Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 6
13. október 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | Flutningar á sjó og í lofti munu aukast gríðarlega á næstu árum. Því fylgja ótal tækifæri í millilanda- flutningum en ekki síður áskoranir sem verður að mæta strax. Sveitarfé- lögin í landinu þurfa að líta til aukins samstarfs í hafnarstarfsemi. Tækifæri, ekki ógnir Hafnir og aðrir innviðir í flutningum á Íslandi þurfa að taka stakkaskipt- um á næstu árum gangi fyrirhug- uð uppbygging í atvinnulífinu eftir. Útflutningur héðan gæti auðveld- lega tvöfaldast fram til ársins 2030 og innflutningur aukist um þrjár milljónir tonna. Þetta var meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Íslenska sjávar- klasans í gær, F lutningar á Íslandi til 2030, þar sem kafað var ofan í tækifæri og áskoranir í flutn- ingum á Íslandi á næstu árum. „Við sjáum að það þarf miklu stærri og afkastameiri hafnir í kringum landið en nú er,“ sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í erindi sínu um flutninga í nútíð og framtíð. Inn- og útflutningstölur, og spá um þróun næstu ára, sýna að útflutningur héðan var 2,2 milljónir tonna í fyrra en mun rúmlega tvö- faldast til 2030 gangi spár eftir. Inn- flutningur árið 2013 var 4,2 milljónir tonna en verður 7,4 milljónir tonna árið 2033, t.d. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar fjögurra kísilvera. Aukið samstarf „Við erum ekki komin á þann stað að sjá sameiningar sem tækifæri held- ur frekar sem ógnanir við hafna- starfsemi, sem að mínu viti er mik- ill misskilningur. Menn eru hræddir um að hafnir verði lagðar af en þetta snýst frekar um hvar menn byggja upp sterkari innviði, segir Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Faxa- flóahafna og formaður Hafnasam- bands Íslands, en hann ræddi um möguleika í hafnastarfsemi. Hans mat er að sameiningar eða aukið samstarf hafna í hverjum lands- hluta auk skarpari stefnu um hlut- verk verði að koma til svo nýta megi þá innviði í byggðum landsins sem þegar eru fyrir hendi. Gísli segir að á síðasta Hafna- sambandsþingi hafi verið ákveðið að kanna á meðal eigenda hafnanna, sveitarfélaganna í landinu, hvaða sameiningar, eða samstarf, gæti komið til greina. Gísli benti á að dregið hefur úr vægi sjóflutninga innanlands með betra vegakerfi. Breytingar á stjórn fiskveiða hafa gert það líka með fækkun útgerða, skipa og fisk- vinnslufyrirtækja. Einnig að sam- dráttur er í framlögum til fram- kvæmda, breytt lagaákvæði hafa gert mörgum höfnum erfitt fyrir að viðhalda mannvirkjum og takast á við nýframkvæmdir. Hann telur að minnstu hafnirnar eigi að líta til nýrra möguleika, eins og ferðaþjón- ustu. Markaðurinn hafi á undan- förnum árum ráðið því sjálfur hvar sterkustu hafnirnar hafi byggst upp, og því ráði einfaldlega atvinnuupp- bygging í nágrenninu. Hafnir með blandaða starfsemi; landanir á fiski og flutninga, hafn- tengda ferðaþjónustu og iðnað, hafa verið að styrkja stöðu sína, ólíkt þeim smærri sem hafa einsleitari rekstur og staða þeirra hefur þyngst mjög. Árið 2012 voru hafnarsjóðir 44 talsins með 87 hafnarsvæði. Heildar- tekjur hafna árið 2013 var 7,3 millj- arðar króna, en fjórar þeirra voru með 62% heildartekna. Fljúga oftar en öll Norðurlöndin Gunnar Már Sigurfinnsson, forstjóri Icelandair Cargo, sagði í sínu erindi að í dag tengir leiðakerfi Icelandair Group saman alla markaði á norður- heimskautsbaug; 26 borgir í Evrópu við tíu áfangastaði í Bandaríkjunum, fjóra í Kanada, sex á Grænlandi og einn í Færeyjum. Leiðakerfið bygg- ist á staðsetningu landsins mitt á milli heimsálfanna, og hefur gjör- breytt tækifærum og lífskjörum Íslendinga að hans mati. „Almennt er talið að ekkert flugfélag eigi að vera stærra en heimamarkaðurinn, en við erum að flytja 2,5 milljónir manna á ári,“ sagði Gunnar og bætti við að árið 2009 voru farnar 4.900 flugferðir á vegum Icelandair Group. „Árið 2015 ætlum við að ferðirnar verði 9.800.“ Gunnar nefndi athyglisvert dæmi. Sumarið 2014 flaug Ice- landair oftar til Norður-Ameríku en öll flugfélög Norðurlandanna samanlagt. Slíkum umsvifum fylgja hliðaráhrif. Leiðakerfið er nýtt til útflutnings á ferskum fiski sem samkeppnislönd íslenskra sjáv- arútvegsfyrirtækja geta ekki enn þá keppt við. Neytendur hafa fyrir framan sig disk af íslensku sjávar- fangi tveimur sólarhringum eftir að fiskurinn er veiddur. Norskur og rússneskur fiskur er aftur á móti þrjá sólarhringa og lengur að ná til fiskkaupandans. Fljúga oftar en öll Norðurlöndin Icelandair mun fjölga ferðum í 9.800 á næsta ári, en þær voru 4.900 fyrir fimm árum. Landið er almennt illa búið undir stóraukna flutninga. Hafnastarfsemi á Íslandi þarf að svara kalli tímans með auknu samstarfi og byggja þarf upp fá en öflug hafnasvæði. Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Árið 2012 var hlutur flutninga í landsframleiðslu 6,2%. Þá störfuðu tæplega 7% vinnuafls á Íslandi í fyrirtækjum sem flokkast undir samgöngur og flutninga, eða um 11.700 manns. Hér höfum við yfir 70 hafnir og fjóra alþjóðaflugvelli fyrir utan vegakerfið. Á þetta benti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í ræðu sinni á fundinum, til að undirstrika orð sín um að flutningastarfsemi sé ein mikil- vægasta atvinnugrein landsins, enda þjónar hún öllum okkar stærstu atvinnu- greinum á einn eða annan hátt. Ráðherra viðurkenndi að uppbygging innviða hefði setið á hakanum síðustu ár og þeir sem fyrir eru væru farnir að láta á sjá. „Í þessu samhengi vil ég sér- staklega nefna að við höfum lagt áherslu á aukna aðkomu einkaaðila að upp- byggingu innviða í samgöngum, hvort sem um ræðir uppbyggingu vega, flug- valla eða hafnarmannvirkja. Við teljum slíka innkomu í raun forsendu öflugri flutninga […] Staðreyndin er sú að ef menn ætla að bíða eftir ríkinu– þá þurfa menn að bíða lengi. Við þekkjum öll stöðu ríkisfjármála um þessar mundir, en hvað sem henni líður þá er ég þeirrar skoðunar að við eigum að vera opin fyrir aðkomu annarra en ríkisins að uppbyggingu innviða í landinu,“ sagði Hanna Birna og bætti við að atvinnulífið þyrfti líka að taka við sér, eins þyrftu lífeyris- sjóðir og aðrir fjárfestar að sýna uppbyggingu í samgöngum áhuga, „því það stendur ekki upp á stjórnvöld að koma hlutunum í gang,“ sagði ráðherra. BÍÐI MENN EFTIR RÍKINU– BÍÐA MENN LENGI FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA AKRANESHÖFN Faxa- flóahafnir sf. tók til starfa 2005. Fyrirtækið á og rekur fjórar hafnir, Reykjavíkurhöfn, Grund- artangahöfn, Akranes- höfn og Borgarneshöfn. GÍSLI GÍSLASON ASKÝRING | 6 FLUTNINGAR Á ÍSLANDI Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.