Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 4
6. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 29.8.2014 ➜ 5.9.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SAMBA var svarað hjá embætti Ríkis- skattstjóra í ágúst. Fresturinn til að sækja um skuldaniðurfell- ingu rann út í lok ágúst og hefur álagið verið mikið á stofn- unina. umsóknir bárust um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar- innar. Hafi n er vinna við að vinna úr öllum þessum umsóknum og reikna út hversu mikið verður leiðrétt hjá hverjum og einum umsækjanda. ofb eldisbrot voru tilkynnt til lög- reglunnar á höfuð- borgarsvæðinu í fyrra. Erlendar rannsóknir sýna þó að lögreglan fær aðeins tilkynningar um helming þeirra ofb eldisbrota sem eru framin. FERÐAMENN TÆPLEGA 800 154.000 komu til landsins í ágúst sam- kvæmt talningu Ferðamála- stofu í Leifsstöð. Ferðamenn sem komið hafa til landsins það sem af er ári eru þegar orðnir jafnmargir og allt árið 2012. er á biðlista eft ir stuðningsfj öl- skyldu hjá Reykja- víkurborg. Kostnaður Reykjavíkur- borgar vegna stuðnings við fatlað fólk í formi liðveislu eða stuðn- ingsfj ölskyldna hefur minnkað um 10–12 prósent á milli ára. 25.381 69.000 SÍMTALI KR 461 BARN Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÆTA VESTAN TIL Litlar breytingar á veðri um helgina, áfram suðlæg eða suðvestlæg átt ríkjandi og yfirleitt hægur vindur. Bætir í vætu vestra en úrkomulaust og bjartviðri um austanvert landið. Nokkuð milt í veðri einkum norðaustan til. 10° 9 m/s 12° 10 m/s 12° 7 m/s 12° 6 m/s 3-8 m/s en 5-13 V-til. 8-13 m/s SV-til annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 30° 31° 21° 22° 23° 19° 24° 22° 22° 27° 21° 30° 30° 28° 27° 26° 23° 24° 14° 4 m/s 13° 3 m/s 15° 2 m/s 13° 3 m/s 14° 6 m/s 14° 8 m/s 7° 3 m/s 12° 12° 11° 10° 14° 12° 16° 16° 13° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN VIÐSKIPTI Samherji og dótturfélög högnuðust um 21,9 milljarða króna eftir skatta á síðasta ári. Hagnaður félagsins jókst um sex milljarða milli ára. Þriðjungur hagnaðarins er til kominn vegna söluhagnaðar fimm skipa og annarra eigna sem tengjast útgerð í Afríku að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Þorsteinn segir reksturinn hafa gengið vonum framar. - ih Hagnaður Samherja eykst: Hagnast um 22 milljarða króna FORSTJÓRINN Þorsteinn Már segir að þriðjungur hagnaðar sé vegna sölu eigna erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MENNING „Vilyrðið frá Kvikmynda- sjóði breytir öllu,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðar- kona, sem hefur fengið vilyrði fyrir 80 milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands fyrir árið 2016 en ekki hefur verið tilkynnt um fleiri styrki úr sjóðnum fyrir það ár. Styrkinn fær Ása Helga fyrir Svaninn, kvikmynd byggða á samnefndri skáldsögu Guð- bergs Bergssonar. Styrkinn segir Ása munu auðvelda þeim að leita alþjóðlegra styrkja en meðfram- leiðendur myndarinnar koma frá Þýskalandi og Frakklandi. Ása var í hópi tíu leikstjóra sem valdir voru til að kynna handrit á Kvikmyndahátíðinni í Berlín en mikill heiður er að vera boðin þátttaka. Þrjú handrit voru sér- staklega verðlaunuð og var hand- rit Ásu eitt af þeim. Gengið var endanlega frá kvik- myndaréttinum á Svani Guðbergs Bergssonar í september í fyrra en fleiri sýndu réttinum áhuga. Ása Helga uppgötvaði Svaninn þegar hún las hann í bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. „Ég heillaðist alveg af honum. Hann hafði rosaleg áhrif á mig. Ég fór strax að hugsa mjög myndrænt um bókina.“ Móðir Ásu Helgu, Birna Bjarna- dóttir, er doktor í bókmennta- fræði og sérfræðingur í bók- menntum Guðbergs Bergssonar. Ása segir starf móður sinnar ekki hafa ýtt undir áhuga sinn á Guð- bergi heldur mögulega frekar haft öfug áhrif. „Ég hafði engan áhuga á bókum Guðbergs þegar ég var yngri. Ég fékk meira að segja Svaninn í fermingargjöf og skil- aði honum,“ segir Ása hlæjandi. Þær mæðgur segir hún vera mikl- ar vinkonur og að hún hafi ítrekað leitað til móður sinnar við gerð handritsins. „Mamma er minn helsti ráðgjafi.“ Svanurinn er fyrsta mynd Ásu í fullri lengd en hún vakti mikla athygli fyrir stuttmyndina Ástar- saga, sem var lokaverkefni hennar frá kvikmyndagerðardeild Col- umbia-háskóla í New York. Ása bjó þar þangað til síðasta haust þegar hún flutti aftur til Íslands. Ekki liggur fyrir hvenær tökur muni hefjast en Ása er byrjuð að hugsa um tökustaði og er mjög hrifin af hugmyndinni um að taka upp í Svarfaðardal, en hún á ættir að rekja þangað. Hún getur ekk- ert sagt um leikaraval en aðal- persónan í bókinni Svaninum er níu ára stúlka. annadrofn@frettabladid.is „Kemur boltanum rækilega af stað“ Ungur og efnilegur kvenleikstjóri fær 80 milljónir úthlutaðar úr Kvikmyndasjóði Íslands fyrir kvikmynd byggða á skáldsögunni Svaninum eftir Guðberg Bergsson. FÆR STYRK Ása Helga uppgötvaði Svaninn þegar hún nam bókmenntafræði við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svanurinn eftir Guðberg Bergsson kom út 1991 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Verkið hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál og notið mikilla vinsælda. Svanurinn BJÖRGUN Erlend ferðakona slas- aðist í Klambragili, sem er ofar- lega í Reykjadal, síðdegis í gær. Konan var á göngu, skipulagðri af íslensku ferðaþjónustufyrir- tæki, þegar hún meiddist á fæti. Bera þurfti konuna um eins km leið, víða nokkuð bratta og lausa í sér. Um 20 manns frá björgunar- sveitum tóku þátt í aðgerðinni. Konan var flutt í björgunarsveita- bíl að Suðurlandsvegi þar sem sjúkrabíll tók við henni og flutti undir læknishendur. - jhh Báru konu heilan kílómetra: Slasaðist í Klambragili BANDARÍKIN, AP Bandarísk hern- aðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. Godane var leiðtogi Al Shabab- samtakanna, sem hafa verið í tengslum við Al Kaída og staðið árum saman í blóðugri baráttu við veikburða stjórnarher í Sóm- alíu. Hassan Sheikh Mohammed, forseti Sómalíu, sagðist vonast til þess að liðsmenn samtakanna sneru sér nú að öðru. - gb Bandaríkin staðfestu: Drápu leiðtoga Al Shabab UPPREISNARMENN Í SÓMALÍU Leið- togi þeirra er fallinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Ríkið hefur samið við einn vinsælasta vef landsins, bland.is, um að hann taki að sér sölu notaðra lausamuna fyrir opin- berar stofnanir. Á vef Ríkiskaupa segir að um tímamótasamning sé að ræða. Í samningnum er vísað til þess að bland.is sé stærsta sölu- og mark- aðstorg á Íslandi með yfir tvö hundruð þúsund skráða notendur. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir ríkið að koma notuðu dóti í verð í gegnum vefinn en um er að ræða t.d. húsbúnað, tölvur og skrif- stofubúnað. Samningurinn er tilraunaverk- efni til eins árs og tók gildi þann 15. júní síðastliðinn. Það má því búast við miklu fjöri á „Blandinu“ í vetur þar sem væntanlega verður barist um fullt af ríkisgóssi. - skh Ríkið semur við vinsælan vef: Ríkiskaup selja góss á bland.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.