Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 18

Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 18
FÓLK|HEIMILI FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir MIKIL NEYÐ „Þeir sem óska eftir mat eru aðal- lega fólk á örorku- bótum, einstæð- ingar og einstæð- ir foreldrar með börn. Það virðist vera rosalega mikil neyð í samfélaginu og margt fólk sem virðist engan veg- inn ná endum saman. Þörfin fyrir svona hóp er því greinilega mikil.“ Nýlega setti hópur kvenna á fót Facebook-síðuna Matargjafir sem hefur það markmið að gefa illa stöddu fólki og fjöl- skyldum mat. Upphafið má rekja til annars hóps á Facebook sem heitir Gefins, allt gefins! þar sem einstak- lingar gefa allt milli himins og jarðar. Einn daginn setti Jó- hanna Bjarndís Arapinowicz inn auglýsingu þar sem hún vildi gefa ársgamalt kjöt úr frystikistunni. Kjötið rauk út og í kjölfarið hófu fleiri að gefa mat. „Aðsókn í mat var svo mikil að það vaknaði hugmynd að sérstakri síðu sem væri aðgengi- legri fyrir bæði þiggjendur og gefendur matar,“ segir Jóhanna. Síðan sjálf var stofnuð í júlílok og fleiri bættust við skipulagningu hópsins. Í dag eru fjórar konur sem stýra honum; áðurnefnd Jóhanna, Lilja Guðmunds- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Árdís Pétursdóttir. Allar eiga þær sameiginlegt að sögn Lilju að vilja skila einhverju til samfélagsins. „Með því að gefa tíma okkar og vinnu í þetta mikil- væga verkefni hjálpum við vonandi eitthvað til. Auk okkar hafa tvær yndislegar konur, Lilja Torfa- dóttir og Kristín Snorradóttir, sett af stað peningasöfnun á Facebook, en peninginn nýta þær til að kaupa mat í samráði við okkur sem við deilum út.“ Hver sem er getur sótt um aðild að hópnum og þar er bæði hægt gefa mat eða óska eftir honum. „Einstaklingar gefa þarna mat milliliðalaust. Við tökum líka við mat og deilum út, því eðlilega vilja ekki allir koma fram undir nafni enda skammast sín margir fyrir fátækt. Engin vandamál hafa þó komið upp hjá okkur enda leggjum við mikla áherslu á trúnað við þá sem til okkar leita.“ Að sögn Lilju og Jóhönnu hafa við- brögðin verið mun sterkari en þær áttu von á. „Í dag eru tæplega 2.900 manns skráðir í hópinn, bæði gefendur og þiggj- endur. Þeir sem óska eftir mat eru aðallega fólk á örorkubótum, einstæðingar og einstæðir foreldrar með börn. Það virðist vera rosa- lega mikil neyð í samfélaginu og margt fólk sem virðist engan veginn ná endum saman. Þörfin fyrir svona hóp er því greinilega mikil.“ Hópurinn hefur frá ágústmán- uði deilt mat til um 60 manns og fjölskyldna og þá eru bara taldir þeir sem hafa sent inn beiðni til stjórnenda síðunnar. „Bara í september höfum við látið tíu fjölskyldur hafa matarpoka. Við höfum hins vegar enga tölu á þeim sem hafa fengið mat í gegnum vegg síðunnar og aðrir sjá um að gefa.“ Matarpokinn inniheldur mismunandi matvæli, allt eftir því hvað fólk og fyrir- tæki hafa gefið. „Við reynum alltaf að hafa smjör, ost, brauð og mjólk ásamt einhverjum kvöldmat á borð við hakk, kjötfars og pylsur. Við sækjum mikið eft- ir þurrvöru sem fólk getur matreitt úr enda geymist hún lengi. Fyrirtæki og verslanir hafa líka styrkt okkur, til dæmis Fiska.is sem gaf okkur fisk, Fiski- kónginn sem gaf mörgum síld og Sjávarhöllin gaf okkur fisk. Við viljum endi- lega hvetja önnur fyrirtæki til að taka þessar verslanir og fyrirtæki til fyrirmyndar og gera það sama. Einnig erum við að leita eftir fyrir- tækjum til að styrkja okkur til dæmis mánaðarlega með mat til að deila út. Öll fram- lög eru vel þegin.“ ■ starri@365.is DREIFA MATVÆLUM TIL BÁGSTADDRA HJÁLPA TIL Hópurinn Matargjafir var stofnaður á Facebook í sumar. Markmið hans er að gefa einstaklingum og fjölskyldum mat og þörfin virðist mikil. GERA GÓÐVERK Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. MYND/PJETUR NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022 NÝTT – NÝTT 8 rétta hlaðborð í hádeginu TILBOÐ KR. 1.390.- OPIÐ KL. 11:00-14:00 Hlaðborðið er alla virka daga. ekki um helgar. Veggfodur.is r s ur i ir egi d i ri. . . og u. . Save the Children á Íslandi Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.