Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.09.2014, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN Elíza stígur á svið í Kirkjuvogs-kirkju í Höfnum, Reykja-nesbæ, á morgun klukkan 16. Þar mun hún flytja gömul og ný lög frá tuttugu ára ferli sínum, allt frá Kolrössu krókríðandi til Eyjafjalla- jökuls og frumflytja splunkunýtt efni. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög fara til styrktar viðhalds á Kirkjuvogskirkju. Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég drekk mikið kaffi, hlusta á tónlist og er í náttfötunum fram eftir degi. Hvar finnst þér best að vera um helgar? Heima er best. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Í dag verð ég að æfa mig og búa mig undir tónleikana í Kirkjuvogskirkju og svo kíki ég á alls konar skemmtilegt sem verður í boði á Ljósanótt. Þar langar mig til dæmis að kaupa einhverja flotta list á þeim fjölmörgu sýningum sem verða í boði um helgina. Vakirðu fram eftir um helgar? Ég vaki eiginlega alltaf of lengi og myndi vaka enn þá lengur ef ég væri ekki með eina fjöruga eins árs dömu sem þykir gaman að vakna klukkan sex á morgnana! Ertu árrisul að eðlisfari eða sef- urðu út? Ég elska að sofa út en get það ekki lengur þar sem dóttirin vekur mig í miklu stuði eldsnemma á hverjum morgni. Henni er slétt sama hvort það er helgi eða ekki. Hver er draumamorgunverðurinn? „Full English Breakfast, please.“ Hvernig er dæmigert laugardags- kvöld í þínu lífi? Bara að hafa það náðugt heima, horfa á bíómynd og slappa af. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Hjá mér er nammidagur á hverjum degi en ég er að reyna að temja það niður í einn dag í viku og gengur misvel. Uppáhaldsnammið er Þristur og flest allt súkkulaði og sterkt nammi, held ég. Það breytist þó eftir því hversu svöng ég er þegar ég labba fram hjá nammihillum búðanna. Hvað maularðu í sjónvarpssóf- anum á kósíkvöldi? Súkkulaði, salt- stangir og gamla góða poppið sem ég poppa í potti. Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ég reyni að slaka á en það virkar ekki alltaf sem skyldi. Ferðu til kirkju eða hlustar á út- varpsmessuna á sunnudögum? Nei, en ég fer til kirkju á morgun til að spila. Hvað verður með sunnudags- kaffinu og með hverjum drekkurðu það? Best er að fá eitthvað heima- bakað frá húsbóndanum Gísla; hann er öflugur í bakstrinum. Ég drekk sunnudagskaffið með honum og Sölku Sigurlilju dóttur okkar sem fær sér mjólkursopa. Kannski kíkja svo pápi gamli og hans frú við. Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að eiga tíma með fjölskyld- unni, leika við dóttur mína, tralla í tónlist og njóta náttúrunnar allt í kringum mig. Hvað er annars að frétta af þér, Elíza? Allt gott að frétta. Ég er flutt í sveitina við sjóinn, Hafnir Holly- wood, og það er alveg yndislegt. Hvað ertu að bralla þessa dagana? Ég er nýbyrjuð að kenna tónlist í Háaleitisskóla á Ásbrú og það er ansi fjörugt. Svo er ég að vinna á fullu að nýrri plötu sem verður fjórða sólóplatan mín og stefni á að gefa hana út snemma á næsta ári. Svo var ég að gefa út nýtt lag sem heitir Flöskuskeyti og er byrjað að hljóma í útvarpinu þessa dagana. Af hverju settistu að í Höfn- um? Af því ég vissi ekki hvað ég saknaði hafsins og víðáttunnar mikið fyrr en ég flutti til Hafna eftir margra ára búsetu erlendis. Nú er ég svo sannarlega komin heim. Ég á margar tengingar við Hafnir; pabbi minn, Geir New man, er alinn þar upp og í Höfnum eyddi ég miklum tíma sem barn. Hér hefur mér alltaf liðið mjög vel í Höfnum sem eru kannski gleymdur gimsteinn á Reykjanesinu. ■ thordis@365.is FLUTT HEIM Í GLEYMDAN GIMSTEIN HELGIN Tónlistarkonan Elíza Geirsdóttir Newman er komin heim úr langri útlegð; heim í Hafnir Hollywood, eins og hún kallar paradís æskuára sinna. Þar poppar hún á kósíkvöldum og nýtur tilverunnar með sínum heittelskaða og ársgamalli dóttur þeirra. SUÐURNESJAMÆR Elíza Geirsdóttir Newman upplifði sáran söknuð eftir hafi og ís- lenskri víðáttu þegar hún flutti heim til Hafnar eftir áralanga búsetu ytra. MYND/GÍSLI KRISTJÁNSSON ½ bolli smjör ½ bolli sykur ¼ tsk. salt 1 tsk. vanillu-extrakt 2 eggjarauður 1½ bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/3 bolli mjólk 1½ bolli nýtínd bláber 2 eggjahvítur ¼ bolli sykur Aðferð Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman smjöri og hálfum bolla af sykri, þar til mjúkt. Bætið við salti og vanillu. Skiljið eggin, geymið hvíturnar, bætið eggjarauðunum við blönduna og hrærið. Blandið saman 1½ bolla af hveiti, lyftidufti og mjólk og bætið því smátt og smátt við eggjarauðublönduna. Veltið bláberjum upp úr hveiti og bætið þeim við deigið. Þeytið eggjahvíturnar í annarri skál. Bætið ¼ bolla af sykri smátt og smátt við eggjahvíturnar og bætið þeim svo við deigið. Hellið í form og og stráið sykri yfir deigið. Bakið í 50 mín- útur eða þar til kakan er bökuð í gegn. LJÚFFENG UM HELGINA Margir eiga nóg af bláberjum eftir berjatínslu síðast- liðna daga eða ætla að skella sér í berjamó um helgina. Fyrir þá er ráð að baka þessa gómsætu köku úr afrakstrinum og gæða sér á með kaffinu. GÓMSÆT Bláberjakaka getur ekki klikkað með kaffinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.