefnd-
ina vann GK 5-0 sigur á GKG í
undanúrslitum í ár.
„Keilir er bara besti klúbbur-
inn,“ sagði Guðrún Brá þegar hún
var spurð út í sigur karlasveitar-
innar. „Við vorum með virkilega
sterk lið bæði í karla- og kvenna-
flokki þannig við áttum góðan séns
á að vinna.“
Axel og Gísli ósigrandi
Strákarnir í GK unnu GKG, 3-2, í
spennandi úrslitaviðureign. GKG-
menn unnu fjórmenninginn en
GK vann svo þrjár af fjórum við-
ureignum í tvímenningi. Birgir
Leifur Hafþórsson var sá eini hjá
GKG sem vann leik í tvímenningi.
„Þetta var alveg ótrúlega gaman
frá degi eitt. Við vorum með ungan
og skemmtilegan hóp og það gekk
vel hjá öllum,“ sagði Axel Bóasson
úr GK við Fréttablaðið eftir sig-
urinn í gær, en 1. deild karla var
spiluð á Hólmsvelli í Leiru þar sem
aðstæðru voru nokkuð erfiðar.
„Það var mikill vindur, sér-
staklega á þriðja hring sem gerði
mönnum erfitt fyrir en völlurinn
var fullkominn. „Röffið“ var flott
og flatirnar frábærar.“
Axel og ungstirnið Gísli Svein-
bergsson gerðu sér lítið fyrir og
unnu alla fimm leiki sína á Leir-
unni. „Það er mjög sterkt að vera
ósigraður í sveitakeppninni,“ sagði
Axel glaður í bragði, en hann hefur
mjög gaman að sveitakeppninni.
„Það er mikil alvara í þessu,
en samt svo ógeðslega gaman.
Þarna ertu að spila allt öðruvísi
golf og það með klúbbfélögum
þínum. Þetta er ekki algengnt
held ég og ég er ánægður að þetta
er á Íslandi,“ sagði Axel Bóasson.
tomas@365.is
„Keilir er bara langbestur“
Karla- og kvennasveitir Golfk lúbbsins Keilis unnu 1. deild í sveitakeppninni. Annað árið í röð hjá körlunum
en uppreisn æru hjá konunum eft ir ófarir í fyrra. Axel Bóasson og Gísli Sveinbergsson unnu alla leiki sína.
5-0 Axel Bóasson og Gísli Sveinbergsson
unnu alla sína leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SÆTT Guðrún Brá og GK-konur hefndu
ófaranna í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í körfubolta vann frábæran
þrettán stiga sigur á Bretlandi,
83-70, í fyrsta leik liðsins í undan-
keppni EM 2015 í Laugardalshöll-
inni í gærkvöldi.
Íslenska liðið byrjaði frábærlega
og komst í 20-4, en Bretarnir söx-
uðu jafnt og þétt á forskotið og var
staðan jöfn í hálfleik, 44-44.
Þegar Bretarnir komust svo sjö
stigum yfir í byrjun fjórða leik-
hluta skiptu íslensku strákarnir
um gír og voru nokkrum mínútum
síðar komnir með sjö stiga forystu
sjálfir. Hún varð mest 19 stig.
Það voru margir búnir að
afskrifa íslenska liðið eftir að ljóst
var að Jón Arnór Stefánsson yrði
ekki með, en íslenska liðið fékk
framlag úr öllum áttum og barátt-
an var til fyrirmyndar í leiknum.
Haukur Helgi Pálsson var gjör-
samlega magnaður í vörn og sókn;
skoraði 24 stig, tók níu fráköst og
gaf fjórar stoðsendingar.
Þá var KR-ingurinn Martin Her-
mannsson óstöðvandi í seinni hálf-
leik en þessi 19 ára piltur skoraði
22 stig. Fyrirliðinn Hlynur Bær-
ingsson var svo eins og stríðsmað-
ur, en hann skilaði tröllatvennu
með 14 stigum og 15 fráköstum.
Ísland er nú í dauðafæri að
komast á EM 2015, en annar sigur
á Bretum ytra fer langt með að
tryggja farseðilinn í lokakeppni
í fyrsta sinn. Bosnía er þó næsti
mótherji en þar verður við ramm-
an reip að draga.
Ítarlega umfjöllun um leikinn og
viðtöl má lesa á Vísi. - tom
Frábær sigur á Bretum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta í góðri stöðu.
FYRIRLIÐINN Hlynur Bæringsson skilaði tröllatvennu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM