Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 46
13. október 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 18
www.fiskikongurinn.is
PÖNNUSTEIKJA HEILANN EÐA Í OFNI
VELTA UPP ÚR HVEITI OG EGGI
STEIKJA Á PÖNNU
MEÐ HOLLANDAIS SÓSU
SETJA Í OFN VIÐ 180 GRÁÐU HITA
Í 20 MÍNÚTUR
FISKIKÓNGURINN
S0GAVEGI 3
HÖFÐABAKKA 1
Sími 587 7755
HAUSAÐUR
KOLI
GILDIR ALLA VIKUNA
ÓDÝRT FYRIR ÞIG OG ÞÍNA
RAUÐSPRETTUFLÖK
RAUÐSPRETTURÉTTUR M/ SÍTRÓNUSMJÖRI
ROÐLAUS OG BEINLAUS
TÓNLIST ★★★★ ★
Guitar Islancio
GUITAR ISLANCIO Í SALNUM Í KÓPA-
VOGI FÖSTUDAGINN 10. OKTÓBER.
Ég hef heyrt að eina leiðin til
að fá tvo gítarleikara til að
spila hreint sé að skjóta annan
þeirra. En ég fann aldrei fyrir
þörf fyrir að draga upp skamm-
byssu á tónleikum Guitar Islan-
cio á föstudagskvöldið.
Hópurinn samanstendur af
Birni Thoroddsen og Gunnari
Þórðarsyni á gítara og Jóni Raf-
nssyni á kontrabassa. Þeir hafa
verið í pásu undanfarin sex ár,
en komu nú fram fyrir áheyrend-
ur í Salnum í Kópavogi. Reyndar
voru ekki margir tónleikagestir,
merkilegt nokk. Ég sat á svölun-
um og var nánast einn. Það kom
á óvart. Guitar Islancio var vin-
sæl hljómsveit eftir því sem ég
best veit. Hún hefur haldið tón-
leika víða um heim. En sex ára
hlé frá tónleikahaldi er kannski
nóg til að gleymast.
Tónlistin sem þeir kumpánar
léku var þægileg áheyrnar. Yfir
henni var djassyfirbragð, sem
þó var mjög afslappað. Þarna
voru þekkt íslensk lög eins og
Ólafur Liljurós og hið færeyska
jóla /vikivakalag Góða veislu
gjöra skal. Svo gat að heyra tón-
list eftir Stevie Wonder, Django
Rheinhardt og þar fram eftir
götunum.
Leikurinn var ávallt til fyrir-
myndar, kraftmikill og litrík-
ur. Gítarspilið var glitrandi og
hljómfagurt, bassinn líflegur og
taktfastur. Samspilið var pott-
þétt, það var greinilegt að þre-
menningarnir hafa unnið lengi
saman.
Stemningin í salnum var góð
eins og nærri má geta. Inn á
milli laganna reyttu þeir Björn
og Gunnar af sér brandarana.
Fólk skellihló. Margt af bröndur-
unum var um ýmislegt sem hefur
komið fyrir hljómsveitina á tón-
leikaferðum. Ein sagan var af
Stevie Wonder, sem er átrúnað-
argoð þeirra. Þeir voru þá á flug-
velli og sáu goðið ekki langt frá,
ásamt hópi lífvarða og annarra
starfsmanna. Guitar Islanc io var
með gítarana uppi við, svo ekkert
fór á milli mála að tónlistarmenn
voru á ferð. Kom Wonderinn til
Íslendinganna og heilsaði upp á
kollegana? Ó nei. Hann gekk bara
fram hjá þeim og virti þá ekki
viðlits. Auðvitað hafði hann góða
afsökun, því hann er blindur. En
lífverðirnir hefðu fjandakornið
geta látið hann vita. Svona voru
nú öll kynnin af meistaranum.
Hvílík vonbrigði!
Svo sem áður hefur komið fram
var það ekki bara Stevie Wonder
sem gaf Guitar Islancio engan
gaum. Synd var hversu fáir voru
á tónleikunum, því þeir voru svo
fínir. Ég kom þangað örþreyttur
eftir vikuna; það var ljúft að láta
líða úr sér og njóta tónlistarinnar.
Ég á ekki geisladiska hópsins, en
ég get vel ímyndað mér að það sé
huggulegt að hafa þessi skemmti-
legu lög á fóninum. Svona þegar
maður vill slaka á og lakka á sér
táneglurnar. Annað getur bara
ekki verið.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Flottir tónleikar með
áheyrilegri og líflegri tónlist. Spila-
mennskan var frábær.
Óþarfi að skjóta gítarleikarann
BÆKUR ★★★★ ★
Maðurinn sem hataði börn
Þórarinn Leifsson
MÁL OG MENNING
Maðurinn sem hataði börn eftir
Þórarin Leifsson fjallar um tólf
ára dreng, Sylvek, sem býr ásamt
ömmu sinni í vesturbæ Reykjavík-
ur. Þau fluttu þangað frá Barcelona
þegar þeim áskotnaðist óvænt hús
þar í bæ. Hugmynd-
ir þeirra og vonir
um Ísland voru afar
glæstar en segja má
að nýju heimkynnin
standi ekki alveg undir
væntingum. Ekki batn-
ar það svo þegar ungir
drengir fara að finnast
myrtir í hverfinu þeirra.
Um svipað leyti flytur
fámáll maður í risher-
bergið heima hjá þeim,
en hann segist hata börn.
Bókin er sneisafull af
hárbeittri ádeilu á samfé-
lag okkar. Blanda af léttri
háðsádeilu og harðri gagnrýni á
samfélagslega rétthugsun, eða öllu
heldur ríkjandi skort á henni.
Höfundur velur sögumanni sínum
sjónarhorn innflytjanda. Þannig
fær ákveðinn minnihlutahópur sam-
félagsins rödd, hópur sem gjarn-
an hefur sætt fordómum. Með því
að segja söguna út frá sjónarhorni
Sylv eks varpar höfundur auk þess
ljósi á samfélag okkar, sem er okkur
svo kunnugt en sögumanni fram-
andi og furðulegt. Lesandinn nær
miklu frekar tengingu við aðalpers-
ónuna heldur en samfélagið sem
byggt er á íslenskum samtíma. Það
er spillt og nokkuð ógeðslegt.
Fáránleikinn er allsráðandi í sög-
unni og undirrituð viðurkennir fús-
lega að hún skellti upp úr nokkrum
sinnum þar sem hún las í bókinni á
almannafæri. Kaldhæðni einkenn-
ir söguna að miklu leyti og heldur
uppi annars stórfurðulegum sögu-
þræði sem fléttast saman
að lokum. Sögusviðið er
sem fyrr segir byggt á
íslenskum raunveruleika
en þó sett fram sem ein-
hvers konar hliðarver-
öld.
Gráglettnar teikning-
ar Þórarins sem prýða
bókina glæða persónur
og umhverfi lífi. Sér-
staklega er framsetn-
ingin á stera tröllunum
kostuleg, sem og ömm-
unni Silvíu Kandellu
Mariu Karmen Arias,
sem reyndar hefur neyðst
til að taka upp íslenska nafnið Sig-
ríður Sjutt. Amman er sannarlega
ein af fyndnari persónum sögunn-
ar, þótt bókin sé raunar uppfull af
stórskemmtilegum og frumlegum
persónum.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Hress og bráðfyndin
saga, þó með drungalegu yfirbragði.
Hárbeitt en samt svo lúmsk ádeila á
íslenskt samfélag, sett fram í furðu-
sagnastíl.
Fáránleiki og
hárbeitt ádeila
MENNING