Reykjavík


Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 10

Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 10
10 1.DESEMBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Hádegistilboð fram að jólum Súpa, nýbakað brauð og gratineraður plok fiskur – 1.890,- kr. – gerir lífi ð bjartara Stækkunarglerslampar Ármúla 19 · Sími 568 1620 · www.gloey.is · gloey@gloey.is Vandaðir stækkunar­ glerslampar í föndur og fína vinnu. Góð birta. Svartir, hvítir eða króm. Verð frá kr. 19.995,- Skrifborðslampi New Port. Veist þú af Nýrri dögun? Í tuttugu og fimm ár hefur Ný dögun, samtök um sorg og sorgar-viðbrögð starfað. Markmið sam- takanna er að styðja syrgjendur og þá sem næst þeim standa. Þetta gerum við með fræðsluerindum um ýmsar hliðar sorgar og sorgarvinnu og með því að bjóða upp á stuðnings- og sjálfshjálp- arhópa fyrir syrgjendur. Nú um stundir hittast t.d. hópar fólks að í viku hverri sem eiga það sameiginlegt að hafa misst maka sína, ýmist í blóma lífs- ins eða á efri árum. Þau koma saman, deila lífsreynslunni og finna hvað það er gott að vera meðal fólks sem hefur staðið í svipuðum sporum. Á öðrum stað hittist hópur fólks sem hefur þá sáru lífsreynslu að hafa misst einhvern nákominn fyrir eigin hendi. Í byrjun febrúar á næsta ári geta þau sem misst hafa barn verið með í hópi annarra með sömu reynslu og við höldum áfram að bjóða upp á hópa fyrir þau sem misst hafa maka. Eftir útför ástvinar þar sem marg- menni vottar syrgjendum samúð kemur oft sá tími að „allir hverfa“. Fólk upplifir líka að samfélagið ætlist til þess að það sé komið á fullt skrið í lífinu innan örfárra mánaða eftir jarðarför. Það getur hins vegar liðið langur tími þar til syrgjandi verður fær um að vinna úr þeim tilfinningum sem upp koma. Við tölum um að missir valdi sári á sálinni. Sárið er dofið fyrst um sinn, alveg eins og þegar fólk skaddast líkamlega og margir lýsa líðan sinni á fyrstu vikum eftir jarðarför sem óraun- veruleikatilfinningu á meðan doðinn ríkir. Syrgjandinn er utan við sig og hugsanir geta orðið ruglingslegar og misvísandi. Sumir óttast jafnvel að missa vitið þegar raunveruleikinn fer svo að hvolfast yfir af allri sinni þyngd. Lífið verður tómt, snautt og tilgangs- laust og margir finna ekki fótfestu í neinu. Einmanakenndin getur orðið mjög sár, um leið og erfitt er að hafa frumkvæði að samskiptum við aðra. Stundum nær reiði tökum á syrgj- endum og hún getur birst í ýmsum myndum. Mikilvægt er þá að geta rætt um ástæður reiðinnar til að átta sig á hvað veldur. Þannig fæst útrás/losun sem er afar mikilvæg, því bæld reiði getur lengi staðið í vegi fyrir því að syrgjandi komist á veg sáttarinnar sem er takmarkið með sorgarúrvinnslu, til þess að geta haldið áfram að lifa og finna lífi sínu merkingu. Erfiður tími fer í hönd Margir syrgjendur finna sárt fyrir því að samfélagið hafi takmarkaðan skiln- ing á sorg þeirra þegar frá líður og nú fer í hönd sá árstími sem margir eiga erfitt með, eftir missi. Ný dögun hefur tekið saman ráðleggingar til þeirra sem vilja styðja syrgjendur og við hvetjum fólk (vini og samstarfsmenn) til að sýna samhygð í verki: • Hafðu samband. Með því sýnir þú að þér er ekki sama. Farðu í heimsókn og gefðu af tíma þínum. Mundu að syrgjandi á oft erfitt með að hafa frumkvæði og hefur ekki þann kraft sem þarf til að stuðla að samskiptum. Að lyfta upp símanum getur verið fólki í sorg um megn. Hafðu líka samband á frídögum. Þá er sársauk- inn oft mestur. • Sýndu hluttekningu, einlægni og heiðarleika. Vertu óhrædd(ur) við að sýna eigin vanmátt. Mundu samt að draga ekki þínar sorgir framfyrir sorg þess sem þú vilt styðja. • Hlustaðu, hlustaðu. Það er syrgj- endum afar mikilvægt að eiga ein- hvern að sem er tilbúinn að hlusta. Markmiðið er að hlusta og heyra! það sem syrgjandinn segir, en ekki að koma með ráð og lausnir eða taka orðið af syrgjandanum. Ekki breyta um umræðuefni og ekki halda að þú vitir hvað honum/henni er fyrir bestu. • Stattu við gefin loforð. Ekki segjast ætla að bjóða í mat, nema að standa við það. Vonbrigði verða oft sterkari hjá þeim sem liður illa heldur en þú getur ímyndað þér. Samtökin Ný dögun ætla að halda upp á 25 ára afmæli sitt þann 8. desem- ber n.k. og hefja dagskrána fyrir hádegi með táknrænni gönguferð til móts við birtinguna og von nýrrar dögunar. Eftir hádegið verður dagskrá í Háteigskirkju þar sem stofnfundur samtakanna var haldinn. Dagskrána má lesa á vefsíðu Nýrrar dögunar www.nydogun.is Höfundur er K. Hulda Guðmundsdóttir í stjórn Nýrrar dögunar www.reykjavikblad.is www.hafnarfjordurblad.is ■ www.reykjanesblad.is ■ www.selfossblad.is www.akureyrivikublad.is ■ www.vesturlandblad.is

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.