Fréttablaðið - 22.09.2014, Blaðsíða 8
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
HEILSA Ný rannsókn bendir til
þessa að neysla gervisykur hafi
áhrif á sykurþol. Prósfessor við
Háskóla Íslands segir niðursöð-
urnar afar athyglisverðar.
Hitaeiningalaus sætuefni eru ein
algengustu aukaefnin sem notuð
eru í matvælaframleiðslu í heim-
inum í dag. Þau hafa hingað til
verið talin skaðlaus þrátt fyrir
gagnrýnisraddir sem sífellt verða
háværari.
Í liðinni viku birti Nature,
alþjóðlegt tímarit um
vísindi, niðurstöð-
ur úr rannsókn um
áhrif gervisyk-
urs á brenglað
sykurþol eða for-
stig sykursýki í
bæði mönnum og
músum. Rannsókn-
in var gerð á sætuefn-
unum sakkaríni, súkralósa og
aspartami.
Mýs, sem innbyrtu reglulega
gervisykur, fengu brenglað sykur-
þol og var ástæðuna fyrir því að
finna í breyttri þarmaflóru mús-
anna.
Tilraunin var sem fyrr segir
einnig gerð á mönnum og leiddi
áþekka niðurstöðu í ljós og í mús-
unum en fjórir einstaklingar af
þessum sjö fengu sykurbrenglun.
„Rannsókn þessi er mjög athygl-
isverð. Niðurstöður um hugsan-
leg áhrif gervisykurs eru sann-
færandi og eru í takt við margar
nýlegar rannsóknir um mikilvægi
bakteríuflóru garnanna í margvís-
legum sjúkdómum,“ segir Magn-
ús Karl Magnússon, prófessor og
forseti læknadeildar Háskóla
Íslands.
„Þó svo að þessi vísinda-
rannsókn hafi beint sjón-
um að áhrifum gervi-
sykurs bæði í músum
og mönnum er rétt
að bíða eftir nánari
rannsóknum á mönn-
um áður en við getum
fullyrt um hugsan-
leg neikvæð áhrif. En
engu að síður mjög áhugavert
og mikilvægt framlag til að auka
skilning okkar á áhrifum þessara
efnasambanda á mannslíkamann,“
segir Magnús Karl. Þeir sem vilja
kynna sér rannsóknina til hlítar
geta lesið hana á vefsíðunni nat-
ure.com
- fhg
Ný rannsókn á sætuefnum birtist í Nature:
Brenglað sykurþol
vegna gervisykurs
ÁHUGAVERÐ RANNSÓKN Magnús Karl Magnússon segir rannsóknina mjög áhuga-
verða en rétt sé að bíða eftir nánari rannsóknum á mönnum áður en fullyrt verði
um hugsanleg neikvæð áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, forsætisráðherra
og sitjandi dómsmálaráðherra, seg-
ist taka ásakanir á hendur sérstök-
um saksóknara alvarlega, en beri þó
fullt traust til embættisins.
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi
starfsmaður sérstaks saksóknara,
fullyrti í viðtali
við Fréttablaðið
að margoft hefði
verið hlustað á
samtöl verjanda
og sakborninga
hjá embættinu.
Það er ólöglegt.
„Menn [verða]
auðvitað þegar
svona ásakanir
koma upp að taka
þær alvarlega þó ekki væri nema
vegna þess að það er mjög mikil-
vægt að þessar stofnanir, þessi emb-
ætti njóti óskoraðs trausts,“ segir
Sigmundur í samtali við fréttastofu.
Sigmundur hyggst benda stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd á þess-
ar ásakanir og leggja það í þeirra
hendur hvort ástæða sé til að rann-
saka það nánar. „Ég geri ráð fyrir
að senda þeim [réttarfarsnefnd]
formlegt erindi og hef í raun verið
að leggja drög að því, þar sem
nefndinni er falið í samræmi við
hlutverk hennar að fara yfir það
regluverk sem gildir um símhler-
anir og um leið að skoða hvernig
því regluverki hefur verið beitt og
hvort þurfi að gera á því einhverjar
breytingar, hvort þetta sé að virka
sem skyldi.“
Sigmundur segir það áhyggjuefni
ef svona embætti njóta ekki trausts.
„Það er auðvitað áhyggjuefni ef
embætti sem fer með svona mikið
vald og mikilvægt hlutverk nýtur
ekki trausts og ef atburðir verða
til þess að draga úr því trausti og
þess vegna er það í þágu embættis-
ins ekki síður en annarra að þetta sé
allt saman skoðað vel.“
Ríkissaksóknari fékk fyrst vitn-
eskju um óeðlilega framkvæmd
símhlerana hjá sérstökum saksókn-
ara árið 2012 en aðhafðist ekkert.
Aðspurður hvort það sé eðlilegt
segir Sigmundur að bæði ríkis-
saksóknari og sérstakur saksókn-
ari hafi hafnað þessum ásökun-
um. „Þær eru þó þess eðlis að það
kallar á að þetta verði skoðað,“
segir Sigmundur og bætir við að
þarna sé um að ræða mjög mikil-
vægt „grundvallarprinsipp“ sem
sé þrískipting valdsins, sjálfstæði
ákæruvalds og dómstóla. „Þetta er
hin sígilda spurning, hver á að gæta
varðanna?“
Sigmundur segir að skoða þurfi
málaflokkinn í heild sinni. „Hvað
varðar hleranirnar sérstaklega þá
þekkjum við dæmi um að þar hafi
hlutirnir ekki alltaf gengið fyrir sig
alveg eins og æskilegt væri og þá
er spurningin: er það regluverkinu
að kenna eða því að menn hafi ekki
fylgt því sem skyldi. Er kannski
ástæða til að árétta hlutina enn
betur í regluverkinu og það er það
sem verður þá unnið núna í fram-
haldinu.“
fanney@frettabladid.is / hjortur@stod2.is
„Hver á að gæta varðanna?“
Dómsmálaráðherra tekur ásakanir um ólöglegar hleranir á hendur sérstökum saksóknara alvarlega. Hann
hyggst benda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á málið sem svo meti hvort tilefni sé til frekari rannsóknar.
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Dómsmálaráðherra segir að embætti sem fari með
mikið vald og mikilvægt hlutverk verði að njóta trausts. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SIGMUNDUR
DAVÍÐ
GUNNLAUGSSON
Það er auðvitað
áhyggjuefni ef embætti
sem fer með svona mikið
vald og mikilvægt hlut-
verk nýtur ekki trausts.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra.
BRETLAND Alex Salmond, fráfar-
andi fyrsti ráðherra Skotlands,
sakar forystumenn meginflokka
Bretlands um að blekkja kjós-
endur með síðbúnum loforðum
skömmu fyrir kosningar.
Kjósendur í Skotlandi höfn-
uðu sjálfstæði í þjóðaratkvæða-
greiðslu á fimmtudag. 55 prósent
Skota sögðu nei en 45 prósent
voru á öndverðum meiði og sögðu
já í atkvæðagreiðslunni.
Salmond segir að kynna hafi
átt tillögu um að auka völd Skota
fyrir breska þinginu strax að
loknum kosningum á föstudag.
Það mun dragast á langinn þar
sem forystumenn meginflokk-
anna hafa ekki náð saman um
hvernig eigi að meðhöndla málið.
- jjk
Breskir leiðtogar gagnrýndir:
Salmond segir
Skota blekkta
SEGIR KJÓSENDUR BLEKKTA Alex
Salmond mun brátt láta af störfum sem
fyrsti ráðherra Skota. NORDICPHOTOS/AFP