Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.10.2014, Blaðsíða 54
13. október 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 MÁNUDAGSLAGIÐ Alþjóðlegi SJÓNVERNDARDAGUR Lions Verið velkomin á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 14. október kl. 15:00 - 19:00. Sjónvernd fyrir betri lífsgæði Vonumst til að sjá sem flesta Aðgangur ókeypis Ókeypis blóðsykursmæling Ókeypis sjónmæling Hittið leiðsöguhundana Bónó og Asitu Nýjungar í augnlækningum og sjónvernd Nýjasta gleraugnatískan Kaffi, kleinur, Hraun og gos Við leggjum lið Sjálfblekungur með svörtu bleki er verkfærið og með honum dregur séra Örn Bárður Jónsson upp lífið eins og það blasir við honum í svarta skissubók. Ekki alltaf og alls staðar, en þó býsna oft. Bókina skilur hann að minnsta kosti sjaldan við sig. Hann dregur hana upp úr skjala- töskunni sinni við ýmis tækifæri, mundar verkfærið hröðum höndum og fangar augnablikið, rétt eins og ljósmyndari. „Ég skissa upp allt mögulegt, hús, landslag, dýr, blóm og manneskjur í mismunandi athöfnum, aðstæð- um og umhverfi, hvar sem er og hvenær sem er, heima og heiman,“ segir Örn Bárður, sem vatnslitar myndirnar og skrifar oftast við þær ýmsa minnispunkta, skýringar eða athugasemdir þegar heim er komið. Hversdagslegir hlutir eins og heft- ari, heyrnartól og hádegisverður fá líka sitt pláss í bókinni svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert er of ómerkilegt fyrir skissubókina að því er best verður séð. „Ég byrjaði að skissa svipmyndir úr daglega lífinu fyrir um tveimur árum þegar ég skráði mig á urban- sketchers.org sem er teikniklúbbur á netinu fyrir þá sem hafa gaman af að skissa upp myndir á staðn- um ef svo má segja. Það þýðir að ætlast er til að klúbbfélagar skissi undirbúningslaust eitthvað sem fyrir augu þeirra ber hvað svo sem það er. Ég rakst á síðuna af tilvilj- un þegar ég var að vafra um netið fyrir um tveimur árum og skráði mig félaga því mér fannst hún kjör- inn vettvangur fyrir þá sem hafa gaman af að teikna. Klúbbfélagar, sem eru frá öllum heimshornum, af öllum stéttum og á öllum aldri, geta sent inn skissur sínar til birtingar. Sjálfur hef ég sett á síðuna og einnig á flickr.com nokkrar valdar skissur og líka stærri vatnslitamyndir sem ég hef verið að mála,“ segir Örn Bárður. Hann á þegar í fórum sínum þrjár nokkuð þykkar skissubækur og er langt kominn með þá fjórðu. Þótt margar skissur hans og vatns- litamyndir séu öllum aðgengileg- ar á netinu, hefur hann ekki flíkað þeim sérstaklega. Og skissubæk- urnar geymir hann í skjalatöskunni sinni. Samtals eru í þeim hátt í þrjú hundruð skissur. Séu þær skoðað- ar í tímaröð má ráða í hvar hann hefur verið, jafnvel hvað hann hugsaði á því augnablik- inu sem hann gerði skiss- urnar. Hand- skrifuðu nót- urnar eru líka vísbendingar. Spurður hvort h a n n h a f i átt sér lista- mannsdrauma á árum áður svarar hann játandi. „Sem strák- ur teiknaði ég og málaði töluvert með vatnslitum og sex tán ára fór ég að fikta með olíuliti. Síðan snerti ég ekki á neinu slíku fyrr en um fer- tugt, fór til dæmis í módelteikn- ingu í Myndlistarskólanum. Pabbi var frístundamálari og dóttir mín er myndlistarmaður svo kannski er þetta eitthvað í genunum.“ Örn Bárður hefur mikinn áhuga á að taka aukinn þátt í starfi teikni- klúbbsins, t.d. sækja námskeið og viðburði sem hann standi fyrir víða um heim. „Samfélagið á urban- sketch ers.org er skemmtilegt, fjöl- breytt og gefandi. Listin lifir góðu lífi á netinu,“ segir hann. valgerdur@frettabladid.is Daglegt líf í skissum Séra Örn Bárður Jónsson skráði sig í teikniklúbb á netinu og hefur æ síðan gengið með svarta bók í skjalatöskunni sem hann skissar allt mögulegt í. Urban Sketchers eru grasrótarsamtök, sem rekin eru án hagnaðarvonar. Bækistöðvarnar eru í Washington-fylki á vesturströnd Bandaríkjanna. Markmiðið er að vera vettvangur og samfélag skissara um allan heim, kynna verk þeirra og hvetja þá til dáða. Stofnandi samtakanna er Spánverjinn Gabi Campanario, myndlistarlistar- maður og rithöfundur, sem m.a. er þekktur fyrir pistla sína í Seattle Times. GRASRÓTARSAMTÖKIN URBAN SKETCHERS „Mig langaði að búa til eitthvað með hlébarðamunstri og það bara endaði sem slaufa,“ segir Rann- veig Hafsteinsdóttir prjónakona, en hún er að gefa út bókina Slauf- ur. „Ég hef prjónað alveg frá því að ég man eftir mér. Ég byrjaði svo að prjóna slaufurnar í janú- ar og svo þróaðist þetta bara hjá mér og endaði í bók,“ segir Rann- veig. Hún prjónaði allar slauf- urnar sjálf og tók líka myndirn- ar fyrir bókina. Í henni má finna uppskriftir að mismunandi slauf- um í mismunandi stærðum. „Það eru engar tvær eins, en ég nota mikið prjónaspor til þess að gera munstrin í slaufurnar. Þær hafa allar mismunandi prjón og munst- ur. Svo er um að gera að nota hug- myndaflugið og setja slaufurnar þar sem manni sýnist,“ segir hún. Rannveig er á þriðja ári í tölvunar- fræði í Háskólanum, en hún segir prjónaskapinn mun skemmtilegri en námið. „Ég ætla í framhaldi af þessu mögulega að opna föndur- síðu með alls kyns skemmtilegum fönduruppskriftum,“ segir Rann- veig. - asi Langaði að gera eitthvað „leopard“ Tölvunarfræðinemi tók prjónana fram yfi r skólann og gaf út prjónabók. Bandaríski blaðamaðurinn James Marshal Crotty skrifar ítarlega grein um RIFF, alþjóðlegu kvik- myndahátíðina í Reykjavík, í The Huffington Post, þar sem hann segir RIFF vera rétta staðinn fyrir óháða kvikmyndagerðarmenn beggja vegna Atlantshafsins til að hittast og bera saman bækur sínar. „Hvort sem þú ert að leitast við að skrifa, skjóta eða finna stað til að skjóta – settu Reykjavík og RIFF á listann.“ Þá segir Crotty það mikinn plús að gestir á hátíðinni fái tækifæri til að hitta stórlaxa í kvikmynda- iðnaðinum, eitthvað sem væri aldrei hægt á risastórum kvik- myndahátíðum eins og Sundance. Svo virðist sem blaðamaður- inn hafi tekið nærri sér orð sem breski leikstjórinn og annar heiðursgesta hátíðarinnar, Mike Leigh, lét falla þar sem hann sat fyrir svörum á blaðamanna- fundi. Aðspurður um hlutverk kvikmyndaskóla í iðnaðinum svaraði Leigh með vanþóknun: „Þú ert með Hollywood og þú ert með sjálfstæða kvikmyndagerð Evrópu. Þetta tvennt mun aldrei skarast.“ Þá sagði Leigh að kvik- myndaskólar væru „vandamál fyrir ríka krakka í Bandaríkjun- um“ og að „það er ekki endilega samasemmerki á milli kvikmynda og Hollywood“. „Svona margþvældar tugg- ur valda vonbrigðum þegar þær koma frá þroskuðum hæfileika- manni, sem ég vonaði að væri hafinn yfir þá ómerkilegu og barnalegu fordóma gegn Banda- ríkjamönnum sem svo margir af hans samlöndum gerast sekir um.“ Segir RIFF vera rétta staðinn Skrifar um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík í The Huffi ngton Post. AÐSTANDENDUR RIFF Crotty er ánægður með hátíðina. ELSKAR SLAUFUR Rannveig með slauf- urnar sem hún prjónaði fyrir bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LISTIN Á NETINU Örn Bárður tekur virkan þátt í teikniklúbbi á netinu. Hann sendir annað slagið inn valdar myndir úr skissubókinni og vatnslitamyndir, sem hann hefur málað um dagana. FRETTABLADID/PJETUR Í fyrirvaralausri fortíðarþráhyggju nefni ég lagið Friday on My Mind með áströlsku hljómsveitinni The Easybeats frá 1967. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og miðborgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.