Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 2

Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 2
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS MENNING Íslenska fyrirtækið Gag- arín var fengið til að setja upp þrjú gagnvirk sýningaratriði á mann- réttindasafni í Winnipeg í Kan- ada sem opnað var nú um helgina. Safnið, The Canadian Museum for Human Rights, er fyrsta safnið í heiminum sem eingöngu er helgað mannréttindum. „Þar er búið að skapa ein- stakan stað sem fólk mun koma á og læra og fá innblástur til að vinna að mann- réttindamál- um um ókomna framtíð,“ segir Ásta Olga Magn- úsdóttir, verkefnisstjóri hjá Gag- arín sem sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum fyrir söfn og sýningar. Fyrirtækið sendi tillögur í útboð vegna sýningaratriðanna og hefur unnið að verkefninu undan- farin þrjú ár. „Það var mikill heið- ur að hafa verið valin og ótrúlega gaman að taka þátt í svona stóru verkefni. Þetta hefur verið langt ferli og margir ólíkir aðilar þurftu að koma að verkefninu. Þessar þrjár sýningarlausnir sem við erum með eru unnar í samstarfi við safnið í tengslum við þemu sem það er með. Við erum meðal annars með gagnvirkar sögur þar sem fjallað er um fólk sem hefur unnið að mannréttindamálum. Annað atriði er mjög falleg lif- andi myndlíking um stjórnar- skrá Kanada sem setur alveg tón- inn fyrir eitt af ellefu galleríum safnsins og þriðja atriðið tengist mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna en þar erum við að vinna með hreyfiskynjun.“ Ásta segir safnið eiga að vera í miklum tengslum við það sem er að gerast á líðandi stundu. „Þetta verður safn sem verður í samtali við samfélagið. Það setur Winni- peg á kortið sem mannréttindaborg og það verður staður þar sem fólk kemur aftur og aftur. Gagarín hefur lagt mikla vinnu í að kynna starfsemi og lausnir víða erlendis og meðal verkefna þess núna er hönnun á gagnvirkum kynn- ingum um alla þjóðgarða Noregs sem settar verða upp í 15 upplýs- ingamiðstöðvum fyrir ferðamenn. Jafnframt tók fyrirtækið að sér í samstarfi við sænsku arkitektastof- una Codesign að hanna gagnvirkar sýningarlausnir fyrir nýja olíusýn- ingu í Vísinda- og tæknisafninu í Ósló sem opnuð var á þessu ári. ibs@frettabladid.is Með sýningaratriði á mannréttindasafni Fyrsta safnið í heiminum sem eingöngu er helgað mannréttindum valdi íslenska fyrirtækið Gagarín til að setja upp gagnvirk sýningaratriði. Vinnan hefur staðið yfir þrjú ár í samstarfi við safnið, segir Ásta Magnúsdóttir, verkefnisstjóri. MANNRÉTTINDASAFNIÐ „Safnið verður í samtali við samfélagið,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir. MYND/THE CANADIAN MUSEUM FOR HUMAN RIGHTS SÝNINGARATRIÐI Skjáskot af einu af sýningaratriðum Gagaríns. ÁSTA OLGA MAGNÚSDÓTTIR ALBANÍA Frans páfi fordæmdi öfgamenn um heim allan í messu sinni í Tírana, höfuðborg Albaníu í gær. Sagði hann þá „snúa út úr“ trúar- brögðum til þess að réttlæta ofbeldi sitt, en talið er að orðum hans hafi verið beint að herskáum meðlimum Íslamska ríkisins. Tugþúsundir Albana hlýddu á erindi trúarleiðtogans en hann lofaði einnig friðsæla sambúð ólíkra trúarhópa í landinu. Meirihluti íbúa Albaníu er íslamstrúar en þar býr einnig talsverður fjöldi kristinna manna. -bá Tugþúsundir manna hlýddu á messu páfans í Albaníu í gær: Frans páfi fordæmir öfgamenn HEIMSÓKN FRANS FAGNAÐ Að sögn páfans vildi hann heimsækja Albaníu vegna þess hve mikið landið hefur þjáðst. Enver Hoxha, fyrrverandi einræðisherra lands- ins, bannaði öll trúarbrögð í stjórnartíð sinni. NORDICPHOTOS/AFP Höfum við setið á þessum upplýsingum allt of lengi, Teitur? „Já. Ég stend við þessi orð.“ Nýjar rannsóknir sýna að því lengur sem þú situr, því verri verður heilsan. Teitur Guð- mundsson læknir hvetur fólk til að standa upp. ELDGOS Gas frá eldgosinu í Holu- hrauni mun í dag leggja til norðaust- urs frá gosstöðvunum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Miðað er við að svæðið þar sem gasmengun- ar gætir mögulega sé frá Þistilfirði í norðri til Héraðs í suðri. Hægt er að fylgjast með styrk gasmengunar í lofti á vefsíðunni loftgaedi.is. Gas hefur streymt látlaust upp úr eldgígunum um helgina og hafa vísindamenn á vettvangi orðið varir við dauða fugla á svæðinu vegna þess. Á fimmta tímanum í gær mældist styrkur brennisteins- díoxíðs (SO2) rúmlega 700 míkró- grömmm á rúmmetra, en við- kvæmir geta fundið fyrir áhrifum mengunarinnar þegar styrkurinn mælist yfir 600 míkrógrömm á rúmmetra. Samkvæmt vísindamannaráði almannavarna eru engin merki um að eldgosið sé í rénun en hraunbreið- an úr gosinu er nú rúmlega 37 fer- kílómetrar að stærð. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns og sömuleiðis heldur sig öskju Bárðar- bungu áfram á svipuðum hraða og undanfarna daga. Þá mældust í gær um 85 skjálftar á gossvæðinu, þar af fjórir yfir fjög- ur stig að styrkleika. Þeir stærstu mældust 4,8 stig, rétt fyrir klukk- an eitt um nótt, og 5,5 stig rétt fyrir klukkan ellefu um morgun. - bá Ekkert bendir til að eldgosið í Holuhrauni sé í rénun og hafa fuglar fundist dauðir vegna gaseitrunar: Búist við að gasið leggi til norðausturs í dag GOSIÐ VIÐ HOLUHRAUN Í dag eru líkur á gasmengun á Norðausturlandi vegna gossins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁTTÚRA Okjökull, í samnefndu fjalli í Borgarfirði, telst ekki lengur vera jökull. Okið er þar með fyrsti nafnkunni jökull landsins til að missa þessa nafn- bót. Þetta sagði Oddur Sigurðsson jöklafræðingur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær. Hann fór í könnunarferð á Okið fyrir nokkrum dögum en get- gátur hafa lengið verið uppi um að þess litli en vel þekkti „jökull“ uppfylli ekki lengur þau skilyrði sem þarf til að halda nafnbót- inni. Að sögn Odds þurfa jöklar að vera nógu þykkir til að hníga undan eigin fargi og nær Okjök- ull því ekki. - bá Fyrstur til að missa heitið: Okið telst ekki lengur jökull GÓÐGERÐARMÁL Ellefu styrkir voru afhendir úr Starfsmenntunar- sjóði ungra kvenna, að heildarupp- hæð rúmlega 1,2 milljónir króna. Tilgangur sjóðsins hefur frá upphafi verið að hvetja og styðja við bakið á konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til þess að afla sér aukinnar menntunar. Á sautján starfsárum hefur sjóður- inn úthlutað 130 styrkjum að fjár- hæð samtals 14,7 milljónir króna. Starfandi er fjáröflunarnefnd Starfsmenntunarsjóðsins. Einnig gefa aðildarfélög BKR til sjóðs- ins en mestu munar um velvild og styrki fyrirtækja til sjóðsins, m.a. frá Sorpu og Góða hirðinum. - fb Ellefu styrkir afhentir: 1,2 milljónir til ungra kvenna LÍBÝA Fjörutíu flóttamanna er saknað eftir að fleki sökk fimmtíu kílómetra frá austurströnd Líbýu í gær. Þetta segir ítalskur landhelgis- gæslumaður í samtali við Reut- ers. Ítölsk hafnaryfirvöld sendu báta til móts við flekana og var 55 flóttamönnum bjargað um borð, en talið er að um 95 hafi verið á fleyinu. Hvorki tangur né tetur hefur fundist af þeim sem sakn- að er. Alls hafa því rúmlega þrjú þús- und flóttamenn látist það sem af er ári við að sigla yfir Miðjarðarhafið í átt að Ítalíu. Flestir þeirra koma frá stríðshrjáðum svæðum í Sýr- landi, Líbýu og Erítreu á austur- strönd Afríku. Mörgum hefur þó tekist siglingin og talið er að um 130 þúsund flóttamenn hafi náð ströndum Ítalíu í ár, borið saman við 60 þúsund allt árið í fyrra sam- kvæmt tölum frá Flóttamannstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Vargöldin sem nú ríkir í Líbýu hefur leitt til þess að nær ómögu- legt er að halda utan um fjölda þeirra sem flúið hafa landið á síð- ustu misserum. Talið er að menn sem sérhæfa sig í flutningum flóttamanna frá landinu, rukki 150 þúsund krónur fyrir ferðina að ströndum Ítalíu. - sój Fleki með tæplega hundrað manns um borð sökk við austurströnd Líbýu: Fjörutíu flóttamanna saknað FLÓTTAMÖNN- UM BJARGAÐ Ítalski sjóher- inn að björg- unarstörfum fyrr á árinu. Talið er að um 130 þúsund flóttamenn hafi náð ströndum Ítalíu sjóleiðis í ár. NORDICPHOTOS/AFP fl ótta- menn hafa látist það sem af er ári við að reyna að sigla til Ítalíu. 3.000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.