Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2014, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 22.09.2014, Qupperneq 1
FRÉTTIR FASTEIGNIR.IS22. SEPTEMBER 201438. TBL. Fasteignasalan Höfuðborg hefur til sölu fallegt tvílyft 307,9 fm einbýli með aukaíbúð við Hlíðarveg 2 í Kópavogi. Opið hús verður í dag klukkan 19. Komið er inn á efri hæð í forstofu með náttúrusteini á gólfi og fata-skáp. Þar er gestasalerni. Stofan er L-laga stofa og borð-stofa með útgangi út á svalir í vest-ur. Úr stofu er stigi niður á neðri hæð. Eldhús er með ljósri innrétt-ingu með góðri vinnuaðstöðu.Þrjú svefnherbergi eru á hæð-inni. Hægt að gera fimm svefn-herbergi en eitt herbergið er nýtt sem fataherbergi með góðum fata-skápum. Baðherbergi er með nuddbað-kari, sturtuklefa, innréttingu, handklæðaofni og glugga. Flísar á gólfi og á veggjum. Þvottahús er inn af eldhúsi með gluggÁ Íbúðin á neðri hæð er um 85 fm og 3ja herbergja með stofu, tveimur svefnherbergjum og fata-skáp í öðru. Eldhús er með fal-legri hvítri innréttingu og borð-krók. Inn af eldhúsi er þvottaher-bergi og geymsla. Baðherbergi er með sturtu. Gólfefni eru að mestuparket og flí Á neðri hæð er líka kyndiklefi sem nýtist sem ágætis geymslu-rými. Lóðin er stór, frágengin með mörgum bílastæðum. Þar eru góðar verandir með skjólveggjum og heitum potti. Húsið hefur verið klætt að hluta, nýtt gler aðog f Opið hús að Hlíðarvegi 2 Garðurinn er fallega frágenginn með veröndum og heitum potti. * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir skjalagerð Opið hús í dag frá kl 17:30 til 18:00 Opið hús í dag frá kl 18:30 til 19:00 Þórsgata 22A Efstasund 93 79,3 fm 3ja herb. einbýlishús á þremur hæðum.Miklir möguleikar, hús með sérgarði á frábærum stað. Verð: 39.8 milj. Uppl. veitir Heiðar s: 693 3356 145,3 fm 5-herb. hæð með þremur svefnherb. Rúmgóður bílskúr, hæð mikið endurnýjuð. Verð: 39 milj. Uppl. veitir Heiðar s: 693 3356 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS GLERBÍLL Breski hönnuðurinn Dominic Wilcox sýndi sérstæð-an hugmyndabíl á hönnunarhátíðinni í London á dögunum. Bíllinn er úr steindu gleri og sjálf-stýrður. Inni í bílnum er rúm þar sem farþegi getur sofið. Iro a-maskarnir hafa sannað sig sem gæðamaskar án parabena. Þeir eru hannaðir fyrir nútímakonur og -k rla sem oft eru önnum kafin en er umhugað um heilsu sína og vellíðan og vilja dekra við sig heima fyrir. „Mér finnst mask- arnir frá IROHA vera æðislegir og á ég yfirleitt alltaf til eintök heima til að nota eftir til dæmis langa vinnuviku,“ segir Ingibjörg Sveinbjör sdóttir. „Það besta við maskana er hvað þeir eru auð- veldir og þægilegir í notkun. Ég fagna fjölbreytileikanum sem fylgir þessum vörum, þar sem úrvalið er mjög gott. Með möskunum er auðveldlega hægt að breyta hversdagslegu kvöldi í algjört lúxusheimadekur, allt frá því að setja maska á andlitið yfir í að nota handa- og fótamaska. Þetta er bæði þægilegt og fljótlegt heimad k “ GEISLANDI Á FIMMTÁN MÍNÚTUMHALLDÓR JÓNSSON EHF. KYNNIR IROHA-maskarnir eru tilvaldir í þægilegt heimadekur sem nærir húðina og gerir hana ferska. Þeir eru án parabena. BÍLSKÚRAR &GEYMSLUR MÁNUDAGUR 22. S EPTEMBER 2014 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Mánudagur 14 3 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Bílskúrar & geymslur | Fólk Sími: 512 5000 22. SEPTEMBER 2014 222. tölublað 14. árgangur Atriði á nýju safni Fyrsta safnið í heiminum sem er helgað mannréttindum valdi íslenska fyrirtækið Gagarín til að setja upp gagnvirk sýningaratriði. 2 Fáar tilkynningar Tilkynningar um atvinnusjúkdóma eru mun færri en búast mætti við. 6 Brenglað sykurþol Ný rannsókn bendir til þess að neysla gervisykurs hafi áhrif á sykuróþol. 8 Valdi dreift í Afganistan Sigurveg- ari forsetakosninganna í Afganistan hefur undirritað samkomulag um þjóðstjórn. 10 SKOÐUN Guðmundur Andri skrifar um „vælubílinn“ og þrjá menn sem harma hlut sinn. 15 MENNING Fjórföld sviðs- höfundasmiðja í kvik- myndabænum Flateyri. 20 LÍFIÐ Gulli úr Mezzoforte gefur út afar persónulega plötu. 23 SPORT Manchester United mátti þola sögulegt tap fyrir nýliðum Leicester. 24 Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Flux flúormunnskol Heilbrigðar tennur VILJA HREINNA LOFT Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður fylktu um þrjú hundruð umhverfisverndarsinnar liði í miðborg Reykjavíkur og kröfðust þess að gripið yrði til aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARNAVERNDARMÁL Foreldrar leik- skólabarns á Kirkjubæjarklaustri hafa leitað til yfirvalda eftir að leikskólastjóri var sakaður um að hafa bundið barnið niður við stól með trefli þegar það átti bágt með að sitja kyrrt og vildi ekki borða mat. Um er að ræða Heilsuleik- skólann Kærabæ á Kirkjubæjar- klaustri. Málið komst upp þegar annað barn á leikskólanum greindi for- eldrum sínum frá því. Þeir upp- lýstu foreldra barnsins sem um ræðir um atvikið. Í kjölfarið gengu þeir á leikskólastjórann vegna atviksins sem neitaði að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Fréttablað- ið ræddi í gærkvöldi við einstak- ling sem varð vitni að atvikinu og staðfesti hann lýsingu barnsins á því. Sá einstaklingur hafði sam- band við bæjaryfirvöld á Kirkju- bæjarklaustri til að fá upplýsingar um hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Í kjölfarið ræddi hann við félagsmálayfirvöld og lýsti atvik- inu sem um ræðir. Að sögn foreldra barnsins er málið komið í ferli hjá sveitarfé- laginu og hafa þeir hitt félagsráð- gjafa einu sinni vegna þess. Hvert framhald málsins verður er óljóst en foreldrarnir eiga von á að hitta félagsráðgjafann aftur í þessari viku. Leikskólastjórinn er enn að störfum við skólann. Í samtali við Fréttablaðið neitar hún að hafa bundið barnið niður og furðar sig á ásökunum um slíkt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þekkir ekki til málsins en segir það að reyra niður barn gangi gegn ákvæðum barnaverndarlaga. „Það er alveg ljóst að þetta er afar vond uppeldisaðferð. Þetta er refsing og það er kveðið á um það í lögum að allar refsingar, hvort sem þær eru líkamlegar eða and- legar, eru refsiverðar. Það er ekki að tilefnislausu sem það er sett inn í lögin, allar svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sál- rænt og þetta eru uppeldisaðferðir sem eru fráleitar,“ segir hann. Bragi segir svona aðferðir hafa tíðkast hér á árum áður en hann hefði haldið að þetta myndi ekki sjást í dag. „Af og til koma upp svona tilvik þar sem starfsfólkið virðist vera ráðþrota í sínum störfum. Það getur verið að börnin sem í hlut eiga séu stjórnlaus og mjög erf- itt að höndla þau en þetta er ekki aðferðin til að glíma við uppeldi barna. Það eru allt aðrar aðferð- ir sem eru viðurkenndar og bera árangur þannig að svona starfsað- ferðir eru óásættanlegar,“ segir Bragi. fanney@frettabladid.is Leikskólastjórinn sagður hafa bundið barn í refsingarskyni Leikskólastjóri á Kirkjubæjarklaustri er sagður hafa bundið barn við stól vegna óþekktar. Leikskólastjórinn neitar ásökununum alfarið. Forstjóri Barnaverndarstofu segir slíkar uppeldisaðferðir vera fráleitar. Svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sálrænt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. HEILBRIGÐISMÁL Í dag eru 295 ein- staklingar á hvern lækni en þeim fjölgar hratt næstu árin sam- kvæmt tölum frá Læknafélagi Íslands. Miðað við nýja spá um fjölda lækna næstu tíu árin, að 303 læknar fari á eftirlaun, 48 útskrif- ist frá Háskóla Íslands á ári og og mismunurinn á brottfluttum og aðfluttum læknum verði 38, þá verða 390 einstaklingar á hvern lækni. „Við höfum áhyggjur af þessu vegna þess að við teljum að þarna sé framtíð heilbrigðiskerfisins undir,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins. Hann vonast til að ríkisvaldið komi til móts við lækna í kjarasamningum, það sé líklegast til að draga lækna til landsins. - sjá síðu 4 / jme 66 læknar flytja burt árlega: Læknaflótti er áhyggjuefniBolungarvík 8° SSA 7Akureyri 10° SA 6 Egilsstaðir 13° SSA 5 Kirkjubæjarkl. 10° SA 4 Reykjavík 11° SA 7 Rigning eða skúrir víða á landinu,síst NA-til, en léttir heldur til seint í kvöld. Yfirleitt S- og SA-átt, 5-10 m/s. Hiti á bilinu 8-13°C, hlýjast austanlands. 4 LÖGREGLUMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og sitjandi dómsmálaráðherra, segist taka ásakanir Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi starfs- manns sérstaks saksóknara, um ólöglegar símhleranir embættis- ins alvarlega, en hann beri þó fullt traust til þess. „Menn verða auðvitað þegar svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlega þó ekki væri nema vegna þess að það er mjög mikil- vægt að þessar stofnanir, þessi embætti njóti óskoraðs trausts,“ segir Sigmundur við fréttastofu. Sigmundur hyggst fela viðeig- andi nefndum að fara yfir hvort embættið hafi farið að lögum og reglum við framkvæmd símhlerana og athuga hvað sé hæft í áðurnefnd- um ásökunum. „Hvað varðar hler- anirnar sérstaklega þá þekkjum við dæmi um að þar hafi hlutirnir ekki alltaf gengið fyrir sig eins og æskilegt væri og þá er spurningin: er það reglu- verkinu að kenna eða því að menn hafi ekki fylgt því sem skyldi. Er kannski ástæða til að árétta hlutina enn betur í reglu- verkinu og það er það sem verður þá unnið núna í fram- haldinu,“ segir Sig- mundur. sjá síðu 8 / hh, fbj Sitjandi dómsmálaráðherra vill láta rannsaka framkvæmdir símhlerana: Lætur skoða sérstakan saksóknara Menn verða auðvitað þegar svona ásakanir koma upp að taka þær alvarlega. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.