Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 55
ATVINNA - KERFISSTJÓRI Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða kerfisstjóra til starfa sem fyrst, eða skv. nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu. HSA rekur blandað tölvukerfi á 11 stöðum á Austurlandi. Kerfisstjóri sinnir miðlægum kerfum, notendaþjónustu og öðrum þeim verkefnum sem tengjast rekstri tölvukerfis stofnunarinnar beint eða óbeint, auk annarra tilfallandi verkefna. Viðkomandi annast daglegan rekstur net-, síma- og tölvukerfis HSA, uppsetningu á vél-, hug- og jaðarbúnaði, umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði, notendaumsýslu, stofnun og viðhald notenda, eftirlit með hugbúnaði, umsjón með afritun og geymslu rafrænna gagna, almenna ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn. Menntun á sviði upplýsingatækni, svo sem kerfisfræði, kerfis- stjórnunar eða sambærilegs æskileg. MCSA, MCSE eða MCITP vottun æskileg. Haldbær reynsla af sambærilegu starfi við rekstur tölvukerfa. Góð net- og hugbúnaðarþekking og þekking á vélbúnaði. Staðgóð þekking á Windows-netkerfum, netþjónum og útstöðvum. Þekking á Linux stýrikerfum og Cisco netbúnaði er kostur. Lögð er áhersla á frumkvæði í starfi, skipulagshæfni, sveigjan- leika, ríka þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum. Laun eru greidd skv. kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og stofnanasamningum HSA. Umsóknarfrestur um starfið er til 22. september nk. Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út um- sóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum „laus störf.“ Nánari upplýsingar veita: Kjartan Einarsson, forstöðumaður eigna- og tæknisviðs HSA, s. 892-3090, netf. kjartan@hsa.is og Emil Sigurjónsson, forstöðum. mannauðssviðs HSA, s. 470-3053 & 895-2488, netf. emils@hsa.is. Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Umdæmissjúkrahús fyrir Austurland er í Neskaupstað. Stofnunin þjónar alls um 11.000 íbúum frá Vopnafirði til Djúpavogs, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. Vegna aukinna umsvifa leitar EFLA að reyndum hönnunar- og verkefnisstjóra á samgöngusvið. Starfið felst aðallega í að stýra fjölbreyttum hönnunarverkum í samgöngum með áherslu á veghönnunarverkefni í Noregi og á Íslandi, ásamt því að taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu samgöngusviðs EFLU. Aðsetur starfsmanns verður í höfuðstöðvum EFLU í Reykjavík. Um framtíðarstarf er að ræða. Hæfniskröfur: • A.m.k. BSc. gráða í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði er skilyrði • Reynsla í stjórnun hönnunarverka í vega- og gatnagerð • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð tök á íslensku, ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skulu berast í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/umsokn-um-starf, fyrir 20. september næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Guðnason, sviðsstjóri samgöngusviðs, gudmundur.gudnason@efla.is. EFLA verkfræðistofa óskar eftir að ráða starfsmann á samgöngusvið EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir vandaða þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Við lítum á öll verkefni sem tækifæri til þess að stuðla að framförum og efla samfélagið. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 240 samhentra starfsmanna. HÖFÐABAKKI 9 • 110 REYK JAVÍK • 412 6000 • www.efla.is • ÍSLAND • DUBAI • FRAKKLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • PÓLLAND • RÚSSLAND • T YRKLAND Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 850 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem milli- landaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa. Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkis- lögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar. Umsóknarfrestur er til og með 19. september. Umsóknum skal skila rafrænt á www.isavia.is/atvinna Isavia óskar eftir reynslumiklum rafvirkja með áhuga á flugi. Gerð er krafa um sveinspróf í rafvirkjun og reynslu af rekstri og viðhaldi smá-, lág- og háspennukerfa. Auk þess er þekking á iðntölvustýringum og CCR aflgjöfum æskileg. Starfið felur í sér ferðalög um landið. Í starfinu felst meðal annars: • Vinna við brautarlýsingu, aðflugs- og flugleiðsögukerfi • Viðhald hússtjórnarkerfa • Almenn raflagnavinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.