Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 50
13. október 2014 MÁNUDAGUR Á R N A S Y N IR Bíldshöfða 10 S: 5878888 br.is Engin lántökugjöld á bílafjármögnun í október Bílaleiga SPORT FÓTBOLTI Hollendingar mæta í Laugardalinn í kvöld og mæta þar íslenska landsliðinu í meta- ham. Í fyrsta sinn í sögunni hefur íslenska landsliðið fullt hús og hreint mark eftir tvo leiki. Eins og sjá má fyrir ofan þá er markatalan í ár í sérflokki hvað varðar sögu Íslands í undankeppnum. „Þetta er fullkomin byrjun og nú er bara að nýta það og taka það með sér inn í þennan erfiða leik á móti Hollandi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður. Theódór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason hafa skilað bakvarðarstöðunum með miklum sóma en þeir eru vanalega miðju- menn. „Við erum með marga leik- menn sem eru vanalega miðju- menn. Það er ég, Theódór Elmar, Emil Hallfreðs, Birkir Bjarna og svo auðvitað Aron og Gylfi. Það þýðir kannski að við erum vel spilandi lið og getum leyst erfiðar stöður,“ sagði Ari Freyr Skúlason. Ari Freyr kom inn í vinstri bak- vörðinn í síðustu keppni og nú leik- ur Theódór Elmar það eftir. „Elmar er búinn að koma frá- bærlega inn í liðið. Mér finnst hann búinn að vera gallalaus í þessum tveimur leikjum,“ sagði Ari um kollega sinn hinum megin. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu,“ sagði Theódór Elmar. „Ég er ekki vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðru vísi fókus. Það hefur geng- ið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leið- beint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast.“ „Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi. Ef við verðum skynsamir á morg- un og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum,“ sagði Theó- dór Elmar. Hollendingar eru þegar búnir að tapa einum leik og press- an er mun meiri á þeim. „Þeir líta á Ísland sem lið sem þeir eiga að vinna. Þeir munu hins vegar fá erfiðan leik og þetta er mjög óþægilegur leikur fyrir þá því kröfurnar á þá eru að vinna okkur og helst nokkuð auðveld- lega,“ sagði Hannes. Ari hefur fulla trú á góðum úrslitum. „Ef við höldum okkar striki áfram, trúum á okkur og höldum áfram að berjast hver fyrir annan þá mun þetta ganga vel. Þeir eru örugglega smá smeykir við okkur en sýna okkur samt virðingu. Það á ekki að vera létt að koma til Íslands,“ sagði Ari Freyr að lokum. ooj@frettabladid.is Á ekki að vera létt að koma til Íslands Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei byrjað betur í undankeppni. Hannes Þór Halldórsson er ekki enn búinn að fá á sig mark og miðju- mennirnir Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason blómstra í bakvarðarstöðunum. Næst á dagskrá er eitt besta lið heims, Holland. MARKATALA ÍSLENSKA KARLALANDSLIÐSINS Í FYRSTU TVEIMUR LEIKJUNUM Í UNDANKEPPNI 1974-2014 EM HMFlest stig í fyrstu tveimur leikjum (6 - EM 2016) Flest mörk í fyrstu tveimur leikjunum (6 - EM 2016) Fæst mörk fengin á sig í fyrstu tveimur leikjunum (0 - EM 2016) ➜ Met sem hafa fallið í ár -2 -2 -2 -2 -2 0 0 0 0 +1 +1 +1 +1 -1 -1 -5 -5 -5 -3 +6 1974 1976 1978 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1994 1996 1998 2000 2002 2006 2008 2014 2016 2010 2012 20041992 -8 -6 Leikur númer 3: Ísland - Holland Laugardalsvöllur kl. 18.45 í kvöld HELDUR ENN HREINU Hannes Þór Halldórsson fagnar hér einu af sex mörk- um íslenska liðsins. Á litlu myndunum eru síðan Ari Freyr og Theódór Elmar. M YN D /G ETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.