Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 2
13. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS kynntu þér málið!w w w . s i d m e n n t . i s Málsvari veraldlegs samfélags Siðmennt Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is SVEITARSTJÓRNIR Íbúar í Bláskóga- byggð telja að skipulagðar norður- ljósaferðir skapi hættu á vegum innan sveitarfélagsins, einkum á Lyngdalsheiði og á vegum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. „Það sem skapar hættu er að hóp- ferðabílar stoppa á miðjum veginum og hleypa farþegunum út. Fólk er svo að horfa á norðurljósin stand- andi á miðjum veginum eða í vegköntunum og uggir ekki að sér,“ segir Kristinn Bjarna- son, formað- ur atvinnu- og ferðamálanefnd- ar Bláskóga- byggðar. Kristinn segir að sveitarfélagið ætli að ræða málin við ferðaþjón- ustufyrirtæki og Vegagerðina og gera þeim grein fyrir hættunni. Hann segir að það séu útskot á vegunum þar sem rútur eiga að geta stoppað en það geti verið að bílstjórar og fararstjórar viti ekki af útskotunum. Þá geti komið tímabil þar sem útskotin eru lokuð vegna snjóa og það þurfi að ræða við Vegagerðina. „Þegar er hálfskýjað eru bíl- stjórar að leita að norðurljósun- um, það kannski opnast glufa og þau koma í ljós og þá er stoppað á punktinum og ferðamönnum hleypt út,“ segir Kristinn. Ekki sé langt síðan minnstu munaði að kona á bíl lenti á hópi ferðamanna sem stóðu á miðjum veginum og voru að horfa á norðurljósin. „Þetta fólk var ekkert að fylgj- ast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norðurljós- in. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið,“ segir Kristinn. Kristján Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða, seg- ist hafa heyrt af því að menn séu að stoppa úti á vegum með fulla bíla af ferðamönnum. „Þetta skapar stórhættu,“ segir hann. Kristján segir að mjög ákveðn- ar reglur gildi hjá Kynnisferð- um hvað þetta varðar. „Þetta er bannað. Við skipuleggjum ferðir okkar þannig að það er stoppað á fyrirfram ákveðnum stöðum þar sem bílarnir komast út af vegin- um,“ segir hann. Talið er að um 100 þúsund manns hafi farið í skipulagðar norðurljósaferðir í fyrravetur, langflestir á suðvesturhorninu. Til að sjá norðurljósin er farið með ferðamenn á Reykjanesið, upp á Hellisheiði, á Þingvelli, upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð. johanna@frettabladid.is Norðurljósaskoðarar stofna sér oft í hættu Íbúar í Bláskógabyggð hafa áhyggjur af þeirri hættu sem þeir segja að skapist er ferðamenn komi til að horfa á norðurljósin. Rútur nemi stundum staðar á miðjum vegi og hleypi fólki út. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir það vera bannað. Stefán, er Tinna að stela senunni? „Já, hún hefur mörg hlutverk.“ Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, hefur óskað eftir áliti menntamálaráðherra vegna þess að Tinna Gunnlaugsdóttir verður bæði leikari og leikhússtjóri í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári. Þetta fólk var ekkert að fylgjast með umferðinni, það stóð á miðjum veginum í svartamyrkri og horfði hugfangið á norður- ljósin. Ökumanninum var hins vegar mjög brugðið. Kristinn Bjarnason, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar Bláskógabyggðar. FRÉTTABLAÐ IÐ /VILH ELM SUÐUR-AFRÍKA, AP Hlauparinn Oscar Pistorius kemur í dag fyrir rétt í Suður-Afríku til að hlýða á dómara kveða upp úrskurð um refsingu í máli hans. Pistorius var í september dæmdur sekur um manndráp en sýknaður af ákæru um morð. Hann varð unnustu sinni að bana á heimili sínu í Pretoríu þann 14. febrúar á síðasta ári. Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi, en getur enn áfrýjað dómnum til hæsta- réttar. - gb Pistorius enn fyrir rétt: Ákvörðun um refsingu birt TYRKLAND, AP Harðir bardagar geisuðu í gær í sýrlenska bænum Kob- ani, rétt við landamæri Tyrklands. Vígasveitir Íslamska ríkisins herja þar á Kúrda, sem flestir hverjir hafa þó flúið frá bænum yfir til Tyrk- lands. Liðsmenn Íslamska ríkisins eru þungvopnaðir, með öflug vopn í sínum fórum sem þeir hafa stolið frá sýrlenska hernum. Kúrdarnir í Kobani standa verr að vígi, með smærri vopn á borð við riffla og litlar sprengjur sem þeir notuðu til að leggja gildrur. Kúrdar hafa sakað tyrknesk stjórnvöld um aðgerðarleysi, en loft- árásir Bandaríkjanna og fleiri ríkja hafa til þessa ekki dugað til að stöðva sókn Íslamska ríkisins. - gb Vígasveitir Íslamska ríkisins herja á Kúrda: Hart barist á götum Kobani FYLGST MEÐ STRÍÐINU Íbúar í Tyrklandi fylgdust með átökum rétt handan landa- mæranna, í sýrlenska bænum Kobani. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FERÐAÞJÓNUSTA Stefnu vantar á sviði mengunar af völdum ferðamanna að sögn Viðars Jökuls Björnssonar, umhverfis- og auðlindafræðings. „Það er alltaf litið til tveggja þátta, hversu miklu ferðamenn skila í þjóðarbúið og hve margir þeir eru en í mörgum tilfellum gleymast umhverfisþættirnir,“ segir Viðar Jökull sem nýlega lauk meistara- ritgerð í umhverfis- og auðlinda- fræði við Háskóla Íslands þar sem hann mat kolefnis spor ferðamanna á Íslandi árið 2011. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þyrftu einnig að gera meira í þessum efnum. „Ferðaþjónustan gerir út á að spila Ísland sem þetta hreina og tæra land. Þá þarf hún að standa við það,“ segir Viðar Jökull og bætir við: „Langflestir eru ekkert að spá í þessu. Það olli mér svolitlum von- brigðum.“ Meðalferðamaðurinn eyðir 50,2 kílóum af koltvísýringi á dag. Það er heldur minna en sambærileg rann- sókn sem gerð var á hollenskum ferðamönnum sem eyddu um að meðaltali 62 kílóum af koltvísýr- ingi á dag. Í heild áætlar Viðar Jökull að mengun af völdum ferðamanna sé á milli 0,5 og 2,8 prósenta af heildar- útblæstri koltvísýrings á Íslandi. Sú tala mun þó fara hækkandi á næstu árum með auknum fjölda ferða- manna. - ih Ferðamenn báru ábyrgð á milli 0,5 og 2,8 prósenta af útblæstri koltvísýrings á Íslandi árið 2011: Stefnu skortir vegna mengunar ferðamanna MENGUN Viðar Jökull segir ferðaþjón- ustuna þurfa að huga meira að mengun af völdum ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AÐDRÁTTARAFL Fjöldi ferðamanna kemur á hverju ári til Íslands í þeim eina tilgangi að sjá norðurljós. Þeir geta skap- að hættu á þjóðvegum þegar þeir standa á miðjum veginum og horfa til himins og gleyma stund og stað. SAMFÉLAGSMÁL „Þetta hefur geng- ið alveg eins og smurð vél,“ segir Ellen Dröfn Björnsdóttir, formað- ur Dansíþróttafélags Kópavogs, um fyrsta dansmót vetrarins sem haldið var í Smáranum í Kópavogi í gær. Mótið hófst klukkan tíu í gær- morgun og stóð til klukkan átta í gærkvöldi. Um hundrað pör tóku þátt í mótinu en keppendur voru á öllum aldri. Yngstu keppendurnir voru sex ára en þeir elstu ríflega tvítugir. „Það var keppt í bæði ballroom- og latin-dönsum í öllum styrkleikaflokkum,“ segir Ellen. Fimm erlendir dómarar dæmdu mótið sem hefur verið í undirbún- ingi síðasta hálfa árið. „Við byrjuð- um í maí því við þurftum að bóka flugfar fyrir dómarana á góðum kjörum,“ segir hún. „Við höfum fengið mikið af sjálf- boðaliðum úr félögunum að gera og græja þannig að þetta hafi allt getað tekist“ segir Ellen sem áætl- ar að í heild hafi um fimmtíu sjálf- boðaliðar komið að mótinu með einum eða öðrum hætti. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið og að sögn Ellenar var mikil þörf á mótinu. „Hingað til hefur fyrsta mót verið haldið í nóvember en okkur fannst við þurfa að hefja önnina fyrr,“ segir hún. -ih Fyrsta dansmót vetrarins var haldið í Smáranum í Kópavogi í gær: Hundrað danspör á öllum aldri KRISTJÁN DANÍELSSON DANSMÓT Keppt var í hinum ýmsu tegundum sam- kvæmisdansa í Smáranum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM FJARSKIPTI Íslensk stjórn ISNIC, skráningarstofu léna á Íslandi, ákvað í gær að loka lénum hryðjuverkasamtakanna Ísl- amsks ríkis. „Um fordæmalausa aðgerð er að ræða, þar sem ISNIC hefur aldrei fyrr lokað léni vegna inni- halds vefjar,“ segir í tilkynningu frá ISNIC. Samtökin, eða einstaklingar þeim tengdir, hafa notað lénið undir fréttasíðuna Khilafah.is þar sem birtar hafa verið fréttir frá Íslamska ríkinu. - gb ISNIC lokar léni: Vef Íslamska ríkisins lokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.