Fréttablaðið - 22.09.2014, Qupperneq 48
22. september 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 24
visir.is
Meira um leiki
gærkvöldsins
SPORT
ÚRSLITASTUND
MÁNUDAGINN
SEPTEMBER KL.
STYÐJUM OKKAR LIÐ OG MÆTUM Á VÖLLINN!
Stjarnan – Afturelding, Samsungvelli
Breiðablik – ÍA, Kópavogsvelli
Fylkir – Þór/KA, Fylkisvelli
Valur – ÍBV, Vodafonevelli
FH – Selfoss, Kaplakrikavelli
UMFERÐ PEPSI-DEILDAR KVENNA
ÚRSLIT
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
QPR - STOKE 2-2
0-1 Mame Biram Diouf (11.), 1-1 Steven Caulker
(42.), 1-2 Peter Crouch (51.), 2-2 Niko Kranjcar
(88.).
ASTON VILLA - ARSENAL 0-3
0-1 Mesut Özil (32.), 0-2 Danny Welbeck (34.), 0-3
Aly Cissokho, sjálfsmark (36.).
BURNLEY - SUNDERLAND 0-0
NEWCASTLE - HULL 2-2
0-1 Nikica Jelavic (48.), 0-2 Mohamed Diame (68.),
1-2 Papiss Cisse (73.), 2-2 Papiss Cisse (87.).
SWANSEA - SOUTHAMPTON 0-1
0-1 Victor Wanyama (80.).
WEST HAM - LIVERPOOL 3-1
1-0 Winston Reid (2.), 2-0 Diafra Sakho (7.), 2-1
Raheem Sterling (26.), 3-1 Morgan Amalfitano
(88.)
LEICESTER - MANCHESTER UNITED 5-3
0-1 Robin van Persie (13.), 0-2 Angel Di Maria
(16.), 1-2 Leonardo Ulloa (17.), 1-3 Ander Herrera
(57.), 2-3 David Nugent, víti (62.), 3-3 Esteban
Cambiasso (64.), 4-3 Jamie Vardy (79.), 5-3
Leonardo Ulloa, víti (83.).
TOTTENHAM - WEST BROM 0-1
0-1 James Morrison (74.).
EVERTON - CRYSTAL PALACE 2-3
1-0 Romelu Lukaku (9.), 1-1 Mile Jedinak, víti
(30.), 1-2 Fraizer Campbell (54.), 1-3 Yannick
Bolasie (69.), 2-3 Leighton Baines (83.).
MANCHESTER CITY - CHELSEA 1-1
0-1 André Schürrle (71.), 1-1 Frank Lampard (85.).
STAÐAN
Chelsea 5 4 1 0 16-7 13
Southampton 5 3 1 1 9-3 10
Aston Villa 5 3 1 1 4-4 10
Arsenal 5 2 3 0 10-6 9
Swansea City 5 3 0 2 8-6 9
Manc. City 5 2 2 1 8-5 8
Leicester 5 2 2 1 9-8 8
West Ham 5 2 1 2 9-8 7
Tottenham 5 2 1 2 7-6 7
Hull City 5 1 3 1 7-7 6
Liverpool 5 2 0 3 7-8 6
Man. United 5 1 2 2 9-8 5
Stoke City 5 1 2 2 4-5 5
Everton 5 1 2 2 11-13 5
Crystal Palace 5 1 2 2 8-10 5
West Brom 5 1 2 2 3-7 5
Sunderland 5 0 4 1 5-6 4
QPR 5 1 1 3 3-11 4
Burnley 5 0 3 2 1-4 3
Newcastle 5 0 3 2 5-11 3
ÚRSLIT
OLÍSDEILD KARLA
HAUKAR - ÍBV 24-23 (12-15)
Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 6, Árni
Steinn Steinþórsson 6, Heimir Óli Heimisson 4,
Tjörvi Þorgeirsson 3, Leonharð Geir Hauksson 1,
Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Þröstur Þráinsson 1,
Egill Eiríksson 1, Einar Pétur Pétursson 1.
Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 7, Sig-
þór Árni Heimisson 6, Ingimundur Ingimundarson
3, Andri Snær Stefánsson 2, Þrándur Gíslason 2,
Heiðar Aðalsteinsson 2, Elías Már Halldórsson 1.
VALUR - AFTURELDING 18-23 (10-11)
Mörk Vals (skot): Finnur Ingi Stefánsson 4 (5/1),
Ómar Ingi Magnússon 3/1 (3/1), Vignir Stefánsson
3 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Elvar
Friðriksson 2 (6), Kári Kristján Kristjánsson 1 (1),
Orri Freyr Gíslason 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (7),
Atli Már Báruson (1).
Varin skot: Hlynur Morthens 20 (42/2, 48%),
Stephen Nielsen (1/1, 0%).
Mörk Aftureldingar (skot): Árni Bragi Eyjólfsson
4 (5), Pétur Júníusson 4 (5), Jóhann Jóhannsson
4/3 (7/3), Örn Ingi Bjarkason 4 (8), Elvar Ás-
geirsson 4 (9), Kristinn Bjarkason 1 (1), Gunnar
Þórsson 1 (2), Jóhann Gunnar Einarsson 1 (5).
Varin skot: Davíð Svansson 17/1 (35/2, 49%).
OLÍSDEILD KVENNA
VALUR - KA/ÞÓR 18-14 (8-6)
Valur: Kristín Guðmundsdóttir 7, Bryndís Wöhler
2, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Jónina Líf Ólafsdóttir
2, Marija Mugosa 2, Kristín Bu 1, Vigdís Birna Þor-
steinsdóttir 1 og Ragnhildur Hjartardóttir 1.
KA/Þór: Martha Hermannsdóttir 7, Birta Fönn
Sveinsdóttir 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Paula
Chirila 1 og Arna Kristín Einarsdóttir 1.
ÍR - ÍBV 24-35 (13-24)
ÍR: Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 5, Sigrún Emma
Björnsdóttir 4, Brynhildur Bergmann Kjartans-
dóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Sólveig Lára
Kjartansdóttir 3, Petra Waage 1, Jóhanna Björk
Viktorsdóttir 1, Karen Tinna Demiah 1, Margrét
Valdimarsdóttir 1 og Helena Jónsdóttir 1.
ÍBV: Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Jóna Sigríður
Halldórsdóttir 6, Vera Lopez 6, Ester Óskarsdóttir
6, Telma Amado 4, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2, Sandra
Dís Sigurðardóttir 2, Elín Anna Baldursdóttir 1 og
Sandra Gísladóttir 1.
FRAM - SELFOSS 33-21 (18-10)
Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 10, Marthe Sördal
7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Ragnheiður
Júlíusdóttir 3, Hulda Dagsdóttir 3, Ásta Birna
Gunnarsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Elísabet
Gunnarsdóttir 1, María Karlsdóttir 1 og Elva Þóra
Arnardóttir 1.
Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 14,
Carmen Palamariu 4, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir
2 og Elena Birgisdóttir 1.
STJARNAN - FYLKIR 26-18 (11-5)
FÓTBOLTI Næstsíðasta umferð tímabilsins í Pepsi-deild kvenna
fer fram í dag en Íslandsmeistarar Stjörnunnar geta tryggt sér
titilinn annað árið í röð með því að ná í stig gegn Aftureldingu á
heimavelli. Liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik og verður
einnig meistari ef Blikum mistekst að leggja botnlið ÍA að
velli, óháð úrslitum síns leiks.
Stjarnan vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið
2011 en tímabilið í fyrra fór í sögubækurnar því
Garðbæingar fóru í gegnum tímabilið án þess að
tapa stigi. Stjörnustúlkur töpuðu svo fyrsta leiknum
sínum í ár, gegn Breiðabliki, en hafa síðan ekki tapað
leik. Liðið varð bikarmeistari í síðasta mánuði eftir
sigur á Selfossi í úrslitaleik.
Stjarnan, sem vann einnig deildabikarinn í vor,
hefur aldrei unnið stóru titlana tvo á sama árinu. Allir
leikir dagsins hefjast klukkan 17.15. - esá
Stjarnan getur tryggt sér titilinn í kvöld
FORMÚLA 1 Lewis Hamilton bar sigur
úr býtum í kappakstrinum í Singapúr
í gær en liðsfélagi hans hjá Merc-
edes, Nico Rosberg, hætti keppni. Þar
með tók Hamilton fram úr Þjóð-
verjanum Rosberg í stigakeppni
ökuþóra þegar fimm keppnir eru
eftir af tímabilinu og 150 stig í
pottinum. Hamilton er með 241
stig en Rosberg 238.
Sebastian Vettel á Red Bull náði
forystunni um tíma eftir síðasta
viðgerðarhléið en Hamilton var
fljótur að komast aftur fram úr
og tryggja sér sinn sjöunda sigur á
tímabilinu. Vettel varð annar eftir
baráttu við Daniel Ricciardo, liðs-
félaga sinn, og Ferrari-manninn
Fernando Alonso.
Vandræði Rosbergs byrjuðu áður
en keppnin hófst og þurfti hann
að ræsa af þjónustusvæðinu. Hann
hætti á 13. hring eftir að kúplingin
virkaði ekki. Reynt var að skipta um
stýri en það lagaði ekki vandann.
„Stýrið virkaði ekki og þar með
ekki bíllinn. Við þurfum að komast
til botns í þessu því þetta er ekki í
fyrsta sinn sem við erum að glíma
við bilanir. Við þurfum að gera bílinn
100 prósent áreiðanlegan,“ sagði
Rosberg. - esá
Hamilton tók forystu í stigakeppninni
SIGURREIFUR Hamilton á verðlauna-
pallinum í Singapúr. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI 5-3 sigur Leicester á stór-
liði Manchester United í ensku
úrvalsdeildinni í gær reyndist
sögulegur. United hafði aldrei áður
fengið á sig svo mörg mörk í leik
gegn nýliða í ensku úrvalsdeild-
inni og þetta er í fyrsta sinn sem
liðið tapar leik eftir að hafa verið
tveimur mörkum yfir. En hetja
leiksins var hinn 27 ára Jamie
Vardy sem fyrir aðeins þremur
árum var að spila í utandeildinni
í Englandi.
Vardy skoraði eitt mark, lagði
upp tvö og fékk bæði vítin sem
Leicester skoraði úr í leiknum í
gær. Hann hrelldi hinn unga Tyler
Blackett, leikmann United, nán-
ast linnulaust þar til að sá síðar-
nefndi braut á Vardy þegar hann
var sloppinn einn í gegn og fékk
rautt spjald fyrir.
Vardy var að spila sinn fyrsta
leik í byrjunarliði í ensku úrvals-
deildinni og skoraði einnig sitt
fyrsta mark. Hann var valinn
maður leiksins og skyldi engan
undra.
„Þetta hefur ekki verið auðvelt
ferðalag hjá mér,“ sagði Vardy
hógvær í viðtölum eftir leikinn.
Hann var sextán ára gamall þegar
honum var neitað um nýjan samn-
ing hjá uppeldisfélaginu Sheffield
Wednesday og við tók fimm ára
dvöl í utandeildunum með liðunum
Stocksbridge Park Steels, Halifax
Town og Fleetwood Town.
Leicester greiddi eina milljón
punda fyrir kappann í maímánuði
árið 2012 en þá hafði hann slegið í
gegn hjá Fleetwood Town. Það var
met fyrir leikmann í utandeild-
inni en óhætt er að segja að það
hafi gengið illa í fyrstu. Svo illa
að hann íhugaði að leggja skóna á
hilluna.
„Já, ég gafst næstum því upp,“
sagði hann í viðtali við BBC í mars
síðastliðnum. „En stjórinn [Nigel
Pearson] sannfærði mig. Þeir
sögðu hvað eftir annað að þeir
hefðu trú á mér og héldu tryggð
við mig. Ég er ánægður með að
geta endurgoldið traust hans nú.“
Vardy skoraði sextán mörk í
37 leikjum með Leicester í fyrra
og virðist allt eins líklegur til að
halda uppteknum hætti í úrvals-
deildinni í vetur.
Leicester hefur komið liða mest
á óvart í upphafi tímabilsins og
er með átta stig að loknum fimm
umferðum. Það er sérstaklega
áhugaverður árangur í ljósi þess
að liðið hefur mætt United, Arsen-
al, Chelsea, Everton og Stoke á
útivelli, þar sem Leicester hafði
betur. Eina tapið til þessa kom
gegn Chelsea á Stamford Bridge.
„Þetta er auðvitað magnaður
sigur,“ sagði Pearson eftir leikinn í
gær. „Það hefur ekki verið auðvelt
að koma liðinu upp en nú erum við
hér og erum við toppinn. Nú snýst
allt um að halda okkur hér.“
Umfjöllun um alla leiki helgar-
innar má finna á íþróttavef Vísis,
sem og samantektarmyndbönd
úr öllum leikjum. Chelsea tap-
aði sínum fyrstu stigum á tíma-
bilinu, gerði jafntefli við meist-
arana í Manchester City, 1-1, þar
sem gamla Chelsea-hetjan Frank
Lampard skoraði jöfnunarmark
City eftir að hafa komið inn á sem
varamaður. eirikur@frettabladid.is
Utandeildarhetjan sá
um stjörnur Van Gaal
Jamie Vardy átti þátt í öllum fi mm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri
liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. Lærisveinar Louis Van Gaal
komust í 3-1 forystu í leiknum en nýliðarnir frá Leicester gáfust aldrei upp.
LYGILEG SAGA Jamie Vardy átti ótrúlegan leik gegn Manchester United í gær þar
sem nýliðarnir í Leicester höfðu betur, 5-3. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY