Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 10

Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 10
22. september 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða hjá útibúum Olís um land allt. KABÚL, AP Ashraf Ghani Ahmadzai og Abdúlla Abdúlla, frambjóðend- urnir tveir í nýafstöðnum forseta- kosningum í Afganistan, undirrit- uðu í gær samkomulag um myndun þjóðstjórnar í landinu. Ahmadzai verður næsti forseti landsins en Abdúlla hlýtur nokkurs konar for- sætisráðherraembætti. Andstæðar fylkingar hafa tekist hart á um forsetaembættið síðustu mánuði, en kosningarnar hófust í apríl. Ekki er víst að þeim deilum sé með öllu lokið enn en kjörstjórn gaf ekki upp lokatölur úr kosning- unum eftir að hafa lýst Ahmadzai sigurvegara. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda, sem reynt hafa að miðla málum milli Ahmadzai og Abdúlla, segir að tölurnar hafi ekki verið gerðar opinberar strax af ótta við óeirðir almennings. Frambjóðendurnir tveir skrifuðu undir samkomulagið í viðurvist frá- farandi forseta landsins, Hamids Karsaí, sem hefur gegnt embætt- inu frá því að ríkisstjórn talíbana var steypt af stóli árið 2001. „Ég er mjög glaður yfir því að báðir bræður mínir hafa samþykkt grunninn fyrir nýja ríkisstjórn Afganistans, sem er landinu fyrir bestu,“ sagði Karsaí eftir undirrit- un samkomulagsins. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var einnig sigur- reifur í kjölfar athafnarinnar en hann fékk frambjóðendurna til að samþykkja að deila völdum í heim- sókn sinni til Afganistans í júlí. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að samkomulagið um þjóðstjórn- ina sé mikilvægt tækifæri til þess að koma á pólítískum stöðugleika í landinu. bjarkia@frettabladid.is Valdinu deilt í Afganistan Ashraf Ghani Ahmadzai er sigurvegari forsetakosn- inga í Afganistan. Hann hefur undirritað samkomu- lag um þjóðstjórn ásamt mótframbjóðanda sínum. SKIPTA MILLI SÍN VALDINU Ahmadzai, til hægri, var í gær lýstur nýr forseti Afgan- istans en lokatölur úr kosningunum hafa ekki verið gerðar opinberar. NORDICPHOTOS/AFP Ég er mjög glaður yfir því að báðir bræður mínir hafa samþykkt grunninn fyrir nýja ríkisstjórn Afgan- istans. Hamid Karsaí, fráfarandi forseti Afganistans. FÉLAGSMÁL Hjartadagshlaupið, sem haldið er í tilefni alþjóðlega hjartadagsins, verður haldið í átt- unda sinn næstkomandi sunnudag. Ræst verður frá Kópavogsvelli klukkan tíu og er þátttaka ókeypis. Hjartadagurinn sjálfur er svo á mánudaginn næsta en það er Alþjóðahjartasambandið sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á hjartadag- inn. Þema hjartadagsins í ár er samfélagið og umhverfi einstak- lingsins - bá Hlaupið í áttunda sinn í tilefni alþjóðlega hjartadagsins: Hjartadagshlaup næsta sunnudag KEPPENDUR RÆSTIR Í FYRRA Hlaupa- leiðin liggur um Kársnesið í Kópavogi. MYND/HJARTAVERND UMHVERFISMÁL „Það gekk rosalega vel og það var rosa góð mæting þrátt fyrir veður,“ segir Hildur Knútsdótt- ir rithöfundur, ein þeirra sem héldu utan um Loftslagsgöngu Reykjavík- ur sem haldin var í gær en í kringum 300 manns fylktu liði. Gengið var frá Drekasvæðinu svo- kallaða niður á Austurvöll. Þar var haldinn kröfufundur og þess kraf- ist að gripið yrði til raunverulegra aðgerða til að hefta útblástur gróð- urhúsalofttegunda. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Peoples Climate March, en um helgina voru boðaðir yfir 2.700 viðburðir í 160 löndum. Tilefn- ið er fundur sem Ban Ki-Moon, aðal- ritari SÞ, hefur boðað til í New York í vikunni. Þar á að liðka um fyrir alþjóðasamkomulagi um minnkaða losun gróðurhúsalofttegunda. Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra sækir fundinn. Þetta er annar kröfufundurinn af þessu tagi sem haldinn hefur verið á landinu en seinast voru mótmæli haldin þegar síðasta sérleyfið til olíu- leitar á Drekasvæðinu var veitt en 97 prósent loftslagsvísindamanna eru sammála um að loftslagsbreytingar séu mjög líklega af mannavöldum. Fjölmörg samtök komu að skipu- lagningu göngunnar svo sem Vef- ritið Grugg, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Breytendur – Changemaker Iceland. - þij Umverfisverndarsinnar fylktu liði og kröfðust þess að gripið yrði til aðgerða til að hefta útblástur gróðurhúsalofttegunda: Góð mæting í kröfugöngu þrátt fyrir slæmt veður FJÖLMENNI Í kringum 300 manns tóku þátt í göngunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjöldi þátttak- enda í loft s- lagsgöngunni í gær. 300

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.