Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 54
| ATVINNA | VAKTSTJÓRI - HAFNARFIRÐI Starf vaktstjóra hjá þjónustustöðinni í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. Yfir vetrartímann er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Yfir sumartímann er unnin hefðbundin dagvinna. Starfssvið • Vöktun á rafrænum veg- og tækjabúnaði og mælitækjum ásamt greiningu á upplýsingum frá þeim. • Upplýsingamiðlun og útsending viðvarana ásamt boðun aðgerða. • Umsjón og viðhald á greiningar- og skráningarbúnaði tækja • Viðhald og þjónusta vega og vegbúnaðar • Ýmis vinna í starfsstöð í Hafnarfirði Menntunar- og hæfniskröfur • Iðnmenntun, framhaldsskólapróf eða sambærilegt • Góð kunnátta í íslensku • Tölvukunnátta nauðsynleg • Almennt bílpróf • Reynsla úr atvinnulífinu • Æskilegt er að viðkomandi hafi réttindi á vinnuvélar • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt • Góðir samstarfshæfileikar Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu Vegagerðarinar eru konur með tilskildar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 22. september 2014. Umsóknir berist mannauðsstjóra Vegagerðarinnar, netfang oth@ vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er eftir. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann B. Skúlason, yfirverkstjóri í síma 522 1462 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er opinber stofnun, sem heyrir undir innanríkisráðuneytið. Hjá Vegagerðinni starfa um 300 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu, að mjög fjölbreytilegum verkefnum. Um þriðjungur starfar í Reykjavík og Hafnafirði en aðrir víðs vegar um landið. Vegagerðin hefur ítarlega starfsmannastefnu og öflugt starfsmannafélag. Vegagerðin er í góðum faglegum samskiptum við systurstofnanir sínar á Norðurlöndum. Hlutverk Vegagerðarinnar er að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.Meginmarkmið Vegagerðarinnar eru: Greiðar samgöngur með góðri þjónustu.Hagkvæm uppbygging og rekstur vegakerfisins.Umferðaröryggi sé á við það sem best gerist. Góð sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa.Vel skipulögð og skilvirk starfsemi.Ánægt, hæft og gott starfsfólk. Útboð nr. 20158 Þeistareykjavirkjun Stálpípur og tengistykki Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í stálpípur og tengistykki samkvæmt útboðsgögnum nr. 20158 „Steel Pipes and Fittings„ fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum í Þingeyjarsveit. Verkið felst í framleiðslu og afhendingu á stálpípum og tengistykkjum fyrir Þeistareykjavirkjun. Stálpípur og tengistykki skal afhenda fyrir 9. júní 2015. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og útboðsgögn eru á ensku. Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Landsvirkjunar http://utbod.lv.is frá og með þriðjudeginum 9. september 2014. Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, fyrir klukkan 12:00 miðvikudaginn 29. október 2014 þar sem þau verða opnuð kl. 14:00 sama dag og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. STÖRF HJÁ ÍAV Í REYKJANESBÆ ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mann- virkjagerð sem og jarðgangagerð og jarðvinnuframkvæmdir bæði hérlendis og erlendis. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga, með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun. Vegna aukinna verkefna óskar ÍAV eftir að ráða í eftirtalin störf á verkstæði félagsins í Reykjanesbæ. Bifvélavirki / vélvirki Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af viðgerðum á stórum vinnuvélum. Nánari upplýsingar veitir Þórmar Viggósson í s. 660-6225. Járniðnaðarmaður Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af járnsmíðavinnu. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Hauksson í s. 660-8134. Iðnnemar Einnig er óskað eftir umsóknum frá iðnnemum sem vilja komast á samning. Umsóknir má finna á heimasíðu ÍAV, www.iav.is. OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 Við breytum vilja í verk www.deloitte.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 42 95 8 Vegna aukinna verkefna á sviði upplýsinga- öryggis og reksturs tölvukerfa, bæði á Íslandi og Norðurlöndunum, leitar Deloitte nú að ungu, öflugu, hæfileikaríku og áhugasömu fólki með menntun og þekkingu á sviði upp- lýsingatækni. Verkefnin eru m.a. úttektir á sviði aðgangsstýringa, hýsingar og reksturs upplýsingakerfa, gagna- flutninga, breytingastjórnunar og öryggismála. Umsóknir sendist til mannauðsstjóra Deloitte á netfangið erna.arnardottir@deloitte.is fyrir 15. september nk. Óskum eftir sérfræðingum á sviði upplýsingatækni Deloitte er stærsta alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæki heimsins og er leiðandi á sviði upplýsingatækniráðgjafar. Hjá Deloitte starfa um 200 manns víðsvegar um landið, en á alþjóðavísu eru starfs- menn Deloitte um 200.000 í yfir 150 löndum. Fyrirtækið leggur metnað í að bjóða starfsmönnum sínum upp á gott starfsum- hverfi, sveigjanlegan vinnutíma og metnaðarfulla alþjóðlega endurmenntun. VIÐ LEITUM AÐ ÞJÓNUM OG VÖNU AÐSTOÐARFÓLKI Í SAL Á KVÖLDIN OG UM HELGAR UMSÓKNIR SENDIST Á SIGRUN@STEIK.IS STEIKHÚSIÐ TRYGGVAGÖTU 4-6 6. september 2014 LAUGARDAGUR12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.