Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 46

Fréttablaðið - 22.09.2014, Page 46
22. september 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 22 BAKÞANKAR Hauks Viðars Alfreðssonar WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10:20 MAZE RUNNER 8, 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D 5:45 THE NOVEMBER MAN 10 PARÍS NORÐURSINS 5:50 LUCY 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRAMLEIÐENDURNIR STEVEN SPIELBERG OG OPRAH WINFREY BJÓÐA ÞÉR UPP Á SANNKALLAÐA VEISLU ARIZONA REPUBLIC NEW YORK OBSERVER FRÁBÆR TÓNLIST, MÖGNUÐ SAGA BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK SOUND ON SIGHT EYE FOR FILM A WALK . . . THE TOMBSTONES KL. 5.30 - 8 - 10.30 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 VONARSTRÆTI KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL.5.30 - 8 - 10.30 THE MAZE RUNNER LÚXUS KL.5.30 - 8 - 10.30 THE NOVEMBER MAN KL. 8 - 10.25 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 3.30 - 5.45 Ó ÁP STURINN P LL ÍSL. TAL3D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 EXPENDABLES KL. 10.10 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2DKL. 3.30 BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! GULLNA HLIÐIÐ KOMIÐ SUÐUR Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eft ir Davíð Stefánsson var frumsýnd á stóra sviði Borgarleik- hússins á föstudaginn. Sýningin var fyrst sýnd á Akureyri í ár við góðar viðtökur en leikstjóri hennar er Egill Heiðar Anton Pálsson. Á frumsýningunni var líf og fj ör og mættu margir góðir gestir til að sjá þetta sígilda verk. ALLIR MÆTTIR Egill Jóhannesson, Halla Jóhannesdóttir, hjónin Margrét Vilhjálmsdóttir og Egill Heiðar Anton Pálsson ásamt Mikael Þey Egilssyni og Ísu Lilju Egillsdóttur. HIN FJÖGUR FRÆKNU Elín Guðmundsdóttir, Þuríður Runólfsdóttir, Kolbrún Gunnars dóttir og Skafti Ólafsson. FLOTT Í TAUINU Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir. Í STUÐI Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir skemmtu sér konunglega. SMEKKLEG Þorsteinn Kári Guðmundsson, Steinunn Helgadóttir og Gunnhildur Helgadóttir. GAMAN SAMAN Theódór Júlíusson, Sigurður Þór Óskarsson, Rúnar Freyr Gíslason, Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Oddur Júlíusson. Kanadíski söngvarinn Leonard Cohen hefur heitið því að byrja aftur að reykja í tilefni af 80 ára afmæli sínu á þriðjudaginn. „Í alvöru talað, veit einhver hvar maður getur keypt tyrkneska eða gríska sígarettu?“ spurði Cohen á fjölmiðlafundi í New York í vikunni. „Ég hlakka til fyrsta smóksins. Ég hef verið að hugsa um hann í 30 ár. Þetta er einn af fáum hlutum sem ég hef náð að hugsa um á rökrænan hátt.“ Söngvaskáldið vinsæla mun einnig fagna afmælinu sínu með útgáfu á nýju plötunni sinni, Popular Problems. - þij Vill byrja aft ur að reykja 30 ÁR LIÐIN Cohen með sígó árið 1980. ÉG elska plötur. Hvort sem það er Glass Houses með Billy Joel eða Once Upon the Cross með Deicide þá finnst mér hljómplat- an hið fullkomna listform. Átta til tólf lög, þrjátíu til sextíu mínútur, upphaf, miðja og endir. ÉG elska að velta fyrir mér uppröðun laga á hljómplötu. Fyrsta lagið er gríðarlega mikilvægt. Seinasta lagið einnig. Þetta eru lögin sem binda plötuna saman. Fyrsta lagið er agnið. Seinasta lagið er það sem ræður úrslitum um það hvort þú hlustar aftur á plötuna eða ekki. ÉG elska að hlusta á plötur í fartölvuhá- tölurum, í símanum mínum, á Spoti- fy, á geisladiskum, í lélegum bílgræjum og á vínylplötum. Ég nenni ekki að snobba fyrir afspilunarbúnaði. Vínyll er frá- bær og eigulegur. En iTunes er líka frábært. Stundum hlusta ég meira að segja á heilar plötur á YouTube. Ég vil innihaldið, fyrst og fremst. ÉG elska tónlistarfólk sem gefur ennþá út plötur. Dauða hljómplötunn- ar hefur verið spáð í mörg ár og það má vel vera að platan sé nú þegar dauð í augum margra. Tónlistarfólk sem gefur skít í plötur og gefur bara út stök lög hefur eflaust heil- mikið til síns máls. Af hverju að kaupa fjög- ur góð lög og sex miðlungsgóð á 2.500 kall í stað þess að kaupa bara góðu lögin fjögur og vínarbrauð fyrir mismuninn? Ég skil reynd- ar hugsunina á bak við það að kaupa heildar- pakkann. ÉG elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Black ened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund. ÉG hata þá staðreynd að einhvern daginn muni tónlistarfólk mögulega hætta að gefa út plötur. En þangað til það gerist ætla ég að nota tímann og reyna að hlusta á sem flestar. Ástarjátning

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.