Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGNámskeið LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 20144 Ýmislegt má gera til að viðhalda virkni heilans og auka minnið, góð leið til þess er til dæmis að læra nýja hluti og prófa eitthvað nýtt reglulega. Nám Flestir hætta að læra nýja hluti eða tileinka sér nýtt efni eftir að þeir hætta í skóla, hvort sem það er grunnskóli, menntaskóli eða há- skóli. Í rannsókn Hatch, Feinstein, Link, Wadsworth og Richards kemur fram að menntun og nám hafi já- kvæðar breytingar á heilanum í för með sér. Rannsakendur telja að vits- munaleg virkni veiti vörn gegn elli- glöpum. Heilinn bókstaflega stækk- ar þegar fólk heldur áfram að læra nýja hluti og ögra sjálfu sér. Minn- ið eykst og nýjar heilafrumur mynd- ast. Það er hægt að læra nýja hluti á ýmsan máta, svo sem að fara á nám- skeið í því sem hver og einn hefur áhuga á, skipta um starf, finna sér nýtt áhugamál, læra nýtt tungumál, fylgjast með fréttum um allan heim eða læra að matreiða nýja rétti. Líkamlegar æfingar Heilbrigð sál í hraustum líkama segir máltækið og virðist sem regluleg- ar æfingar hafi jákvæð áhrif á heila- starfsemina. Æfingar styrkja tengsl milli heilafrumna og hafa vísinda- menn fundið út að þau svæði sem örvast hvað mest við hreyfingu eru tengd minni og námi. Andlegar æfingar Það er mikilvægt að halda huganum uppteknum, að láta reyna á minnið og nota hugsunina við lausn vanda- mála. Því meira sem við hugsum því betur virkar heilinn, burtséð frá aldri. Án notkunar, líkt og ónotaðir vöðvar, rýrnar heilinn sem leiðir til minni getu hans til að leysa hugræn verkefni. Leiðir til að virkja heilann eru til dæmis lestur bóka, hugsana- leikir, svo sem krossgátur, sudoku og skrafl, dans, hugarreikningur og að mála eða teikna. Félagsleg tengsl Félagsskapur hefur góð áhrif á heil- ann þar sem samskipti eru í raun ákveðið form andlegrar æfingar. Það getur haldið mönnum skörp- um að eiga samskipti við aðra því það getur reynt á á mörgum svið- um. Sterk félagsleg tengsl hafa verið tengd við lægri blóðþrýsting hjá fólki og betri lífslíkur. Nám hefur góð áhrif á virkni heilans Á undanförnum árum hefur komið í ljós að taugafrumur eða taugungar fólks geta endurnýjast fram eftir öllum aldri. Hægt er að fara margar leiðir til að viðhalda virkni heilans og bæta minnið, það má fara í nám, gera líkamlegar æfingar, andlegar æfingar eða einfaldlega hitta annað fólk. Ekki einungis hjálpa þessi ráð við heilastarfsemina heldur eru þau einnig góð fyrir líkama og sál. Félagsskapur hefur góð áhrif á heilann og samskipti við aðra eru ákveðið form and- legrar æfingar. Sudoku þrautir þjálfa hugann og minnið. Dans er góð andleg og líkamleg þjálfun. Allt nýtt sem lærist er gott fyrir hugann hvort sem það er nýtt tungumál eða nýr réttur í eldhúsinu. Nám hefur jákvæðar breytingar á heila í för með sér, minnið eykst og nýjar heila- frumur myndast. MYNDIR/GETTY Kilroy Live er tækifæri sem gefst ekki á hverjum degi,“ segir Baldur Ólafs-son, sérfræðingur í námi erlendis hjá ferðaskrifstofunni Kilroy. „Á Kilroy Live geta þeir sem hafa áhuga á háskólanámi ytra haft bein samskipti við þá gestkomandi háskóla sem þeir hafa áhuga á og fengið svör við hverju því sem brennur á þeim hjá fulltrúum skólanna sjálfra.“ Á Kilroy Live í Bíói Paradís verða full- trúar frá samstarfsháskólum Kilroy í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada og Englandi. „Margir sem ætla sér utan í háskóla- nám hugsa það ekki til enda,“ segir Bald- ur. „Þá er góð staðsetning og orðspor skólanna látið duga en ekki hugsað út í hvað nemandinn uppsker úr námi sínu á endanum. Kannski hentar draumaskól- inn ekki jafn vel og skyldi en að því er ómögulegt að komast nema fara vel ofan í málin, bera skólana saman og ræða allt sem veldur vangaveltum um viðkom- andi skóla.“ Baldur segir stigsmun vera á öllum háskólum þegar kemur að gæðum og áherslu. „Því er að mörgu að huga. Til dæmis getur einn háskóli lagt áherslu á gæða- nám í íþróttafræðum og þá vitaskuld skynsamlegra að velja hann umfram annan skóla sem er þó meðal þeirra bestu í heimi en með litla áherslu á íþróttafræði.“ Ástralskir háskólar vinsælir Á Kilroy Live verður Baldur með fyrir- lestur um hvað Kilroy gerir fyrir um- sækjendur um háskólavist erlendis. „Ég fer yfir ýmis mikilvæg atriði til að koma sér utan til náms því mismun- andi lönd hafa mismunandi reglur. Aðal hausverkur flestra er hvernig fjármagna á háskólanám ytra. Það er enda varhuga- vert að ætla sér að æða út í nám þegar skólagjöld eru kannski 40 þúsund dalir en Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) lánar ekki nema 14 þúsund dali fyrir námsárið.“ Baldur segir æ fleiri Íslendinga fara til háskólanáms í Ástralíu, þar sem eru af- bragðs háskólar. „Þrír af þeim sem koma til Íslands eru Monash University, University of New South Wales og University of Sydney en þeir eru allir á lista meðal topp eitt pró- sent háskóla í heiminum. Róðurinn er ekki eins þungur að fara til há- skólanáms í Ástralíu eins og í Bandaríkjunum. Þannig lánar LÍN 62 þúsund dali til 3ja ára grunnnáms í Ástr- alíu en aðeins 44.100 dali til fjögurra ára grunn- náms í Bandaríkjun- um.“ Baldur hefur ekki fengið haldbærar skýr- ingar frá LÍN af hverju þessi einkennilega mis- munun námslána er á milli heimsálfa. Í Bíói Paradís verða ráðgjaf- ar Kilroy til skrafs og ráðagerða um hvernig sótt er um háskólanám erlendis, tungumálaskóla og fleira. Einnig verða ferðasérfræðingar Kilroy á staðnum. Á Facebook er hægt að taka þátt í leik vegna Kilroy Live og vinna flug og heim- sókn í einn af samstarfsháskólum Kilroy. Frítt er inn á kynningarnar sem verða tvisvar yfir daginn, klukkan 17 og 18. Frekari upplýsingar um háskólanám og skráningu á viðburðinn er að finna á heimasíðu Kilroy: kilroy.is Viltu læra við bestu háskóla heims? Menntaviðburðurinn Kilroy Live 2014 verður haldinn hátíðlegur í Bíói Paradís mánudaginn 8. september, milli klukkan 16 og 19. Þá gefst íslenskum námsmönnum tækifæri til að kynnast fjórtán mismunandi háskólum víðs vegar í heiminum og fá ráðleggingar um hvernig best er að haga umsóknarferli í háskólana. Háskólanám erlendis felur í sér dýrmæta lífsreynslu en að mörgu er að huga og algengt að fólk átti sig ekki á hvar byrja skuli á umsóknarferlinu. Þar kemur Kilroy til hjálpar með sérfræðingum í námi erlendis. EFTIRFARANDI SAMSTARFSHÁSKÓLAR KILROY VERÐA Á KILROY LIVE 2014: Frá Ástralíu: ■ University of Sydney ■ Griffith University ■ La Trobe University ■ University of the Sunshine Coast ■ Monash University ■ Queensland University of Technology (QUT) ■ University of New South Wales ■ TAFE Queensland East Coast Frá Kanada: ■ Thompson Rivers University Frá Bandaríkjunum: ■ Berkeley College ■ California State University of San Marcos Frá Englandi: ■ Bournemouth University ■ Coventry University Kilroy er til húsa á Skólavörðustíg 3a.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.