Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Mánudagur
12
VATNSKÖNNURSpænski hönnuðurinn Patricia Urquiola hefur hannað könnur sem nota má á veit-ingahúsum í Bilbao. Innblásturinn sótti hún til hefðbundinna trékanna sem not-aðar hafa verið í Baskalandi um aldir.
Þ etta er tiltölulega ný þjónusta hjá okkur en við hreinsum húsgögn fyrir stofnanir og fyrirtæki,“ útskýrir Daníel Einarsson, framkvæmdastjóri Hreinsanda ehf. „Við hreinsum sófasett og stóla af bið-stofum, setustofum og fyrirlestrasölum, skrifstofustóla og fleira. Hægt er að fá lánaða stóla hjá okkur á meðan verið er að hreinsa húsgögnin en öll hreinsun fer fram í húsnæði okkar að Eldshöfða 1 Þ hvið fullk
ÞRIF Á STÓLUM FYRIR FYRIRTÆKIHREINSANDI KYNNIR Hreinsandi býður fyrirtækjum og stofnunum upp á þrif
á húsgögnum. Hreinsandi bæði sækir húsgögnin á staðinn og skilar og hægt
er að fá lánuð húsgögn á meðan hreinsun stendur yfir.
DJÚPHREINSUN Hreinsandi ehf. annast djúphreinsun á stólum og sófum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Húsgögnin eru sótt á staðinn, þau djúphreinsuð og þurrk-uð og keyrð aftur í hús.
M
Y
N
D
/PJET
U
R
FASTEIGNIR.IS
13. OKTÓBER 2014
41. TBL.
Fasteignasalan Fold hefur
til sölu glæsilegt parhús
við Bakkavör, á frábærum
stað sunnanmegin í jaðri
Valhúsahæðar á Seltjarnarnesi.
Húsið er 315 fm, á tveimur hæðum
með bílskúr.
1. hæð: Anddyri er flísalagt g
með fataskápum, komið frá því
í parketlagt alrými með sjávar-
útsýni til suðurs. Herbergin eru
þrjú á neðri hæðinni og eru þau
öll parketlögð. Mögulegt er að hafa
fleiri svefnherbergi á fyrstu hæð-
inni og einnig auðvelt að útbúa þar
Glæsileg eign á útsýnisstað
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Bogi
Pétursson
lögg.fasteignasali
Finndu okkur
á Facebook
Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is
Ásdís Írena
Sigurðardóttir
skjalagerð
Gústaf Adolf
Björnsson
lögg. fasteignasali
Stefán Már
Stefánsson
sölufulltrúi
Guðbjörg G.
Blöndal
lögg. fasteignasali
Brynjólfur
Snorrason
sölufulltrúi
2 SÉRBLÖÐ
Fasteignir | Fólk
Sími: 512 5000
13. október 2014
240. tölublað 14. árgangur
SKOÐUN Varlega þarf að
fara í laxeldi, segir Elín Hirst
alþingismaður. 12
MENNING Maðurinn sem
hataði börn er skemmtileg
og hárbeitt ádeila. 18
LÍFIÐ Ylfa Helgadóttir tók þátt
í Food and Fun og var boðið
að elda á Michelin-stað. 20
SPORT Fótboltalandsliðið
mætir stjörnum prýddu liði
Hollands í kvöld. 22
Opið allan
sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
Sími 512 4900 landmark.is
STJÓRNSÝSLA Ríkið veit ekki hversu
mikil starfsmannavelta er hjá ráðu-
neytum og stofnunum. Engar upp-
lýsingar liggja fyrir um fjarvistir og
ríkið vinnur ekki spár um manna-
aflaþörf fyrir næstu ár eða áratugi.
Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri
í fjármálaráðuneytinu og forstöðu-
maður kjara- og mannauðsskrifstof-
unnar, segir að mannekla valdi því
að ekki eru teknar saman tölur um
starfsmannaveltu.
„Við höfum lítið komist í
þetta vegna þess að við erum
ekki nógu mörg. Við hefðum
gjarnan viljað vera með miklu
betri tölfræði varðandi starfs-
mannamál,“ segir Gunnar.
Að sögn Gunnars eru menn ekki á
eitt sáttir um hvernig eigi að skil-
greina starfsmannaveltu. „Við
höfum lengi ætlað að vinna þessar
skilgreiningar en ekki komist til
þess,“ segir hann.
Ekki er heldur til miðlæg skrán-
ing um fjarvistir hjá ríkinu. „Það
er hvergi hægt að fá yfirsýn yfir
það hversu margir veikindadagar
eru hjá ríkinu,“ segir Gunnar og
bætir við að ríkið geri heldur ekki
neinar mannaflaspár. „Það eru
engar spár til um hversu marga
ríkisstarfsmenn gæti vantað til
starfa á næstu árum og áratugum
eða hvernig samsetning hópsins
þyrfti að vera.“
Gunnar segir að menn finni
verulega fyrir þörfinni á því að
taka saman betri upplýsingar um
starfsmannamálin. „Það er stöðugt
verið að biðja um upplýsingar um
starfsmannamálin,“ segir Gunnar
sem ítrekar að tölurnar séu til en
það vanti fólk til að vinna þær.
- jme / sjá síðu 8
Allt á huldu um veikindi og
starfsmannaveltu hjá ríkinu
Mannekla veldur því að upplýsingar vantar um starfsmannaveltu og fjarvistir og að ekki eru gerðar spár um
mannaflaþörf hjá ríkinu. Mikil þörf er á þessum upplýsingum, segir skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.
NEYTENDAMÁL Gert er ráð fyrir að
það kosti 745 krónur á dag að fæða
hvern einstakling, í frumvarpi
fjármálaráðherra um breytingar á
virðisaukaskatti. Hver fjölskylda
verji rúmlega 2.980 krónum í öll
matarinnkaup á dag.
Þessar tölur eru byggðar á
neyslukönnun Hagstofu Íslands.
Miðað er við hjón með tvö börn,
annað yngra en sjö ára.
Bryndís Loftsdóttir, varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segist
ósammála þeim tölum sem lagð-
ar eru til grundvallar í frumvarpi
fjármálaráðherra. Hún verji tveim-
ur milljónum í mat á ári. Bryndís á
mann og þrjú börn á aldrinum sex
til ellefu ára. Í frumvarpinu er hins
vegar gert ráð fyrir að fjögurra
manna fjölskylda verji 988 þúsund
krónum í mat og drykk.
Bryndís er ósátt við breytingar á
virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það
er nokkuð ljóst að boðuð einföldun
mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir
almenning. Matvæli og aðrar vörur
sem nú bera sjö prósent virðis-
aukaskatt munu samviskusamlega
hækka í verði í takt við hækkun á
virðisauka og að auki um nokkrar
krónur og tíkalla umfram það,“
segir Bryndís.
- jhh / sjá síðu 4
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins efast um forsendur fjárlagafrumvarps:
Áætla matarkostnað allt of lágt
Það er
hvergi hægt
að fá yfirsýn
yfir það
hversu margir
veikindadag-
ar eru hjá
ríkinu.
Gunnar Björnsson, forstöðumaður
kjara- og mannauðsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins.
Það er
nokkuð ljóst
að boðuð
einföldun
mun ekki
þýða lægri
útgjöld fyrir
almenning.
Bryndís Loftsdóttir
húsmóðir og varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Bolungarvík 3° NNV 6
Akureyri 2° S 2
Egilsstaðir 3° SSA 2
Kirkjubæjarkl. 3° A 3
Reykjavík 3° VNV 3
Bjart með köflum víða en slydduél
eða él norðvestanlands og skúrir með
suðausturströndinni. Fremur hægur
vindur og hiti 0 til 6 stig. 4
Hætta undir Norðurljósum
Íbúar í Bláskógabyggð hafa áhyggjur
af þeirri hættu sem þeir segja að
skapist er rútur stoppi á miðjum vegi
og hleypi ferðamönnum út til að
horfa á norðurljósin. 2
Berum ekki flutninga Icelandair
mun fjölga ferðum í 9.800 á næsta
ári. Þær voru 4.900 fyrir fimm árum.
Landið er almennt illa búið undir
stóraukna flutninga. 6
Styrkja uppbyggingu á Gaza
Evrópusambandið og Bandaríkin ætla
að verja jafnvirði nærri 100 milljarða
króna til uppbyggingar á Gasasvæð-
inu. Fjölmörg önnur ríki leggja sitt af
mörkum en Ísrael situr hjá. 10
Tilbúinn í dóm Uppljóstrarinn
Edward Snowden segir að hann vildi
gjarnan fara til Bandaríkjanna og mæta
þar fyrir dómara ef réttarhöldin yrðu
opin. 11
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/VILH
ELM
HOLLENSKAR STJÖRNUR
Arjen Robben og Robin van
Persie og liðsfélagar þeirra í
hollenska landsliðinu æfðu
á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Hollendingar mæta í kvöld
íslensku landsliði sem er á
miklum skriði í undankeppni
Evrópumótsins. Sjá síðu 22.