Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 14

Fréttablaðið - 22.09.2014, Side 14
22. september 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ég brást skjótt við þegar ég varð þess var á öndverðum sólmánuði, að kvikmynd mín, Ófeigur gengur aftur, væri komin á You- Tube. Ég sendi fyrirtækinu kvörtun í tölvu- pósti, sagði skýrt og skorinort að réttur eig- andi myndarinnar væri mótfallinn þessari birtingu. Þessu var vel tekið, og 2. júlí fékk ég tilkynningu um að myndin hefði verið fjarlægð af vefnum. Ekki hafði ég hugsað mér að gera meira í málinu, þar til ég fékk, í ágúst að áliðnum slætti, annað bréf frá YouTube. Þar sagði að sá sem upphaflega hefði sett myndina á vefinn skildi bara ekki af hverju hún væri þar ekki áfram, hún hlyti að hafa verið tekin þaðan fyrir einhvern misskilning. Í næstu málsgrein var mér uppálagt að fara í mál við manninn, væntanlega til að fá úr því skorið hvor okkar ætti réttinn á myndinni! Ég á því ekki annarra kosta völ en að lög- sækja einhvern ungan mann í Njarðvíkun- um, sem ég þekki ekkert til. Enn síður veit ég hvað veldur þessum mikla áhuga hans á að sýna á opinberum vettvangi kvikmynd sem hann á ekkert í. Ég veit bara að hann varði ekki tveimur árum ævi sinnar í að gera þessa kvikmynd, hann veðsetti ekki húsið sitt fyrir tíu milljónir hennar vegna og hann tók hvorki við lofi né lasti þegar myndin náði loksins upp á silfurtjaldið. Svona stendur þetta með YouTube. Í oná- lag hefur myndin verið sett á ólöglegar vef- síður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladisk- um (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega. Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota. Fjölmargir listamenn hafa kvartað undan stuldi á höfundarverkum sínum, og má þar nefna Ladda og Baltasar Kormák, að ónefndum fjölda tónlistarmanna. Samtök listamanna þurfa að stíga fram til að verja réttindi síns fólks á þessu sviði. Veitufyrir- tækin geta með einföldum hætti komið í veg fyrir þessar gripdeildir. Það má hins vegar ekki heyra á það minnst að sú kvöð sé lögð þeim á herðar. Í staðinn koma athugasemd- ir um tjáningarfrelsi eða netfrelsi eða alls konar frelsi. Í mínum eyrum hljómar það eins og ákall um frelsi til að taka frá mér það sem ég á. Frelsi til að taka eigur annarra Morgunverðarfundir Heilbrigðismál á Íslandi - áskoranir og lærdómar Dagfinn Tulinius Hallseth, einn helsti sérfræðingur PwC á sviði heilbrigðismála í heiminum ræðir um áskoranir í heilbrigðismálum og hvaða lærdóm Ísland getur dregið af alþjóðlegri þróun. Allir áhugasamir eru velkomnir. Fundirnir fara fram á ensku. Akureyri - Hótel KEA 24. september milli 8:30 - 9:30 Reykjavík - Skógarhlíð 12 25. september milli 8:30 - 9:30 Nánari upplýsingar og skráning á vef PwC : pwc.is/90 90 1924-2014 M eðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusam- bandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusam- bandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðu- sambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjár- lagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjár- lagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram. Framundan er átakavetur um kaup og kjör fólks: Derringur í ráðamönnum Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is MENNING Ágúst Guðmundsson leikstjóri Eftirárökstuðningur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra kom kollega sínum, Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- ráðherra og ákvörðun hans um að flytja Fiskistofu til Akureyrar, til varnar í pistli á vefsíðunni Feyki um helgina. Gunnar segir ákvörðunina góða og það hafi sýnt sig að flutningur opinberra stofnana og starfa út á land skili miklu fyrir það samfélag sem tekur við stofnuninni sem dafni vel. Þá nefnir hann nokkur dæmi um stofnanir sem hafa verið fluttar með góðum árangri. Það er gott mál að talsmenn ríkisstjórnarinnar taki þetta mál til umræðu, þar sem hún var engin áður en ákvörðunin um flutninginn var tekin. Þannig má í raun segja að rökstuðningurinn, sem mögulega er ágætur, komi nokkrum mánuðum of seint. Beint í manninn Síðar í pistlinum veður Gunnar Bragi í stjórnsýslufræðing sem hefur tjáð sig um mál- ið. Hann kallar viðkomandi dyggan stuðningsmann Samfylkingarinnar og segir að þar sem hún hafi setið í ábyrgðarstöðum fyrir Samfylkinguna, og vísar í að hún hafi setið í umbóta- nefnd flokksins, sé hún óheppileg sem álitsgjafi til að gefa faglegt álit á „pólitískum andstæðingi sínum“. Stjórnsýslufræðingurinn, Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, er lektor í fagi sínu við Háskóla Íslands. Gamalkunna tuggan „að fara í manninn en ekki boltann“ á vel við hér, en Gunnar Bragi nefnir ekki einu orði gagnrýni Sigurbjargar um þau umtalsverðu gjöld sem farið er út í þegar stofnunin er flutt. fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.