Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 7
4 | SÓKNARFÆRI
Veljum
Ísland
www.utivist.is
Ferðaáætlun Útivistar 2013 kemur út 13. desember
SagaMedica ehf. framleiðir náttúru-
vörur úr hvönn og markaðssetur þær
beggja vegna Atlantshafsins, ásamt
því að hafa náð góðum árangri inn-
anlands. Fyrirtækið á sér langa sögu
að baki sem hófst með rannsóknum
Dr. Sigmundar Guðbjarnasonar á ís-
lenskum lækningajurtum. Í dag býð-
ur SagaMedica upp á margar áhuga-
verðar vörur úr hvönn og fer Sa-
gaPro, við þvaglátavandamálum, þar
fremst í flokki, en sú vara er nú fá-
anleg í mörg hundruð verslunum í
Norður Ameríku og hefur verið
rannsökuð meira en flestar aðrar ís-
lenskar náttúruvörur.
En hvernig má vera að töflur úr
hvönn hjálpi fólki með þvagvanda-
mál?
Þegar vísindamenn fóru að skoða
íslensku hvönnina komust þeir að
því að jurtin innihéldi efni, svokall-
aða flavónóíða, sem eru þekktir fyrir
að slaka á vöðvafrumum eins og
finna má í þvagblöðru. SagaPro var
þróað í framhaldinu og reyndist
hjálpa fólki sem þurfti að fara oft á
salernið. SagaPro var svo selt með
góðum árangri hér á landi í mörg ár
en frekari rannsóknir áttu svo eft-
ir að leiða meira um virknina í
ljós.
Klínísk rannsókn skiptir
miklu máli
Þrátt fyrir góðan árangur og jákvæð
ummæli notenda var alltaf eitt sem
SagaPro skorti til að geta náð langt á
erlendum mörkuðum; klíníska rann-
sókn. Nú á þessu ári lauk SagaMe-
dica við slíka rannsókn, en þetta var
í fyrsta skipti sem íslensk náttúruvara
gekkst undir slíkt. Kostnaðurinn var
mikill, á þriðja tug milljóna og nið-
urstöðurnar voru mjög uppörvandi.
Í fyrsta lagi voru ekki aukaverkanir
af vörunni og í öðru lagi náðist að
sýna fram á í undirhópum að Sa-
gaPro jók blöðrurýmd og minnkaði
þvaglátatíðni. Rannsóknin jók einn-
ig skilning á vörunni til muna og út-
skýrði meðal annars hvers vegna var-
an virkar bæði fyrir konur og karla,
en einnig af hverju hún hefur reynst
einstaklingum sem pissa undir á
nóttunni vel. Þess ber að geta að
þegar aðeins var horft á heildarþýðið
í rannsókninni var ekki hægt að sýna
fram á tölfræðilega marktækan mun,
en virknin á undirhópana var ótví-
ræð og var grein um rannsóknina
birt í virtu alþjóðlegu læknablaði í
sumar. Með þessar niðurstöður í far-
teskinu verður unnt að framkvæma
fleiri rannsóknir þar sem einblínt
verður á þá hópa sem SagaPro virkar
best á og er vonast til að niðurstöður
frekari rannsókna verði jafnvel enn
sterkari og ótvíræðari.
Sérstaða SagaPro
Náttúruvöruiðnaðurinn er feikilega
stór á alþjóðavísu og alltaf þörf fyrir
nýjar vörur. SagaPro hefur þá miklu
sérstöðu að vera eina varan úr hvönn
sem seld er við þvaglátavandamál-
um. „Það eru ótalmargar vörur í
samkeppni við SagaPro úti um allan
heim. Þær eiga það þó yfirleitt
sammerkt að vera úr sömu jurtum
og hafa verið á markaði í áratugi.
Vörurnar hafa því í rauninni
lítið nýtt fram að færa. Sa-
gaPro er gjörólík vegna
hvannarinnar og stendur
upp úr fjöldanum. Hún
virkar fyrir bæði konur og
karla og býður upp á al-
veg nýja nálgun í mark-
aðssetningu, til dæmis
út frá upprunanum,
sögulegri notkun
hvannar á Íslandi og
að sjálfsögðu vegna
þess að varan sjálf hefur
verið klínískt rannsökuð
sem er ekki eins al-
gengt og fólk heldur
því stundum eru það
bara innihaldsefnin
sem hafa verið rann-
sökuð,“ segir Perla Björk
Egilsdóttir, markaðsstjóri
SagaMedica.
Hvönn í áskrift
Í dag er SagaPro til sölu á Íslandi,
Bandaríkjunum og Kanada. Einnig
er SagaMedica með netverslun sem
hefur vaxið hratt upp á síðkastið.
„Netverslunin hefur vaxið ótrúlega
vel undanfarið. Hún byrjaði smátt
eins og við var að búast en hefur nú
tvöfaldast á hverju ári í þrjú ár þann-
ig að hún er farin að skila okkur
góðum tekjum, sérstaklega erlendis
frá. Svo erum við að stórauka þjón-
ustuna við neytendur með því að
bjóða vörur í áskrift. Við gerum ráð
fyrir að fastakúnnar muni koma til
með að nýta sér þann kost, enda
þarf fólk yfirleitt að taka vörurnar
okkar að staðaldri,“ segir Perla.
Áskoranir í nútímaumhverfi
Starfsumhverfi fyrirtækja eins og Sa-
gaMedica hefur tekið miklum breyt-
ingum á síðustu árum og áratugum.
Reglugerðir og lagaumhverfi eru
mun hertari en áður fyrr og fyrir-
sjáanlegt að það umhverfi verði enn
meira krefjandi en nú er. „Það er
ekki sama á hvaða markaði maður
vinnur. Í Bandaríkjunum megum
við halda ákveðnum hlutum fram á
vöruumbúðum að því gefnu að við
séum með fyrirvara á þeim fullyrð-
ingum. Í Kanada er hins vegar nauð-
synlegt að sækja um sérstaka skrán-
ingu og hafa vísindalegan rökstuðn-
ing til að sannfæra yfirvöld um lög-
mæti fullyrðinganna. Þar skiptir
klínísk rannsókn höfuðmáli. Evrópa
er svo enn annað umhverfi. Nýjustu
breytingar þar koma næstum alveg í
veg fyrir að nokkuð megi segja um
náttúruvörur og þeirra virkni. Inter-
netið eykur svo flækjustigið enn
frekar því það fer yfir öll landa-
mæri,“ segir Kristinn Leifsson verk-
efnastjóri hjá SagaMedica. „Við
þurfum því að huga vel að því
hvernig kynningarmálum er háttað á
ólíkum mörkuðum. En það er gott
fyrir okkur að það séu gerðar kröfur
því þá skapast umhverfi þar sem þeir
fagmannlegustu ná lengst,“ bætir
hann við.
Fyrirtæki á tímamótum
SagaMedica hefur nú starfað í rúm
tólf ár og starfsemin þróast mikið á
þeim tíma. Aukin áhersla hefur verið
lögð á markaðssetningu en samhliða
því hefur rannsóknastarfið aukist.
Það má segja að rannsóknirnar hafi
náð nýjum hæðum með klínísku
rannsókninni á SagaPro en hún
kemur á hárréttum tíma og er í raun
frumforsenda fyrir aukinni markaðs-
sókn á erlendum mörkuðum. Verk-
efnin eru því næg og krefjandi fyrir
SagaMedica. En ávinningurinn get-
ur að sama skapi orðið mikill.
sagamedica.is
SagaMedica ehf.
Hvönnin breiðir úr sér á erlendum mörkuðum
SagaPro er ein þeirra vara sem Saga Medica framleiðir og selur en hún nú fáan-
leg í mörg hundruð verslunum í Norður Ameríku og hefur verið rannsökuð
meira en flestar aðrar íslenskar náttúruvörur.
Perla Björk Egilsdóttir, markaðsstjóri og Kristinn Leifsson verkefnastjóri hjá SagaMedica. Ljósm. LalliSig
Úrval af gæludýr fóðri
Opið 8:30 – 17:30 virka daga
www.dagfinnur.is
SkólavörðuStíg 35a – Sími 552-3621
10 | SÓKNARFÆRI
Velkomin í Garðyrkjufélag Íslands!
Frakkastíg 9 - 101 Reykjavík - Sími 552 7721 og 896 9922 - gardurinn@gardurinn.is
Tilvalin jólagjöf til garðyrkjumannsins er gjafáskrift félagsgjalds fyrir árið 2013 eða bókagjöf.
Félagið hefur til sölu úrval spennandi bóka um gróður og garða.
Kynnið ykkur starfsemi félagsins á www.gardurinn.is
Útivistarverslunin Fjallakofinn hefur
vaxið hratt á þeim átta árum sem
liðin eru frá því Halldór Hreinsson
og vinur hans, Jón Ingi Sigvaldason,
stofnuðu FJALLAKOFANN og
opnuðu 25 m2 verslun á 2. hæð að
Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði í lok
apríl árið 2004. Í dag er FJALLA-
KOFINN með þrjár verslanir; í
Kringlunni 7 og Laugavegi 11 í
Reykjavík og á Reykjavíkurvegi 64 í
Hafnarfirði, auk umfangsmikils inn-
flutnings á útivistar- og sportvörum
sem seldar eru í verslunum víða um
land. Yfir vetrartímann starfa 12
manns hjá FJALLAKOFANUM en
þeim fjölgar á álagstímum eins og
fyrir jólin og yfir sumartímann, og
er meirihluti starfsmanna jafnframt
virkur í starfi björgunarsveita og
þekkir því vel hvaða búnaður hentar
best þegar haldið er til fjalla.
Gott að versla í miðbænum
„Það hefur verið gífurleg vakning í
ferðalögum innanlands alveg frá
árinu 2008 og hún er enn í gangi.
Menn halda áfram að skipuleggja
ferðir innanlands, bæði á eigin veg-
um og svo eru fjölmargir aðilar með
fjölbreytta og spennandi ferðamögu-
leika. Þetta verður til þess að göngu-
skór, jakkar, peysur og aðrar útivist-
arvörur rata í jólapakkana í auknum
mæli,“ segir Brynjar Jóhannesson
verslunarstjóri FJALLAKOFANS á
Laugavegi 11.
Verslun FJALLAKOFANS á
Laugavegi 11 var opnuð í mars 2011
við sameiningu FJALLAKOFANS
og verslunarinnar Cintamani Center
sem var rekin á sama stað. Nýja
verslunin er hins vegar talsvert stærri
en sú sem fyrir var. Eigendur Cin-
tamani Center, sem urðu meðeig-
endur að FJALLAKOFANUM, reka
áfram ferðaskrifstofuna Arctic Ad-
ventures í sama húsnæði. Brynjar
segir rekstur þessara tveggja fyrir-
tækja fara mjög vel saman, þótt að-
greindur sé, vegna þess að ferða-
menn, sem eru að bóka ferðir hjá
ferðaskrifstofunni þurfi mjög oft að
bæta við sig búnaði og þá er hand-
hægt að geta gengið yfir í verslunina
hjá þeim. Síðan virkar þetta líka
ágætlega í hina áttina því að fólk
sem er nýbúið að fjárfesta í vönduð-
um útivistarbúnaði er oft að velta
fyrir sér hvert eigi næst að halda og
þá liggur beint við að skoða ferðaúr-
valið hjá Arctic Adventures. „Við
aðlögum afgreiðslutímann hjá okkur
iðulega að því sem er að gerast hjá
ferðaskrifstofunni. Á sumrin opnum
við til dæmis klukkan 8 á morgnana
þótt það séu fáir á ferðinni um
Laugaveginn svo snemma, aðrir en
þeir sem eru að leggja upp í ferðir
hjá Arctic Adventures. Þessir ferða-
menn gætu þurft að komast í versl-
unina eftir meiri og betri búnaði, og
þess vegna höfum við opið.“
Aðspurður segir Brynjar mikinn
mun á verslununum þremur því
sveiflurnar séu mun meiri í mið-
borginni en í hinum verslununum
þar sem hún er jafnari og stöðugri.
Hann segir ferðamannastrauminn
um Laugaveg ótrúlega mikinn á
sumrin en það dregur úr honum yfir
vetrarmánuðina og október og
nóbvember eru oft frekar rólegir.
Síðan byrjar allt með krafti í des-
ember og fljótlega uppúr áramótun-
um fara síðan margir gönguhópar af
stað. „Það er ljóst að ferðamenn hafa
gífurleg áhrif á verslunina og þeir
halda ansi mörgum fyrirtækjum
gangandi hér í miðbænum.“
Ný verslun gegnt Kringlunni
Nýjasti FJALLAKOFINN er stór og
rúmgóð 300m2 verslun í Kringlunni
7 en hún var opnuð 25. febrúar sl.
og er á jarðhæð í Húsi verslunarinn-
ar, gegnt verslunarmiðstöðinni
Kringlunni. Brynjar segir rekstur
FJALLAKOFANS þarna hafa gengið
mjög vel það sem af er. „Þessi stað-
setning hefur komið mjög vel út og
okkur virðist ganga ágætlega að fá
viðskiptavini Kringlunnar til að kíkja
yfir götuna miðað við þá miklu um-
ferð sem hefur verið í versluninni.“
Aðspurður um nýjungar í útivist-
arvörum segir Brynjar að fjallafatn-
aður sé sífellt að verða léttari og
sterkari. „MARMOT er aðalmerkið
okkar í fjallafatnaði og öðrum bún-
aði, og til viðbótar sístækkandi hópi
almennra ferðalanga þá nota mjög
margir leiðsögumenn hjá hinum
ýmsu fjalla- og ferðafélögum þennan
fatnað og sú viðurkenning, sem í því
felst, segir meira en mörg orð. Ný-
lega tók FJALLAKOFINN einnig
að selja hið heimsfræga fatamerki
Arc´teryx sem er gert til að mæta
kröfum viðskiptavina FJALLAKOF-
ANS um enn aukin gæði, styrk og
endingu þar sem ekki veitir af eins
og við vitum sem búum við þetta
veðurfar sem hér er.“ Brynjar segir
að FJALLAKOFINN fjárfesti líka
mikið í þekkingu og áhuga starfs-
manna sinna til þess að tryggja að
þeir séu alltaf vakandi fyrir nýjung-
um, „FJALLAKOFINN er ekkert
öðruvísi en aðrar góðar dótabúðir.
Það þarf að vera gott flæði af nýj-
ungum inn í verslunina þannig að
sem flestir af viðskiptavinunum sjái
sig knúna til að kíkja sem oftast í
heimsókn til að vera viðræðuhæfir í
vina- og fjallahópum um nýjustu
græjurnar, svo við tölum nú ekki
um nýjustu litina,“ segir Brynjar.
fjallakofinn.is
Ný og glæsileg verslun FJALLAKOFANS í Kringlunni 7 hefur þrifist vel í nágrenni við stóru verslunarmiðstöðina handan við götuna.
FJALLAKOFINN er með þrjár verslanir; í Kringlunni 7 og Laugavegi 11 í Reykja-
vík og á Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði.
Brynjar Jóhannesson verslunarstjóri FJALLAKOFANS á Laugavegi 11 segir úti-
vistarbúnað sífellt verða léttari og sterkari.
Útivistarvörur úr FJALLA-
KOFANUM rata í jólapakkana